Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 19

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 19
Lagt inn á nýjar brautir. Árið 1927 framkvæmdi „Héðinn" i sam- vinnu við „Hamar“ stærsta verkefnið, er íslenzkar vélsmiðjur höfðu leyst aí hendi til þess tíma. Var það smíði olíu- geymanna í hina nýju olíustöð Shell h. f. við Skerjafjörð, Byrjað var á verkinu i júnimánuði þá um árið og því nær lokið í desember. Smíði geymanna þótti takast vel og vera eins vel af hendi leyst eins og á fyrsta flokks smiðastöðvum erlendis. Var þetta verk mikill sómi fyrir íslenzka járnsmíðastétt. Samhliða skipa- og vélaviðgerðum hóf „Héðinn" strax á fyrstu starfsárum smiði ýmissa hluta, og varð sú smíði margbreyti- legri með hverju árinu. Smíðuð voru stál- grindahús, olíu- og lýsisgeymar af mörg- um stærðum, vatnshjól og túrbínur, eim- katlar, lyftikranar, svo og ýmiss áhöld, er notuð voru við togveiðar. Þegar litið er yfir fyrsta tuginn í sögu fyrirtækisins, má segja, að verkefnin hafi verið ærið mörg og yfirleitt nóg að starfa. En er harðna tók í ári hjá togaraútgerð - inni á árunum eftir 1930, hafði það eðli- lega fljótt áhrif á aðrar atvinnugreinar landsmanna þ. á. m. járniðnaðinn. Árið 1932 var haldinn í Reykjavík iðn- sýning, er vakti verðskuldaða athygli landsmanna. Þar gafst almenningi á að líta, hvar iðnaðurinn var á vegi stadduv hjá þjóðinni. „Héðinn“ tók þátt í iðnsýn- ingunni og sýndi þar ýmsa smíðisgripi og framleiðslu þ. á. m. stálhúsgögn og lýsisvinnslutæki. Framleiðsla lýsisvinnslutækjanna mark aði nýtt timabil i sögu fyrirtækisins og jafnframt í vinnslu sjávarafurða á íslandi. Smiðuð voru slík tæki fyrir togaraflot- ann, og lýsisverksmiðjur reistar víða um land. Við þessar framkvæmdir naut „Héð- inn“ sérþekkingar Ásgeirs Þorsteinssonar, verkfræðings, sem er frumkvöðull að bættri lýsisvinnslu hér á landi. Stofnendur „Héðins höfðu óbifandi trú á getu islenzks jámiðnaðar. Áhugamál fyrirtækisins beindust því eðlilega að öllu því, sem verða mótti til að auka liagnýt- ingu sjávarafurða, enda varð skammt að bíða, að „Héðinn“ hóf framkvæmdir fyrir lrinar ýmsu framleiðslugreinar sjávarút- vegsins. Smiðjan tók að sér í vaxandi mæli smíði ýmissa hluta, er áður voru keyptir erlendis frá. Langþráðu marki náð. Stærsta áhugamál forráðamanna ís- lenzks járniðnaðar um langt skeið hafði verið að koma hér upp fullkominni skipa viðgerðarstöð, er framkvæmt gæti allar viðgerðir (flokkunarviðgerðir) á skipum okkar íslendinga, svo og byggt okkar eigin stálskip í framtiðinni. Árið 1933 stofnaði „Héðinn í félagi við „Hamar“ sameignarfélagið Stálsmiðjuna, en tilgangur með stofnun þess fyrirtækis er, að framkvæma viðgerðir á byrðingum járnskipa, svo og annast aðra plötu- og ketilsmíði. Þáttaskil verða i íslenzkum járn-iðnaði árið 1936. Fyrsta síldarverksmiðjan, sem íslenzk vélsmiðja sá um að koma upp, var reist á Seyðisfirði það sumar. Norðmenn, sem verið höfðu einráðir í þessari grein járniðnaðarins á fslandi, voru þar snið- gengnir í fyrsta sinn. Ári?> eftir sá „Héð- inn“ um að reisa þrjár síldarverksmiðjur í viðbót, þ. e. ó Húsavík, Bíldudal og Akra- nesi. Allt voru þetta smáar verksmiðjur. en svo má heita, að upp úr því flytjist slíkar framkvæmdir yfir á hendur islenzks járniðnaðar. „Héðinn“ tók nú að smíða ýmiss tæki og vélar fyrir síldarverksmiðjur og sá um uppsetningu verksmiðja víða um land. Aukin verkefni kröfðust stærri og betri húsakynna. Er heimsstyrjöldin síðari brauzt út, fluttust allar véla- og skipaviðgerðir inn í landið, og tekið var til að smíða enn fleiri hluti, er áður höfðu verið aðfluttir er- lendis frá. Kröfur þær, sem járniðnað- urinn varð að fullnægja, fóru 'sífellt vax- andi, og reynsla járniðnaðarmanna óx að sama skapi. Fullkomnar flokkunarviðgerð ir (klössun) voru framkvæmdar á fjöldn togara. Árið 1941 var reist fullkomin málm- steypa, sem „Héðinn“ og „Hamar" eru eigendur að. Nefnist fyrirtæki þetta Járn- steypan h. f. Vegna hinna síauknu verkefna, scm hlóðust að fyrirtækinu, margfaldaðist starfsliðið og húsakynni öll í Aðalstræti urðu of lítil. 1 Aðalstræti var „Héðinn" til húsa í 20 ár, og er stafsemin fluttist þaðan, var gólfflötur smiðjunnar orðinn 489 fermetrar. Vorið 1941 var hafizt handa um byggingu hinna reisulegu heimkynna smiðjunnar við Seljaveg. Hefur þeirri upp- byggingu verið haldið áfram jafnt og þétt. Er gólfflötur húsakynna smiðjunnar nú um 6.580 fermetrar. Hefur þvi gólfrýmið 110 faldast frá stofnun fyrirtækisins og 14 faldast frá þvi sem var í Aðalstræti. Byggingum Héðins er skipt í deildir eftir hinum ýmsu verkefnum, sem þar eru unnin: Rennismiðadeild, logsuðu- og rafsuðudeild, vélaviðgerðir, eldsmiðja, ný- smíðadeild, sandblástur og málmhúðun 0. fl. Efnisgeymslur taka einnig mikið rúm. Stór matsalur og nýtízku eldhús í sam- bandi við það er á annarri hæð hússins. Starfrækja starfsmennirnir þar sjálfir sitt eigið mötuneyti, en smiðjan leggur til húsnæði og áhöld. í nyrzta liluta aðal- byggingarinnar eru til húsa skrifstofur fyrirtækisins, teiknistofa og vélaverzlun. Á efstu hæð þeirrar álmu er samkomusalur til afnota fyrir starfsmannafélag smiðj- unnar. Stórstígar framkvæmdir á sviði nýsmíða. Stórstigar framfarir hafa átt sér stað í atvinnusögu þjóðarinnar síðustu tíu árin. Þróun fyrirtækisins þriðja áratuginn er nátengd þeim framfara- og bjartsýnishug, er einkennir þetta tímabil öðru fremur. Or sýningardeild. HéSins á ISnsýningunni 1952. FramleiSsla þvoítavéla er nýjung í íslenzkum iSna'Si. Vélarnar eru framleiddar sameiginlega af HÉÐNI og RAFHA. AKRANES 127

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.