Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 13

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 13
Edvard Haraldsen, yfirkennari: Albert $chwett%ev Það kemur sjaldan fyrir, að snilldar- gáfur, og framúrskarandi þekking sam- ræmist kærleika, sem öllu fórnar. 1 Al- bert Schweitzer samræmist speki og djúp- hyggja Goethes ósamt mannvináttu hans, samhyggð Frans frá Assissí og vinarþeli til alls, sem lífsanda dregur. Hann er maður- inn með skarpa heilann og heita hjartað, presturinn, læknirinn, heimspekingurinn og hljómlistarmaðurinn. Hann tók ó sín- um tíma fjórar doktorgráður en stakk við fótum á glæsilegri visindabraut til þess að geta farið til Kongo og unnið þar hlutverk miskunnsama Samverjans. Hugsanir og ævistörf þessa óviðjafnanlega manns hafa mótast af göfugustu hugsjónum og lýst eins og leiftur á myrkum spillingartímum. Albert Schweitzer er fæddur 1875 í sveitaþorpinu Kaysersberg, en fluttist hálfs árs gamall til Gúnsbach í Elsass, hann var stoltur af því, að fæðingarár hans var frægt vínár. Tveir aðalstraumar í menn- ingarlífi Evrópu, sá þýzki og franski mæt- ast í landamærahéraðinu Elsass. Alrangt væri þó að hugsa sér hann, sem son ann- arrar þjóðarinnar, sem ákveðið hefur ör- lög Elsass. Hann talar bæði þýzku og frönsku og er jafnfús til þess að tala bæði málin. Flestar bækur sínar hefur hann skrifað á þýzku og þýzka er líka töluð á heimilinu, á hinn bóginn var það fjöl- skylduvenja að skrifa öll bréf á frönsku. Uppruni ættarinnar, sem rekur rætur til beggja þjóðanna hefur gert Schweitzer ónæman gegn öllum þjóðernisrembingi. Báðar þjóðirnar hafa líka keppst við að heiðra hann. Árið 1928 veittu Þjóðverj- ar honum Goetheverðlaunin (samsvarandi sænsku Nobelsverðlaummum) og nýlega var hann kosinn meðlimur frönsku aka- demíunnar. Mannkærleiki hans og menn- ingardýpt hefur gert hann að alheimsborg- ara, ef til vill ekki í nýmóðins merkingu orðsins en á sama hátt og Fridtjof Nan- sen og Nathan Söderblom. Forfeður hans voru prestar og kennarar, svo andlegar iðkanir voru honum í blóð bornar. Helmingur íbúanna í Gúnsbach voru mótmælendur en hinn helmingurinn kaþólskir, en þar var ekki nema ein kirkja, sem báðir söfnuðurnir urðu að nota. Þetta geklc alveg eins og í sögu, faðir Alberts og kaþólski presturinn voru góðir vinir og hjálpuðu hvorir öðrum við vinnuna. Frjálslyndi það, sem hann átti að venj- ast í bernsku bæði hvað þjóðernis- og trú- mál snerti hefur alla tíð sett svip á verk hans. Hann hefur flestum öðrum frem- ur skilið takmörk mannlegrar meðvitundar *• í leitinni að skilningi á eðli og tilgangi til verunnar, þessvegna verða liugsanir allra manna um liið guðdómlega ófullkomnar og fullar af bláþráðum, aðeins fálmkennd- ar tilraunir til þess að lýsa með orðum þvi sem er öllum mannlegum skilningi of- viða. Þessi glöggi skilningur á því, að öllu mannlegu eru takmörk sett verða til þess að auka virðinguna fyrir öllum lífsskoð- unum, sem fram eru bornar af heilum huga. „Samlyndi þar sem ekkert annað á við, frelsi í vafaatriðum, ást í öllu“ þessi orð gamals spekings gæti Albert Schweitz- er eins vel hafa sagt. Snemma fór að bera á hljómlistargáf- um Alberts, faðir hans kenndi honum að spila á slaghörpu og 8—9 ára að aldri lék hann