Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 16

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 16
Gísli J. Johnsen: __ # Ekkí er þar oflof tim Islendínga Vestmannaeyjar. Á bls. 171 segir nokkuð frá Vestmanna- eyjum. Þar er þeirri fáránlegu staðleysu haldið fram, að 1912 sé enn eingöngu not- ast við opna báta til fiskveiða í Eyjum. Það er furðulegt, að ísl. embættismaður skuli halda svona vitleysu fram og skuli ekki fylgjast betur með þróuninni. Því fremur sem sýslunefnd Vestmannaeyja leitar 1906 eða 7 umsagnar landsverkfræð- ings Krabbe, um hvernig heppilegast sé að leggja vélbátunum i hinni opnu höfn. En hann lagði til — eins og landfrægt varð, — að reka niður í hinn lausa sand- botn staura fyrir hvern bát. Fyrsti mótorbáturinn kom til Eyja 1904, en upp frá því fjölgar þeim mjög ört og óslitið, þar til í stríðsbyrjun 1914, en á því tímabili mun talan hafa náð hámarki igi2, einmitt það ár, sem höf. telur enn notast við opin skip. Það sem sagt er á bls. 176 um bátaflotann er svo fjarstæðu kennt að engu tali tekur. Ég vil aðeins spyrja. Hvar var hinum 63 áttæringum komið fyrir, sem sagt er að stundað hafi veiðar í Eyjum 1912? Eða hvernig urðu allt í einu til á einu ári 60 opnir mótor- bátar allt að 12 tonna? Allt, sem sagt er um Vestmannaeyja- höfn á bls. 173, þyrfti og mætti skrifa um langt mál, því að það er ein sorgarsaga um mikil óhöpp, sem á aðalorsök í því, að Krabbe og þeir „dönsku“ fengust ekki til að ljá eyru eða taka tillit til ábendinga innfæddra manna í Eyjum, og þvi fór oft sem fór. Ég trúi á Jesú, hinn eilífa Krist, sem var, sem er og verður að eilífu og sem þiggur ekkert náðarbrauð af sögurannsókn- um. En enginn skilur hann nema sá, sem lifir í hans anda og samkvæmt boðum hans. Hann kemur til okkar eins og sá ókunni, sem enginn veit hvað heitir, þann- ig kom hann líka til lærisveinanna við ströndina forðum. Hann segir við okkur eins og þá: „Komdu og fylgdu mér.“ Hann lætur okkur í té þau verkefni, sem hann vill að leyst verði á okkar dögum. Þeim, sem hlýða honum — ríkir eða fátækir í anda, — mun hann birtast í þeim friði, starfi, stríði og þjáningu, sem við skynjum i félagi við hann. Og eins og ósegjanlegum leyndardóm fáum við að komast að raun um hver hann er. ólafur Gunnarsson, frá Vík í Lóni, þýddi. Varnargarðarnir eru mjög illa gerðir, sérstaklega þó Hringskersgarðurinn, sem árlega þarfnast stórkostlegs viðhalds, allt sökum þess, hve hann var illa gerður upp- haflega. Eflaust hefðu alvarlegri skemmd- ir orðið á garðinum, ef ekki hefði um tíma notið við raunhæfra athugana og viturlegra tillagna og verkstjórnar Finn- boga Rúts Þorvaldssonar, verkfræðings. Ekki hefur sá, er þetta ritar heyrt, það fyrr, að Vestmannaeyjar séu sameign rík- is og bæjar. Á bls. 175 talar höf. um óhreint vatn og slæman saltfisk. Þetta mun hljóma einkennilega í eyrum Eyja- manna. Þar segir ennfr., að 1940 sé búið að verja til hafnarinnar 214 milljón kr„ það virðist nokkuð fjarstæðukennt. Á bls. 176 nefnir hann einnig 100 m. bátabrú, 10 m. breiða, sem byggð hafi verið 1943 „innan hafnarinnar." Hvar er þessi bryggja? — SÍÐARI GREIN — Á bls. 179 og áfram, ræðir höf. um hafnarbætur almennt. Á bls. 191, í frá- sögninni um Akureyri, minnist höf. ekk- ert á, hvernig tókst um byggingu hinnar fyrstu Torfrmessbryggju, en það er Akur- eyringum áreiðanlega minnisstæðara. Á bls. 194—197, segir höf. mjög ein- kennilega og ónákvæmt frá öllum fram- kvæmdum þeirra staða, er þar um ræðir, enda munu landar hans þar lítt koma við sögu. Að lokum