Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 23

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 23
ÓI. B. Björnsson: Hinn 7. október s. I. opnáöi ungur málari, Veturliöi Gunnarsson sýningu á verkum sínum í skála mynd- listarmanna í Reykjavík, á um 150 myndum stœrri og smœrri. Þetta var fyrsta sjálfstœÖa sýningin, sem Veturliöi hefur haft í Reykjavík. Ein af myndum VeturliSa: Kvöld í sjávarþorpi. Það eru nú 8 ár síðan hann byrjaði að læra, þá aðeins 17 ára gamall. Hann var fátækur unglingur, og má segja að þessi ákvörðun hans hafi verið fífldirfska, en um slíka smámuni spyrja ekki menn, sem vita hvað þeir vilja og ætla sér ákveðið að ná settu marki, og vona í lengstu lög að sér takist það. Veturliði hóf nám í Handíðaskólanum, síðan var hann í tvö ár við nám í Kaupmannahöfn, en komst ekki lengra suður á bóginn, þótt þangað stefndi hugurinn. Þess í stað ferðaðist hann nokk- uð um Norðurlönd og málaði. Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost að sjá all margar myndir hjá hinum unga málara. Þótt mér finndist þar fátt um lista- verk, þótti mér líklegt, að þarna væri verð- andi listamaður á ferð, ef ekki einhver ismi og öfugþróun hertæki hann og leiddi í björg „kaossins,“ þar sem allt snýst um að villa fólki sýn, og fá það til að segja svart hvítt og öfugt. Nú fékk ég aftur tækifæri til þess að sjá hin mörgu verk þessa unga manns, og sjá í myndunum þá götu, sem hann hefur gengið á vegum listarinnar síðan ég sá fyrstu myndir hans. Þvi miður hafði ég ekki tækifæri til að skoða myndirnar nógu vel. Ég tel mig náttúrlega engan listdóm- ara, og því síður „listfræðing," enda mun ég ekki fella neinn allsherjardóm á þeim forsendum um þessa sýningu Veturliða, aðeins segja hvernig mér kom þetta fyrir sjónir sem algers leikmanns á þessu sviði. Það fyrsta, sem ég tók eftir var það, að þessum unga manni hafði farið mikið fram, allur viðvaningsbragur um litaval og uppbygingu myndanna var horfinn. Listamannsauga hans hafði öðlast næmari sjón, jafnframt því sem höndin hafði liðk- ast og orðið öruggari í handbrögðum af margra ára vinnu og faglega skólun. Mjmdirnar í heild háru það og með sér, að á bak við þær stæði maður, sem öll þessi ár hefði aldrei hopað frá því marki, er hann hafði sett sér, að sigra eða deyja ella, í listrænum skilningi talað. Mynd- irnar sýna líka í heild sinni, að Veturliði er sjálfstæður í hugsun og verkefnum, bæði um val verkefna og meðferð lita. Hann virðist ekki stæla sérstakar myndir eða málara, heldur fara sínar eigin leiðir, og lita hvorki til hægri eða vinstri, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Ég lield, að Veturliði eigi eftir að verða „Sumar- liði“ sem listamaður og sniðganga þannig allar „formúlur“ þeirra, sem einir vita hvað list sé og hvernig hvert pensilfar eigi að vera dregið, til þess að mynd geti átt það skilið að heita mynd. Veturliða ætlaði líka að verða hált á þessum eintrjáningshætti sínum gagnvart „listfræðingum“ abstraktlistarinnar. Eng inn nýliði virðist þar alandi eða ferjandi frá þeirra sjónarmiði, nema þeir hafi auð- sæilega verið tröllriðnir af einsýnni ab- straktvitleysu út í yztu æsar. Með Birni Th. Björnssyni og Veturliða kastaðist líka heldur en ekki i kekki. Hefui' Björn þar allt í hornum sér í umsögn um sýninguna, er hann birti í Þjóðviljanum 12. okt. Er engu líkara en að hann gangi berserksgang i því að lítilsvirða hinn unga málara, og útlit er fyrir að maðurinn hafi haft eitthvert ofnæmi gagnvart þessari sýningu Veturliða. En hinn ungi málari var þá ekki heldur seinn á sér að notfæra sér slíka veiklun, því að næst er „listfræð- ingurinn“ kom á sýninguna leiddi Vetur- liði hann til dyra „útí myrkrið.