Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 12

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 12
stað;'3- Þuríður kona Jóns Árnasonar á Skútustöðum föður þeirra síra Áma á Skútustöðum, Sigurðar á Yztafelli og þeirra systkina; og 4. Fríðrika kona Jóns Hinriks- sonar föður Jóns alþingismanns í Múla. Kona Baldvins var Soffía Jósafatsdótt- ir á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal Tómassonar stúdents Tómassonar, sem mikill og merk- ur ættbálkur er frá kominn. En móðir Soffíu var Helga systir Jóns hins stjörnu- fróða í Þórormstungu, þess er Bjöm Gunn- laugsson ritaði um. Bróðir Jósafats var síra Jóhann á Hesti faðir síra Jóhannesar á Kvennabrekku. Tæki það of langan tíma að rekja.þessar miklu ættir nánar. Þau Baldvin og Soffía fluttust vestur um haf sumarið 1873 og með þeim öll þau böm þeirra, er þá voru fædd, og öll urðu hið mesta merkisfólk. Á meðal þeirra var Helga, þá fjórtán vetra, fædd 3. desember 1858. Samskipa þeim urðu skáldin Step- han G. Stephansson og Kristinn Stefáns- son. Vestra urðu þau Stephan og Helga um eitt skeið nágrannar og var með þeim góð vinátta. Svo má segja að eitt og sama hlutskifti biði allra íslenzkra innflytjenda fyrir vest- an haf, það hlutskifti að vinna stranga erfiðisvinnu með litlum tómstundum og iðulega við harðneskjulegan aðbúnað. Svo varð það líka fyrir þessari fjórtán ára telpu. En þó að hún réði ekki yfir öðrum tíma en nóttunni, og um skólagöngu gæti þannig ekki verið að ræða, tókst henni samt að mennta sig ágætlega, enda skorti hvorki skarpar gáfur né kappsamlega á- stundun. Er talið að hún yrði vel að sér í enskum bókmenntum og íslenzkum. Hún hafði frá blautu barnsbeini ort ljóð og eru til góð kvæði eftir hana frá því áður en hún fór vestur og önnur frá fyrstu mán- uðunum þar. Þau, sem ort voru eftir að vesturförin skyldi ráðin, sýna hve nauðug hún fór, og hin djúpa heimþrá læknaðist aldrei enda þótt það ætti fyrir Helgu að liggja að lifa hátt á sjöunda áratug i Vesturheimi og verða nær 83ja ára gömul. Hún andaðist fyrir ellefu árum vestur á Kyrrahafsströnd hjá dóttur sinni, Sophiu Kyle, sem ásamt manni sínum, bar hana á höndum sér og sýndi henni alla þá ástúð og umönnun, sem nokkur dóttir getur sýnt elskaðri móður. Þegar Helga Baldvinsdóttir fæddist, bjuggu foreldrar hennar á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal, en Gröf í sömu sveit þegar þau fluttu vestur. Bæði voru þau miklum hæfi- leikum búin til sálar og líkama og bæði skáldmælt, þó að flestur sé kveðskapur þeirra nú að líkindum glataður. 1 frá- sögur er það fært, að maður nokkur svaka- fenginn kvað: Löngum þó ég leiki glatt og listir margar vinni, mim ég varla fara flatt fyrir veröldinni. 1 þessu mun Baldvin hafa þótt kenna nokkurs oflætis og svaraði hann: Þú ef leikur þér of glatt þár af hljótast kynni að þú síðar færir flatt fyrir eilífðinni. Hann var glæsimenni svo af bar, hinn mesti íþróttamaður, þjóðhagasmiður, völ- undur bæði á tré og málma. Vera má að elzta vísan, sem geymst hefir eftir Helgu, eða Undínu, sé þessi, kveðin meðan hún var enn í bernsku, og sýnir þá þegar bæði skáldið og hagyrð- inginn; svo snemma beygðist hjá henni krókurinn til þess er verða vildi: Hnígur sunna, og sígur svartur skuggi á dal bjartan, fríðum í fjalla hlíðum fjóluna bærir gjólan; eftir létt eyrum sléttum ítækur streymir lækur, i móiun litlum lóum leiðist ei við sín hreiður. I þessu erindi finnum við ekki annað en kvíðalaust æsku-yndi og samúð með því sem fagurt er í náttúrunni. Og æfi- langt förlar þeirri samúð aldrei. En því er miður, að eins og svartur skuggi seig á dal bjartan, svo áttu einnig hræðilegir skuggar miskunnarlausra örlaga eftir að leggjast yfir skáldkonunnar eigið líf, eins og ég mun brátt víkja að. En engin frost- viðri