Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 26

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 26
SÉRA FRIDRIK FRIDRIKSSON: STARFSÁRIN III. á torginu Ég stóð uppi á háum þrepum, er lágu upp að dyr- unum að stórri kirkju, og hafði þaðan ágæta útsjón ytfir allt torgið. Svo lagði hin stóra fylking af stað og gekk með veif- andi fánum fram hjá kirkjunni, þar sem ég stóð. Þeir gengu 4 og 4 saman i röð. Seinast var borinn feiknastór krans í minn- ingu þeirra, er fallið höfðu. Var hann borinn af fjórum. Þegar þeir fóru fram hjá mér, fór ég ofan af kirkjuþrepunum og gekk rétt á eftir síðustu röðinni úti á miðri götunni. Fór fylkingin eftir Corso, og var lögregluvörður báðum megin, en uppi á gangstéttunum var fullt af fólki, sem heilsuðu með útréttri hendi. Báðum megin voru framhliðamar á húsum skreyttar ifánum og marglitum dýrindis dúkum, og á cllum veggsvölum var fullt af fólki með framréttum örmum. En það var fullkom- lega hljótt og enginn troðningur á gangstéttunum. Ég hef aldrei séð slíka mannmergð svo hljóða og haga sér jafn vel. Lögregl- an hafði ekki annað að gjöra en að standa kyrr. Ég gekk þannig á miðri götunni, i vökinni eftir fylkinguna, og enginn skifti sér neitt af mér. 1 nokkru bili á eftir mér varð gatan full af fólki, sem fylgdi svo Ifylkingunni. Svo komum vér í gegnum Corso inn á hið mikla torg Piazza di Venezia. Ég fylgdi skrúðgöngunni gegnum torgið, sem þegar var fullt af fólki nema vökin, er skrúðgangan hélt um. Fyrir miðju torginu stendur hið stórfenglega minnismerki um Victor Emanuel. Þar uppi við riddarastandmynd af kon- unginum er gröf óþekkta hermannsins. Ég elti nú ekki fylk- inguna lengra en að hinum hreiðu þrepum, sem liggja upp að minnismerkinu. Fylkingin fór þangað upp, og þar tók á móti henni konungurinn sjálfur og ráðherrar hans. Þar á meðal Mússolíni. Ekki gat ég greint hann frá hinum. Konungur og ráð hans lyftu hendinni að gömlmn rómverskum hætti, þegar kransinn var lagður á gröfina, og allt mannhalfið á þessu mikla torgi stóð þar með upplyftum höndum í dauðaþögn. Það var að sjá sem stór skógur. Eitthvað var talað þar uppi, en það heyrðist ekki þangað, sem ég stóð. Meðan á þessu stóð kom rétt fram hjá mér, frú, sorgarklædd og vel húin, og við hliðina á henni gekk drengur ellefu til tólf ára í matrosafötum. Hann hélt á litlum kransi, og þau fóru að ganga upp þrepin. Þegar þau voru komin að efsta þrepinu, reis konungur og ráðherramir upp og heilsuðu og allir gömlu hermennimir einnig. Um leið vom allar hendur beygðar í áttina til konunnar og drengsins, og ég heyrði eins og niðurhælt andvarp. Ég leit snöggvast í kringum mig. Þar stóð maður við mann, og ég sá tár í augum þeim næstu. Það var sem allir skildu á augabragði, að þama væri ekkja og sonur hennar að leggja krans á leiði óþekkta hermannsins í minningu um maka og föður þeirra mæðginanna. Mér finnst að ég aldrei hafa séð nokkuð átakanlegar hrífandi en þetta atvik. f blaði sá ég næsta dag, að talað var um þetta, og mig minnir, að stæði í þvi sambandi: „l’onda dell’ emozione.“ Ég þori ekki að ábyrgj- ast, að þetta sé rétt skrifað, en setningin hefur loðað i mér síðan. Þannig ífannst mér, að ég merkja þessa hrifningu og viðkvæmnis- bylgju, sem jafnvel lokkaði tár fram í augu sjálfs mín. — Snemma um morguninn 25. maí vaknaði ég fullur fagnaðar eins og ég er vanur þenna morgun. Ber þar einkum þrennt til. í fyrsta lagi, að þá fæddist ég, og í öðm lagi, að ég þá frelsaðist úr lífsháska. Ljósmóðir mín frelsaði mig úr honum með þvi að þvinga mig til að anda og það með harðii hendi. Því næst, og er það stærsta atriðið: Hún skírði mig. Það er sá langstærsti atburður æfi minnar, sem ég fæ aldrei fullþakkkað. Þess vegna fagna ég þessum degi, og skímin leggur hátíð sína yfir hann. — Eftir morgunbænir mínar fór ég að búa mig af stað og kom á réttum tíma upp í Pálfagarð. Mér var svo fylgt gegnum skraut- lega