Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 18

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 18
Gunnar Magnússon: Vélsmiðjan Héðinn h.f. 30 dra Jámiðnaður í sinni núverandi mynd er tiltölulega ung atvinnugrein á landi hér, þótt járnsmíðar í smáum stíl hafi verið stundaðar af landsmönnum allt frá upphafi Islandsbyggðar. Á ofanverðri siðustu öld, er landsmenn tóku að leggja meiri stund á sjávarútveg en áður hafði tiðkazt, urðu nokkrir menn t.il að leggja stund á járnsmíðar sem atvinnu grein, er skipin stækkuðu, og útgerðin jókst, og fyrsta vélaverkstæðið var stofn að fyrir síðustu aldamót. En með komu togaranna í eigu landsmanna sjálfra og hins vaxandi vélbátaflota sköpuðust fyrst vemlegir möguleikar fyrir starfrækslu vél- smiðjurekstrar á fslandi. 1 Reykjavík voru starfræktar nokkrav smásmiðjur fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Áhaldaeign þeirra var þó mjög lítil. Þæv byrjuðu þó að auka við sig áhöldum, er togaramir komu til landsins, en Þrándur í Götu fyrir vexti þeirra og viðgangi var skortur á vélum og hentugum aflgjafa. Er Rafmagnsveita Reykjavíkur tók til starfa 1927 urðu brátt straumhvörf í öll- um iðnrekstri í bænum. Olíuhreyflarniv hurfu brátt og rafhreyflamir komu í stað- inn. Traustir hornsteinar. Vélsmiðjan Héðinn er stofnuð 1. nóv. 1922 af þeim Bjarna Þorsteinssyni, vét- fræðing, og Markúsi fvarssyni, vélstjóra. Leiðir þeirra félaga höfðu legið saman í vélsmiðjunni Hamri, þar sem þeir voru báðir samverkamenn. Kynning þeirra leiddi til þess, að þeir ákváðu að stofna saman i félagi nýja vélsmiðju. Bjarni var Reykvikingur að ætt, son- ur Þorsteins Jónssonar, járnsmiðs, er var kunnur maður í iðnaðarmannastétt bæj- arins. Bjarni var einn af þeim fyrstu, er lauk fullkomnu vélstjóraprófi frá Vél- stjóraskóla fslands, en sigldi síðan til Hafnar og lauk þar námi í vélfræði. Markús ívarsson var fæddur i Vorsa- bæjarhjáleigu í Flóa. Snemma hneigðist hugur hans til smíða, en hann stundaði jöfnum höndum alla vinnu. Á 26. aldurs- ári tók hann sig upp úr sveitinni, fór til Eyrarbakka og lærði þar járnsmíði. Að afloknu jámsmíðanámi fór hann til Reykjavíkur, gekk í vélstjóraskólann 1912 —13, og gerðist síðan vélstjóri á togurum. Þeir félagar, Bjarni og Markús, keyptu smiðju þá, er Bjarnhéðinn Jónsson, jám- smiður hafði starfrækt í Aðalstræti 6 B, frá þvi um aldamótin, en starfsemi henn- ar hafði legið niðri um tveggja ára skeið eftir andlát hans. Gáfu þeir smiðjunni nafnið „Héðinn“ til virðingar þessum ágæta iðnaðarmanni. Bjarnhéðinn hafði keypt smiðjuna af læriföður sínum, Sigurði Jónssyni frá Hliðsnesi á Álftanesi, en haim fékk leyfi til að reisa smiðju á lóðinni nr. 6 við Aðalstræti árið 1895. Traustir hornsteinar hvíldu þannig undir stofnun „Héðins“ í elzta iðnaðarhverfi landsins, þar sem Skúli fógeti Magnússon staðsetti „Innréttingar“ sinar 170 árum áður. Áræði og dugnaður stofnendanna tveggja þótti einkenna starfsemi „Héð- ins“ frá upphafi. Þeir félagar voru dug- miklir og framsýnir iðnaðarmenn, sem höfðu í hyggju að starfrækja hér fullkomna vélsmiðju, er gæti tekið að sér margvís- legar vélaviðgerðir og nýsmíði fyrir lands- menn. Starfsemin fyrstu árin. Eigi var hátt til lofts né vítt til veggja í fyrstu húsakynnum smiðjunnar. Mun -smiðja Bjarnhéðins hafa verið 60 m2 að gólffleti. Vélar voru fábreyttar miðað við það sem nú er. Tveir rennibekkir, er drifn- ir voru af olíumótor, handsnúin borvél og fótstigin smergelskífa. Starfsmennirn- ir voru fjórir að tölu, er smiðjan hóf starf- semi sina 1. nóv. 1922, en í árslok voru þeir orðnir sjö. Þrátt fyrir þessar aðstæður þótti þegar í upphafi myndarbragur á rekstri og framkvæmdum smiðjunnar. Aðalviðfangsefni Héðins fyrstu starfs- árin voru véla- og skipaviðgerðir, aðallega togaraviðgerðir. Oft var langur vinnudag- ur í byrjun vertíða, er allt kapp var lagt á að koma skipunum til veiða. Lögðu þá jámsmiðirnir ásamt eigendum oft nótt við dag án þess að hvílast. Strax á öðru. starfsári fyrirtækisins fram- kvæmdi „Héðinn“ stóra flokkunarviðgerð (klössun) á togaranum „Jóni forseta.“ Var það mesta skipaviðgerð, er fram- kvæmd hafði verið i landinu til þessa tíma. Engin dráttarbraut (slippur) fyrir tog- ara var til í landinu. Torveldaði það mjög allar meiriháttar skipaviðgerðir. Varð að sæta sjávarföllum og renna skipunum upp í fjöru, þegar framkvæma þurfti bolvið- gerðir á þeim eða skipta um skrúfu. Oft varð að hafa snör handtök við skrúfuskipt- ingu meðan lágsjávað var. Vöxtur og viðgangur smiðjunnar hélt áfram, reistar voru nýjar byggingar fyrit starfsemina og keyptar nýjar og fullkomn- ari vélar, eftir því sem fjárhagur leyfði hverju sinni. Var „Héðinn“ oft braut- ryðjandi í að útvega ný tæki til landsins og flutti þannig inn árið 1926 fyrsta raf- suðutækið, er til landsins kom. Árið 1952 er merkisár þróunarsögu íslenzks véla- iðnaðar. Fyrsti íslenzki dies elhreyfillinn er smíðaður af Héðni á því ári. 126 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.