Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 8

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 8
Ól. B. Björnsson: 1UNDRAD SIININ YFIR HAFID 1 Reykjavík þekki ég hæglátan mann, sem hefur sig ekki mikið í frammi. Hann er gætinn glöggur, skýr og skemmtilegur, eins og hann á kyn til, en að auki er hann svo minnugur, að „fletta má upp í honum eins og bók.“ Þessi maður er Geir Geirsson, Zoega, framkvæmdarstjóri á Öldugötu 14. Gætinn er Geir og grandvar, en enginn flysjungur. Faðir hans var hygginn og hagsýnn með afbrigðum. Þá eiginleika virðist hinn ungi Geir einnig hafa erft í ríkum mæli, og eigi hafa þeir rýmað af áratuga kynningu við þann Eng- lending, sem bera mun með miklum heiðri hið enska hefðarheiti, „Gentle“-maður. Er hér átt við hinn kunna enska stórútgerðar- mann Hellyer í Hull. Síðan 1924, hefur Geir Zoega, annað hvort verið fastur starfs- maður Hellyers hér, eða umboðsmaður hans vegna margþættra viðskipta hans hér á landi. Af mimni Geirs Zoega, — svo og hins kunna skipstjóra og útgerðarmanns Tryggva Ófeigssonar, — hefi ég heyrt ýmislegt óvenjulega stórbrotið og skemmti- legt um þennan enska stórútgerðarmann. Væri ómaksins vert að færa eitthvað af því í letur, og væri margt af því harla lærdómsrikt, eigi aðeins fyrir nýliða í ísl. útgerðarmannastétt, heldur einnig fyrir þá, sem þegar hafa hlotið nokkra reynslu á þessu sviði. Af því tilefni að Geir Zoega er nú ný- kominn heim úr hundruðustu ferð sinni yfir hafið, sem aðskilur Island eg önnur lönd, bað ég þennan margfróða mann að segja lesendum AKRANESS, eitthvað skemmtilegt frá þessum ferðum, eða bregða upp nokkrum leifturmyndum af því, sem hann á geymt í minni sínu frá marghátt- uðum störfum fyrir innlenda og erlenda menn. Örlítið um einstakar ferðir. Fyrstu ferð sina til útlanda fór Geir í ágústmánuði 1913, með Hjalta Jóns- syni á togaranum April. En auk hans voru þá farþegar með skipinu, Skúli í Aber- deen og Þórður Flygenring. Næstu ferð fór hann einnig með togar- anum Apríl, en þá var hann að fara til dvalar i Grimsby, en varð þegar að fara heim aftur, vegna stríðsins 1914. Þegar lagt var úr höfn í Englandi, urðu þeir samskipa af stað, April og Skúli fógeti, sem þá fórst í Norðursjónum þann sama dag. Þriðju ferðina fór Geir í nóvember 1915, íi6 með Gullfossi, sem þá var 19 daga á leið- inni til Kaupmannahafnar, með löngum legrnn í Leirvík og viðar vegna stríðsins. 1 þessari ferð var með skipinu Konráð Hjálmarsson, útgerðarmaður frá Norðfirði, er sagði Geir frá því, að þarna væri hann í sinni fimmtugustu ferð yfir hafið. Þetta atvik varð einmitt til þess, að Geir afréð Geir Zoega. þá að hafa tölu á ferðum sínum. Oftast hefur Geir farið þetta á litlu, gömlu tog- urunum, enskum eða íslenskum, en einnig með póstskipunum og nú upp á siðkastið einnig fljúgandi. Aldrei hefur Geir verið sjóveikur, þótt oft hafi þetta verið svaðil- farir, hin mestu mannskaðaveður. Einhverju sinni, fór hann út með Sel- fossi, sem fór héðan 6. janúar. Þeir fengu ágætt veður austur fyrir Eyjar, en úr því eitt versta veður, er hann man eftir á sjó. Selfoss fór vel í sjó, eins og öll gang- treg^kip gera. Farmur skipsins þessa ferð var eingöngu ísaður kassafiskur, sem