sali, og loks var komið inn i langan sal, og var fyrir inn- an miðju gullið grindaverk, sem skipti salnum í tvennt. Fyrir framan grindurnar var í salnum raðað upp baklausum bekkj- mn og breiður gangurl gekk inn að grindunum. Á korti mínu stóð 3—11 — það var fremst á bogadregnum upphækkuðum palli rétt fyrir framan grindurnar. Ég sá, hve kardínálinn hafði séð vel fyrir mér, þvi frá minum stað gat ég séð allt, sem fram fór upp við hásæti páfans, sem stóð fyrir gafli salarins. — Nú var fólk að koma, unz saluxinn var alsettur fólki í sætin. Svo komu inn sendiherrar útlendra ríkja í skrautlegum einkennis- búningum. Þeim var vísað til sætis fyrir innan grindurnar á upphækkuðum sætum. Ég þori ekki að lýsa nákvæmlega þvi, sem fram Ifór fyrr en merki var gefið, að páfinn væri að koma, og söngur hófst hátignarlegur með dýrðlegum röddum: „Tu es Petrus et super hanc petram ædificabo Ecclesiam meam. o. s. frv. (Þú ert Pétur og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína). Undir söngnum var svo páfinn borinn inn á palli eða börinn, er hvíldi á öxlum 8 svissneskra lífvarðarmanna. Uppi á burðar- pallinum sat páfinn á stóli í öllum sínum skrúða með biskups- mítur á höfði, var það alsett gimsteinum, sem sendu glitrandi geisla í allar áttir. Páfinn blessaði á leiðinni yfir söfnuðinn til beggja handa. Á eftir kom hin skrautlegasta skrúðganga, sem ég nokkurntíma hef séð. Kardínálaflokkurinn í sínum skarlats- litu kápum bar af öllu að virðuleik, og kom mér í hug öldunga- ráðið í hinni fornu Rómaborg, sem Kineas, ráðgjafi Pyrrusar konungs, lýsti þannig, að sér hefði virzt öldungaráðið likast því sem í þvi sætu konungar einir. Svo virðulegir fannst mér Kardí- nálaráðið vera. Þar á eftir komu erkibiskupar og lýðbiskupar, ábótar og aðrir hátignarmenn kirkjunnar. Páfinn var borinn upp að hásætinu, og steig hann úr burðarstólnum upp í hásætið. Svo byrjaði athöfn. Þar stóð einhver upp og mælti eitthvað að mér virtist til páfans, síðan sá ég, að fjórir kardínálar gengu fram salinn, og eftir drukklanga stund komu þeir inn aftur ásamt hinum fjórum kardínálaefnum og leiddu þá fyrir páf- ann og lutu honum. Hann veitti þeim viðtöku, og athöfnin fór fram mjög hátíðlega, er þeir voru gjörðir að kardínálum, en ekki ný vígsla, heldur nokkurs konar innsetning í hækkaða biskups stöðu. Að þvi loknu söng hinn ósýnilegi kór ,,7’e Deum,íl hirin dýrðlegasti lolfsöngur kristninnar, kenndur við Ambrósius hinn mikla biskup í Mílanó, sálmaskáld og dýrðlegasta mann fjórðu- aldarinnar. Þessi lofsöngur er þýddur á íslenzku af Jóni sýslu- manni Espólín og er Nr. 2 í Evangelisku sálmabókinni, og hefur minningargildi fyrir mig, því að hann var sunginn á ferming- ardag minn 1882, og síðan var hann þýddur aif Helga Hálfdánar- syni líka Nr. 2 í sálmabók vorri frá 1886. — En að heyra hann sunginn af einum langfrægasta söngkóri heimsins í sinni upp- runamynd, á hinu rimlausa og volduga latínumáli, var meiri nautn en ég get lýst. Ég kunni tekstan nær því utan að, og það gjörði nautnina enn meiri. Ég lokaði augunum og sökkti sálu minni niður í þetta undradjúp tilbeiðslu og lofgjörðar. Niðurinn af lofsöng kynslóða fimmtán alda dunaði fyrir eyrum mér og inni í djúpi sálar minnar. Þetta var svo ifagurt, raddirna^ svo un- aðslegar. Mér fannst, að Ttalíuferðin hefði margborgað sig, þótt ég hefði ekkert séð né heyrt nema þenna eina söng. Og svo að fá þetta sem afmælisgjöf. Það var meira og betra en ég nokkru sinni hefði getað imyndað mér. Ég fylltist þakklæti til Guðs, sem hafði leitt mig svona dásamlega. Ég minntist þeirra, sem höfðu varpað ljóma yfir þenna dag með dauða sinum, hins heilaga páfa Urbans fyrsta, sem dagurinn er kenndur við, þá ekki síður hins mikla páfa, sem árið 1085 hafði dáið í útlegð þenna dag, flæmdur Ifrá stóli sínum; ég býst við, að dauði hans hafi verið 134 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.