“ Hinn mis- heppnaði ritdómur Björns varð því Vetur- liða til hins mesta happs, og jók bæði aðsókn að sýningunni og einnig sölu mynd- anna. Þótt Björn sé reiður út af einhverju við Veturliða, virðist mér þó eitt benda til að ekki sé honum alls vamað í listfræð- inni, því að þetta stendur þó i dómi hans um sýninguna: „Og þar finnst mér það ekki fara neitt í leynum, að Veturliði Gunnarsson er efni i mjög góðan málara.“ Enda þótt mér finnist mörg af málverk- um Veturliða um of „abstrakt,“ — þótt hann tileinki sér ekki þá vitleysu með öðrum eins öfgum og margir af okkar yngri málurum, — þykist ég mega sjá að lifandi sé við þá von, að hann vaxi algerlega frá því einkenni, sem myndir hans bera af þeirri „óskapnaðar-list“ og stefnu, þegar hann nær enn meiri þroska og eygir enga meðalmennsku. Hinn 15—17 nóv. hafði Veturliði sýn- ingu hér á Akranesi. Hann gat ekki komið þvi við að sýna hér nema 78 myndir, fleztar hinar minni. Sýningin var samt mjög vel sótt og seldi hann 12 myndir. Hér hélt Veturliði sína fyrstu sýningu sem byrjanai, var honum þá sem nú vel tekið, enda er hann hálfgerður Akurnes- mgur, þar sem hann átti hér heima frá 9—16 ára aldurs, og fékk i barnaskólanum hér sína fyrstu tilsögn i teikningu. % vona að Veturliði fái tækifæri til þess að fljúga suður i lönd, nema þar meira og nota timann vel til að þroska manndóm sinn og listræna hæfileika. Til kaupenda: Kœru vinir. Við lok liins 11. árg., verður mér efst í hug að Jiakka ykkur fyrir órofati-yggð við mig og þetta rit frá fyrstu byrjun, þvi að það er vissulega ykkur að þakka, að það heldur enn velli, og hve lengi það gerir það. Að vonum hafa nokkrir helzt úr lest- inni og hætt að kaupa og greiða blaðið. Það eru margir svo hugsjónasnauðir og jxillitlir, og láta sig engu skipta, nema eig- in stundar ávinning. En margir ykkar eru eins og bjargið, sem ekki bifast, og verð- ið æ traustari og skilningsbetri með hverju ári sem liður, á allt það, sem verið er að vinna í þessu litla blaði, með því að lita fram og aftur og reyna að tengja það sam- an á þann hátt, að það komi að einhverju gagni í nútíð og framtíð. AKRANESI væri mikil þörf á að eign- ast fleiri kaupendur, því að bærilegt líf þess hefur alltaf verið miðað við upplag þess, sem nokkuð er óselt af ennþá, en það er mikils virði fyrir þá, sem vilja eignast ritið í heild frá upphafi. Það hefur ekki verið hækkað, og er mjög ódýrt. Ég vil vinsamlegast biðja þá, sem enn skulda að greiða það sem allra fyrst. Vin- samlegast endursendið ekki póstkröfur óinn- leystar, því þar fer mikill kostnaður til ónýtis, auk þess sem það tefur og truflar. Ef hægt væri að fjölga kaupendum, mundi það auka og tryggja veg og viðgang blaðsins, og skapa möguleika fyrir frekari rnnbót- um ó efni og frágangi öllum. Vænti ég þess þvi, að þið reynið til að útvega því marga kaupendur á þvi ári, sem í hönd fer. Um leið og ég þakka öll bréfin, kveðjur og hlýjar umsagnir um blaðið, óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og blessunar á komandi ári. Vinsamlegast Ól. B. Björnsson. AKRANES 131

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.