ýmsir áttu. Skipstjórinn var Ásgeir Jónasson, og átti hann að fá „hatt“ sem kallað var, ef farmurinn seldist fyrir 2000 £. Hvað sem þvi leið langaði hann til að salan yrði góð, vegna eigendanna, en ekki sízt vegna félagsins sjálfs, því að áframhladandi fisk- flutningar byggðust í bráð og lengd á sölu fiskjarins. Þetta fór allt saman vel í þetta sinn. Selfoss kom til Hull á 9. degi og seldi það, sem þar var selt fyrir hvorki meira né minna en 4000 £, en auk þess var skipið með 250 kassa af hrognum, sem sendir voru til London og seldir þar fyrir gott verð. Árið 1934 fór Geir Zoega til Norður- Noregs ýmissa erinda, vegna umbjóð- enda sinna í Englandi. Af þvi ferðalagi hafði hann hina mestu ánægju, sérstaklega af því að sjá hina dæmalausu hirðu hjá Norskum sjó- og fiskimönnum. Telur Geir, að Islendingar gætu margt lært af þeim. Hellyer í Hafnarfirði. 1 marzmánuði 1924 kom Hellyer til Hafnarfjarðar með 6 enska togara, til þess að hafa þar bækistöðvar, og var samið um þetta alveg sérstaklega við stjórn lands- ins. Á öllum togurunum voru í fyrstu enskir skipstjórar, hins vegar voru ráðnir á þá ísl. flatningsmenn og svokallaðir flatn- ingsformenn. En ekki leið á löngu, þar til fjórir af þessum flatningsformönnum voru orðnir fiskiskipstjórar á skipunum. Þetta ár, og hið næsta, 1925, voru ákaf íega mikil fiskiár, og bryggjupláss þvi mjög takmarkað. Á vertíðunum var því oft unnið dag og nótt, einnig alla helgi- daga, nema rétt um messutímann. Þá var ekki atvinnuleysi í Hafnarfirði. Árið 1925 lánaði Hellyer bryggjufélag- inu peninga til þess að stækka bryggjurnar um rúmlega helming. Ætíð voru ísl. fiski- skipstjórarnir á skipunum, og Jietta ár, 1925, byrjaði Tryggvi Öfeigsson sinn glæsi- lega skipstjórnarferil, einmitt hjá Hellyer, ng fékk, — þótt nýliði væri, — stærsta og nýjasta togara Breta, Imperialist. Þannig leizt Hellyer á þennan unga íslending, og hefur þar ekki frekar en oft áður farið villur vegar. Á þessu ágæta skipi var Tryggvi þar til í nóvember 1929, er hann tók Júpiter. 1 janúar 1925, keypti Hellyer hina svo kölluðu Bookless-stöð í Hafnarfirði, sem hann stækkaði þegar mikið og endurbætti, og var þá langstærsta útgerðarstöð hér á landi. Þau sex ár, sem Hellyer gerði út hér á landi, var Geir framkvæmdarstjóri hans hér. Segir Geir, að þetta hafi verið mjög ánægjulegur tími, vegna þess, hve mikið var að gera og allt gekk vel. M. a. af því, að alltaf var allt, sem þurfti, til á staðnum, og fyrir þvi öllu séð af óvenjulegri þekk- ingu og nákvæmni. Meðan verið var að koma þessu öllu fyrir, svo sem Hellyer vildi vera láta, var hann hér i 8 mánuði, frá því í marz 1924, til maíloka 1925, en þá tók bróðir hans við, og var hér næstu 3 mánuði. Eftir þetta komu þeir bræður hingað aldrei. Hins vegar voru þeir sitt árið hvor með lúðuleiðangrum sínum við Grænland. Þeir kunnu betur við að fylgjast sjálfir með slíkum byrjunarleiðöngrum á fjarlægum miðum, heldur en að þurfa að byggja þar eingöngu á frásögnum annarra. Margt væri frásagnarverf um nákvæmni Hellyers í smáu og stóru, t. d. um orð- heldni hans og áreiðanleik. Gagnvart út- gerð sinni í Hafnarfirði, lagði hann ríka AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.