Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 10

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 10
á hvern öngul en hér. Þeir héldu því fram, að með hinni stóru beitu, festist öngull- inn ekki nógu vel í kjaftinn á fiskinum, og við hinn hraða drátt — sérstaklega, ef eitthvað er að veðri, — missi þeir ótrúlega mikið af fiskinum af línunni. Um þetta segist Geir oft hafa talað við ísl. útgerðarmenn og sjómenn, en á það sé ekki hlustað. Ef einstaklingar vilja ekki reyna þetta, segir Geir, eiga hinar opin- beru nefndir, eða aðilar að fá þetta rann- sakað nákvæmlega. Honum virðist sem Islendingar fiski um of af „kröftum.“ Sá, sem þarna dró mun hægara en allir hinir, fiskaði langmest. Hann kom oft með meira en 5 tonn á sína doríu yfir daginn, en var 5—6 timum lengur að draga en fyrstu bátamir. Á þorskveiðum fiskaði hann 16 tonn í þremur róðrum, þegar fljótasta dorían kom aðeins með 3 tonn á sömu línu og sömu öngla. Skotarnir beita linuna jafnóðum og þeir leggja hana, því að þeir segja, að svo mikið afbeitist við að láta línuna renna út í sliskjum. Ýmisiegt. Þama þótti Geir gaman að vera. Um Jónsmessuleyið breyttist veður á suður- miðunum, og er þá leiðindaveður með súld, en það einkennilega er, að súldin kemur ekki fyrr en vindhraðinn er orðinn 4—5 vindstig. I september, þegar farið er að kólna í veðri, var þar þokulaust og gott veður, en þar var þoka eingöngu í logni, eins og hér gerist. Til þess að bátamir finndu móðurskipið, var þeyttur sams kon- ar þokulúður og hafður er í vitum i Eng- landi. Á hvítasunnudag höfðu þeir fiskað svo mikið af lúðu, að skipverjum var gefið frí þann dag. Til hátíðabrigða var stungið upp á því að gefa hverjum 5 doríumönn- um 1 flösku af rommi. En þegar rommið þraut, dmkku ýmsir þeiira mótorlampa- spritt út í kaffi. Allt endaði þetta þó skap- lega. Annars var áfengi ekki notað þama, nema hvað hver doria fékk einhvem smá- skammt sem uppbót eða verðlaun, fyrir visst magn af lúðu eða þorski, en það var ein flaska af víni. Verzlun var um borð í skipunum, þar sem mennimir gátu keypt allan klæðnað sinn yzt sem innst og einnig tóbak. Þótti Norðmönnum þetta mikil hlunnindi, þvi að þessar vömr vom seldar, svo að segja með innkaupsverði, enda fötuðu þeir sig vel áður en þeir fóm af skipunum. Norðmennirnir höfðu töluverð hlunn- indi af því að hirða hlýraskinn, sem þeir söltuðu. Einnig hirtu þeir karfa, en undir hann fengu þeir gefins síldartunnur, und- an kaffi hveiti og ýmsum matvörum. Ekki var þarna hörgull á nokkrum hlut allan tímann, svo vel var fyrir öllu séð. Einn fiskaði þarna sérstaklega vel og hlóð doríuna svo mjög, að þegar hún kom að móðurskipinu og var orðin ferðlaus, rann sjór inn, og varð að hafa doríu, sína við hvora hlið til þess að bjarga lúðunni og létta doríuna. Þarna var yfirleitt 12 tíma vinna og tvær 8 stunda vaktir á sólarhring. Þegar komið var á vakt, höfðu þeir borðað heit- an mat. I kaffihlé fengu þeir og tima á hverri vakt. Stimdvísi manna var þarna svo ótrúleg, að við vaktaskipti, mátti segja, að ekki tapaðist flatningur á einum fiski, og samsvarandi var þetta við aðra vinnu. Að haustinu, þegar vertíð var búin, skáru Norðmenn önglana af taumunum og taumana af línunni. Afhentu svo allt i birgðaskemmuna, en ein lína var tekin frá og geymd sem vitni um nýtni við veið- arnar, en hún bar með sér, að hún hafði verið sett saman, „splæst“ á 25 stöðum Þegar ég spurði Geir um álit hans á ís- lenzkri útgerð við Grænland, sagði hann, að þar þyrfti allt að vera vel undirbúið og þrauthugsað, svo að hægt væri að kom- ast að mestu hjá mistökum. Enn sagði hann, að slíkir leiðangrar þyrftu að hafa að baki sér mikið fé. Geir flakaði hér fyrstur fisk. Eins og kunnugt er, frysti Sænsk-ísl. frystihúsið um árabil fisk í heilu lagi, og var hann þannig sendur á erlendan mark- að. I leiðangri sinum til