æfidaganna megnuðu nokkru sinni að kæla hjartað eða seyra þá miklu mann- göfgi, sem þessari konu var meðfædd. Hún flutti þetta með sér gegnum allt lífið, og í sinum Jjungu raunum afklæddist hún aldrei skikkju gleðinnar, heldur varðveitti hún alla tíð hið ytra skin hennar og gat sífellt glatt aðra, þó að hennar eigin hugar- kvöl væri lítt bærileg. Sá siðferðisþróttur, sem til slíks útheimtist, er mikil guðs- gjöf og fáum gefin í svo ríkulegum mæli. Guðmundur Finnbogason lýsti Steingrími Thorsteinsson látnum þannig, að hanrx hefði verið blíÖskáld, og fann þá eins og löngum endranær rétta orðið. Ef hann hefði ritað um Undínu, hefði hann senni- lega lýst henni á sama hátt. Helga mun ekki hafa verið nema örlítið yfir tvítugt þegar hxin giftist Jakob Jón- atanssyni Líndal frá Miðhópi í Víðidal. Þau voru systkinabörn að frændsemi og höfðu orðið samferða vestur. Bæði voru þau glæsilega falleg í sjón og Jakob var ágætlega gefinn maður og menntaðist vel. Hann fékk góða stöðu sem réttarritari í Pembina. En ölhneigð hans var slík að við hana réð hann ekki og gerðist of- drykkjumaður. Hjónabandið varð fjarska ófarsælt, og unni þó Helga manni sín- um umfram allt í veröldinni. Loks slitu þau samvistir árið 1892. Þau höfðu eign- ast að minnsta kosti fimm böm, en þá lifðu aðeins tvö, Stefán og Sophia. Með þau fluttist Hélga til bróður síns og vann fyrir þeim að öllu leyti ein. Allmörgum árum síðar kynntist hún skagfirzkum manni, Skúla Stefánssyni, er hún giftist, og með honum eignaðist hún einn son. Walter að nafni, sém nú mun vera á milli fimmtugs og sextugs. Þetta siðara hjónaband hennar varð að sama skapi hamingjuríkt sem hitt hafði verið vansælt, en þenna ágæta mann sinn missti Helga eftir fáxra ára sambúð, og síðar missti hún Stefán son sinn; svo að nú lifa aðeins tvö af börnum hennar. Hvernig sem á þvi stendur, má heita að Helga hætti að yrkja kvæði þegar hún var um fimmtugt, en stökur hrutu henni stöðugt af vörum allt til æfiloka. Þær virtust koma nálega ósjálfrátt, en hún hirti ekkert um þær og þvi hafa þær ná- lega allar glatazt. Sjálfsagt hefir verið eftirsjá að mörgum þeiixa, en þó er það svo, að yfirleitt standa lausavísur hennar kvæðunum að baki. Um þau er það sann- ast sagna, að öll eru þau góð, en að sjálf- sögðu misjafnlega góð. Skapfesta og göf- ugleiki höfundarins skín allsstaðar í gegn, en eins og æfikjör Helgu voru, segir það sig sjálft, að beinlínis glaðvær eru þau sjaldan, einkum þar sem yrkisefnin eru oftast tekin úr daglega lífinu. Þau eru angurblíð, og í þeim kvæðum, sem hún orti um það leyti sem þau hjónin voru að skilja, er ákaflega djúp og sár hryggð, þó að undurfögur séu þau, eins og t. d. þessi erindi, sem hún nefnir „Á hafs- botni.“: Á hafsbotni sit ég vinur og harma þig æ, minn hjartfólgni sárþreyði vinur; en dauflegt og kalt er í dynjandi sæ, sem dapurt og þunglega stynur (osfrv.. sjá Kvœöi, bls. 153). Við þurfum ekki að efa það, að í því hefir verið svölun og lækning að geta þann ig „kurlað kvöl í orð,“ og að gera það, hefir verið athvarf Undínu í raunum henn- ar. Ég vil taka önnur fjögur erindi, sem eru ort rétt eftir af því litla tilefni að barn ætlaði að næla blómi á treyjubarminn hennar, en svo var hjarta hennar þá sund- urflakandi, að hún gat ekki þolað að sjá sig þannig skreytta: Festu’ ekki blómknapp á brjóstinu á mér. því blómknappar fríðir mig særa; sárt er mitt hjarta og svíða því fer við sárinu’ ef eitthvað vill hræra; tíð sú er liðin er tíndi’ eg mér blóm, tíð sú er liðin að örlagadóm (osfrv., KvæÖi Undinu, bls. 84). Þýðingar eiu ekki margar til eftir Und- ínu, en það segir sig sjálft, að með sinni meðfæddu og miklu hagmælsku og sinni fágætu smekkvísi, tókust henni þýðingar Framhald á síSu 138. 120 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.