á kirkjuorgelið í forföllum organ- istans. Hann var ákaflega viðkvæmt barn. 1 bókinni um bernsku- og æskuárin, — sem raunar er ein allra fallegasta bók hans — segir hann að neyð, sársauki, ang- ist, sorgir og þjáningar, sem kvelja svo að segja allt, sem lifir og hrærist hafi þá þegar valdið honum miklum áhyggjum og oft gert hann dapran og kvíðandi. I kvöldbæninni kenndi móðir hans hon- um að biðja fyrir öllum mönnum bæði nær og fjær, en þegar mamma hans var farin bætti hann við. „Góði guð, blessaðu og varðveittu allt, sem lifir og andar, verndaðu það gegn öllu illu og láttu það sofa í friði.“ Hann fór í menntaskóla í Múhlhausen og hafði þá auk sögu mestan áhuga fyrir náttúruvisindum. Kennarinn gerði allt, sem í hans valdi stóð, til þess að gera drengjunum náttúruundrin skiljanleg t. d. rafmagnið, klofning ljóssins, snjó, hagl, þrumur og eldingar, hafstrauma o. s. frv. Þótt hinir drengimir væru ánægðir og teldu vandamálin leyst var Albert á allt öðru máli. Honum fundust útskýringarn- ar ekki vera annað en lýsingar, sem gerðu málin enn leyndardómsfyllri. Þá þegar var honum ljóst, að það sem við köllum lif og kraft yrðu sí og æ óræð fyrirbrigði. Þegar hann á gamalsaldri hugsar um bernsku- og æskuárin og hversu góð skil- yrði hann átti við að búa, þá fylltist hann þakklæti til greindra og gegnra ættingja og vina, sem beindu geislum þekkingar og skilnings að huga hans. Hann segir: „Mikið af okkar andlegu fjársjóðum eigum við öðrum að þakka t. d. frjálslyndi, mildi, Albert Schweitzer. auðmýkt, kraft til þess að fyrirgefa, sann- leiksást, trygglyndi, styrk til þess að þola þrautir. Allt þetta og margt fleira lærum við aðeins af þeim, sem geta framfylgt þessum dyggðum í verkiun sínum. Dyggða- kenningar án verka eru einskis virði. Oft gerum við okkur ekki grein fyrir áhrifum atburðann fyrr en langur tími er liðinn, alveg eins og fegurð lands og laga verður okkur ekki fullkomlega ljós fyrr en hún birtist í öllum sínum ljóma i minningum munans." Albert Schweitzer álitur að ókleift sé að skapa nýjar hugsanir í nokkr- um manni og er hvað þetta snertir Sókra- tes sammála. Oftast eru allar hugsanir geymdar í sálardjúpunum, annaðhvort sem vaxandi vorgróður eða eins og elds- neyti, sem funað getur upp í blikandi blossum. En þessar hugsanir vakna ekki né tendrast fyrr en neistinn frá einhverj- um öðrum hrekkur inn í hugann á sama hátt og vorsólin vekur allt, sem blundar i vetrarmoldinni. Þetta ætti að færa okkur heim sanninn um það hversu mikil áhrif við getum haft á aðra bæði til góðs og ills. Þegar Albert hafði lokið stúdentsprófi fór hann til Strassburg til þess að nema guðfræði og af einhverri tilviljun bjó hann í sama húsi og Goethe hafði búið í fyrrum meðan hann dvaldi i borginni. Á þvi leik- ur heldur enginn efi, að Schweitzer telur sig andlega skyldan Goethe. Djúpur skiln- ingur hans á verkum skáldsins og virðing hans fyrir minningunum um skáldjöfur- inn hefur birzt í fjölda fyrirlestra, sem hann hefur haldið um Goethe. Þessir miklu andans menn áttu sammerkt í þvi, að hungra og þyrsta eftir þekkingu og þar eð niðurstöður annarra hafa ekki fullnægt leitandi sálum þeirra hafa þeir sjálfir haf- AKRANES 121

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.