Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 7

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 7
vinna, sem undirbúningnum var samfara, væri ekki unninn fyrir gíg, þvi þar sem dráttarbrautin var fyrir opnu hafi, gat aukixm vindstyrkur eða versnandi sjólag útilokað uppsátur og jafnvel valdið þvi að endurbyggja þyrfti brautina ef hún rask- aðist. Þegar slippstjórinn hafði eftir at- hugun ákveðið setningu var búkkinn rað- að með vissu millibili það langt niður, að neðri endar búkkanna voru settir á botnstöpulinn og festir við sliskjukant- inn þannig að þeir drægjust ekki frá þó á reyndi, síðan var sett tré 6 X 7“ fyrir hliðarsliskjur i þeirri hæð, sem ætlað var að „lífplankar“ skipsins væru, þetta var allt fest saman með járn „hökum,“ þannig myndaðist renna til að draga skipið upp i. Þegar þessu var lokið var borið járn á þá búkka, sem í sjó voru, svo að þeir flytu ekki upp. Á sinna þeirra voru settir plankar og á þá var steypt járngrýti, sem mikið var til af og flutzt hafði hingað sem kjölfesta í skipum, en á aðra búkka var borin þung ankerskeðja. Vinnunni þurfti að haga svo, að byrja undirbúning með útfalli, fylgja sjávarfallinu og ljúka verkinu áður en sjórinn rann á aftur. Sið- asta verkið við myndun uppsátursrenn- unnar var að bera feiti á botn sliskjunnar og á hliðartrén, það var samansoðin tólg, og lýsi, tréð þurfti helzt að vera þxnrt, svo að tólgin festist við það og gæti húð- að vel, því þykkari húð, því hálari varð brautin og þar af leiðandi léttara sátrið. Með hálfföllnum sjó var farið að undir- búa skipið til settnings. Því var komið fyrir við dufl, sem var beint aftur af skipinu, en taug var sett í framendann frá landi. Þá voru 4 hliðarfestar til að halda skipinu beinu fyrir. Framtaugamar sín hvom megin á „hakkabrettinu.“ Stjóm þessara tauga var vandasamt verk því ef skipið bar ekki rétt að, gat það festst fyrir utan botnsliskjuna, eða búkkarnir skekkst svo að hætta varð við sátrið. Vegna þessa voru því alltaf sömu mennimir, sem höfðu verk þessi með höndum. Skipið var dregið áfram á landfestinni með aðstoð akkers- spilsins, þannig að spilmöndullinn, sem akkerskeðjurnar leika um var notuð til að draga skipið fram, en „kopparnir“ vom notaðir fyrir hliðartaugamar til að halda skipinu í réttu horfi að framan. Við þessi verk voru 3 menn, 1 við hvora taug, að aftan vom svo 2—3 menn til að slaka á afturtaug, þvi ekki mátti gefa meir út að jafnaði en fram gekk. Svo voru aðrir 2—3 menn við þá taug, sem áveðurs var en 1 dugði við hliðartaugina á hléborða. Til þessa voru „pollar“ skipsins notaðir og voru vöfin um þá eftir þvi hvað vind- ur eða straumur var þungur. Áður en skipið kom of nærri landi var rennt und ir það „skónum,“ það var planki úr 3“ ca. 2“ mjórri en sliskjan, svo hann gengi auðveldlega niður i hana þvi á skónum var skipið dregið í sliskjunni, hann var ör- lítið kúptur að neðan. Að ofan vom settar á hann, — með 18“ millibili — 3“ planka- bútar og sneru þeir þversum til þess að verja því, að hann klofnaði. 1 skónum að framan var mikill hringur, sem dráttarblökkin var fest í, þá voru einnig boltuð í skóinn járnstykki, sem stóðu nokkuð upp í loftið frá báðum könt- um með augaboltum á endunum. Stykld þessi voru á báðum endum, þarna var einn- ig komið fyrir járni, svo skórinn sykki auðveldlega. Honum var sökkt fyrir fram- an skipið og dreginn aftur eftir því og upp að kilinum á böndum, sem föst vom í auga- boltann, böndum þessum var fest aftur við afturmastur og fyrir framan frammastrið. Þegar þessu var lokið var skipið tilbúið til setnings. Slippstjórinn tók sér stöðu við framstefnið, en einn miðunarmaðm- á „messarbómunni,“ hann miðaði möstrin við land, frá miðunarmanni fékk slipp- stjórinn upplýsingar um hvernig horfði, og eftir þeim gaf hann sínar fyrirskip- anir um framdrátt skipsins. Þegar skipið stóð vel í sliskjunni að framan vom fram- hliðartaugamar festar i taliu i stórmastr- inu og með þeim var skipinu haldið á réttum kili þangað til báðar hliðarsliskj- urnar vom ömgglega fastar. Þegar skip stóð í allan kjölinn yfirgaf skipstjóri stöðu sína við stefni skipsins og fylgdist með og skipaði fyrir með festingu hliðar sliskju, þeim var rennt niður frá þilfari sín frá hvorri hlið, sliskjum þessum, sem að öllu leyti vom eins og botnsliskjan en mik- ið veigaminni og ekki lengri en 3 álnir, var hvolft yfir hliðartrén á búkkanum, þar inn, sem belgur skipsins var mestur. Tréfleigmn var rennt milli skipssiðunnar og sliskjunnar þannig að jafn þungi hvíldi á allri sliskjunni. Bátar vom hafðir til að gæta þess að fleigarnir losnuðu ekki, því það gat haft hinar alvarlegutsu af- leiðingar. Þegar hliðar sliskjunnar vom örugglega festar var öllum taugunum sleppt og um líkt leyti var skipið komið það upp úr sjó, að hægt var að festa upp- sáturstaugina í skóinn, eftir því var skip- ið dregið í naust af handsnúinni vindu, sem stóð á steyptum jarðbundnum palli ca. 10 álnir frá efri enda botnbrautar- innar. Mnt kona og merk Þegar ég móttók nýlega hið yfirlætis- lausa rit, HLlN, fletti því og las i skyndi ýmislegt, reikaði hugurinn auðvitað tii þeirrar ágætu konu, sem svo traustlega hefur staðið að baki því um tugi ára. Þar er hugsjóna-kona á ferð, heilluð af vit- undinni um köllun, sem vinna beri lát- laust að, þótt stundum sýnist seint miða. AKRANES vill þvi nota tækifærið til þess að þakka henni sína óeigingjömu, mikils- verðu varðstöðu í ísl. þjóðlífi. Fyrir dyggð hennar og drengskap við þessa mikilsverðu hugsjón, sem hún hefur þjónað allt sitt líf, eins og hún væri fædd til þess eins; sem hún líka eflaust er. Þrátt fyrir, þótt Halldóru Bjamadóttur finnist, að ekki sé nógu mikið af hug- sjónum hennar orðið að veruleika, mun hún þegar sjá mikla ávexti iðju sinnar, og enn mun þjóðin lengi njóta starfs hennar beint og óbeint, þakka það og meta. Ó. B. B. Gamlar byggingar, gömul skip. akranes 115

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.