kemst hann til Hafnar- fjarðar og nefnir þó aðeins lauslega hina all-miklu hafskipabryggju, sem byggð var þar 1911—12, undir umsjón, og eftir teikn- ingum Jóns ísleifssonar verkfræðings. En það hefur aldrei heyrzt annað en að þessi framkvæmd hafi tekizt vel og komið að miklu gagni. Hins vegar segir hann frá því, að N. C. Monberg, hafi síðar gert þar — eða látið gera — einhverjar mæl- ingar. En hann varast auðvitað að nefna þar rannsóknir og tillögur Finnboga R. Þorvaldssonar í þessu sambandi. Er lítt skiljanlegt, hvemig hægt er að rita um hafnir á Islandi, án þess að nefna iiafn Finnboga Þorvaldssonar. Að litlu eða engu er getið afreks þess, er einkaframtakið kom til leiðar í Kefla- vík, er Óskar Halldórsson hóf þar hafnar- gerð. Þó er vitað, að Keflavík og nágrenni býr að því enn í dag, og er alveg víst, að þar væri nú margt á annan veg, ef ekki hefði við notið áræðis og dugnaðar Ósk- ars. Enn um rafmagnið. Á bls. 227 og 228 er talað um ástæð- umar fyrir því, hversu Reykjavík réðst i hygingu rafstöðvar, og að valið hafi verið gas frekar. Býst ég við, að þetta þ.yldi frek- ari greinargerð, og ef til vill kemur hún í hinni nýju bók Kn. Zimsens. Á bls. 243 og 246/7 lýkur lýsingu höf. á rafmagns- stöðvum landsins. Óneitanlega vekur það nokkra athygli lesandans og jafnvel undr- un, að hann minnist alls ekki— nema í upptalningu — á þær rafstöðvar, sem byggðar hafa verið af, eða fyrir milli- göngu „leikmanna,“ eða einkaframtaks- ins. Þannig nefnir höf. ekki á nafn ísa- fjarðarstöðina, sem þó er 1000 hö. og hið sama er að segja um Ólafsfjarðarstöðina, sem er 250 hö. Það hefði þó ekki verið úr vegi, þótt hann hefði aðeins minnst lítillega á þessi mannvirki, svo mikið gagn og þýðingu, sem þau hafa haft fyrir viðkomandi byggðar- lög. Hvaða orsakir liggja hér til skal látið ósagt, en undarlegt má það heita, þar sem bókin er rituð af manni, sem vel veit um þessar framkvæmdir og var um langt bil ísl. embættismaður. Hvört hér er um beina hlutdrægni að ræða eða ekki skal ósagt látið, en einhverjar orsakir liggja hér til. Naumast getur það hafa hryggt höf. að í þessum stöðvum hafa bilanir verið mjög litlar, og skal ég þá upplýsa hann og aðra, að koparþræðirnir í háspennulínu Isafjarð- ar voru í upphafi ákveðnir 100% gildari en ráðgert var af verkfræðingum þeim, sem um málið höfðu fjallað, og hefur reynslan sýnt, að þetta var mjög hyggi- lega gert. Sá, sem þessar línur ritar, minnist þess vel, að hann bar þetta undir erlenda verkfræðinga, en þeir töldu þetta mjög hyggilegt. Hið sama gildir um Ólafsfjarðarstöðina, enda hafa þar sama og engar truflanir átt sér stað. tJr því ég fór að minnast á þess- ar framkvæmdir, er rétt að geta þess, að megin framkvæmd Isafjarðarstöðvarinnar hafði Gísli J. Johnsen, en verkfræðingur var Höskuldur Baldvinsson, en verkið annars framkvæmt af hinu velþekkta stóra sænska mannvirkjafirma Skánska Cem- entgjnteriet í Stockholm, og af verkfræð- ingi firmans Werner. Hvað Ólafsfjarðarstöðinni viðkemur tóku þeir Gísli J. Johnsen og Höskuldur Bald- vinsson verkið að sér gegn ákveðnu fram- lagi. Og ennfremur má geta þess, að lík- lega eru þetta ódýrustu rafmagnsvirkj- anir, sem framkvæmdar hafa verið hér á landi, en standa þó i engu að baki öðrtun slikum framkvæmdum. Loks má geta þess, að Höskuldur Baldvinsson hefur komið víða við rafmagnsvirkjanir hér, þótt þess sé ekki getið í umræddri bók. Ég ætla ekki að fara fleiri orðum um rafvirkjanir landsins almennt, en ekki 124 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.