Grænlands kynnt- ist Geir Zoega hins vegar flökunaraðferð- inni, og varð þess var, að flökin líkuðu þegar mjög vel í Englandi, og voru í alla staði auðveldari í meðferð og aðgengi- legri til matreiðslu og sölu en hinn heil- frysti fiskur, hvort sem var stór eða smár. Þegar Geir kom því heim frá Grænlandi, kom hann að máli við Gústafsson og benti honum á þetta, en hann taldi ýmis tor- merki á, m. a., að menn kynnu hér ekki að flaka fisk. Það sagðist Geir skyldi kexrna, og tæki það ekki langan tima. Varð þetta að samkomulagi, og fór Geir þegar niður til Zimsens, keypti þar hina réttu flökunar- hnífa og flakaði nokkra fiska í návist ágætra manna, sem eftir það flökuðu mikið af fiski í Sænska-íshúsinu. Má því með sanni segja, að Geir Zoega hafi verið upphafsmaður þess, að flakaður fiskur yrði hraðfrystur og fluttur þannig á erl.markað. Fiskflutningar á stríðsárunum. I september 1940 sendi Hellyer hing- að 3 skip til fiskflutninga, og tóku þau fisk á Akranesi, Keflavik og á ísafirði. Á vetrarvertíðinni fjölgaði skipunum mik- ið, en á miðju sumri 1941 afhenti Hellyer þessa fiskflutninga til Ministery of Food, en um leið fjölgaði skipimum mikið, en þeir höfðu þá einkaleyfi á útflutningi á ferskum fiski fyrir Faxaflóa og Vestfirði. Á Isafirði höfðu þeir mótorbáta til flutn- inga á fiskinum frá smærri; höfnunum. Hjá Min. of Food voru alltaf 16 föst skip í þessum flutningum, ep þegar það dugði ekki, voru fengin skip frá Min. v. Transport, sem hingað komu með salt eða sement. Á þessum árum hafði Geir og skrif- stofa hans mikið að gera. Allar stöðvar úti á landi, hringdu alltaf milli kl. 1 o og 11 á morgnana til þess að fá fyrirskip- anir, og oft varð að taka ákvarðanir fljótt. Geir var frá byrjun framkvæmdarstjóri hér, og mun vera eini útlendingurinn, sem fengið hefur prókúru fyrir ensku krúnuna. Einu sinni skrifaði Geir undir tvær ávísanir í einu fyrir fisk, fyrir sam- tals 6 milljónir króna. Þessi skip voru frá 8 þjóðum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Póllandi, Belgíu, Hol- landi, Frakklandi og Bretlandi, og var góð samvinna við alla aðila. 8 skip voru skotin niður, en þó ótrúlega lítið um mann- skaða. Eitt skipið Rota, fór í stríðinu 35 ferðir yfir hafið með ferskan fisk, án þess að vera nokkru sinni í skipafylgd. Geir vorkenndi tiðum þessum mönnum að leggja af stað frá landinu á þessum ör- lagaþrungnu tímum, en aldrei kveinkuðu þeir sér við að fara af stað, en fóru hverju sinni hiklaust og óttalausir. „Ég ætla að heimsækja þig, hvar sem þú verður.“ Frá barnæsku Geirs var hann kunn- ugur Jóni heitnum frá Heimaskaga, sem margir munu kannast við, en á þeim árum var Jón skipstjóri á skipi föður Geirs, kútter „Sjönu.“ Þeir voru þvi vinir alla ævi, og hin síðari ár útvegaði Geir Jóni mikla atvinnu á togurum Hellyers, og ann- arra. Þegar Jón lá banaleguna kom Geir til hans sem oftar, en í þetta sinn skýrði Geir Jóni frá því, að hann væri á förum til Englands og Danmerkur, og mundi líklega verða 6 vikur í ferðinni. Þá segir Jón: „Mér þykir fyrir því, að þú skulir verða svon lengi að heiman, því að ég verð dauður og grafinn, þegar þú kemur aftur, en ég ætla að heimsækja þig hvar sem þú verður.“ Geir tók þetta tal Jóns ekki alvarlega, fór í sina ferð, og kom aldrei í hug þetta samtal við Jón, eða neitt í sambandi við hann. Þegar til Kaupmannahafnár kom, var hann — eða þau hjónin — á hótel Cosmopolite.“ Einn morguninn segir Geir svo við konu sína: „Nú dó Jón Ámason í nótt. Hann kom til mín kl. 5 í morgun.“ Þá stóð samtal hins deyjandi manns ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum Geirs. Hann skrifaði þetta í dagbók sína og það kom heim, Jón hafði dáið þennan tunrædda dag, og kom til Geirs, þar sem hann var staddur, eins og hann hafði lofað. 118 A K R A N E S

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.