Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 33

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 33
ætlaði að vega sig út, en Helgi kippti honum niður aftur. Þórarinn sneri sér eld- snöggt að honum, og það var eins og hinn sæi glampann í augum hans. — Bíddu nú svolitið. — Það er svo sem von, að þig langi út greyið, en hvert ætl- arðu að fara? — Fyrst og fremst út héðan — svo .... — Svo hvert? — Heim. — Datt mér ekki í hug. Þú hefur aldrei verið hygginn á veraldar vísu. Það hefur kopað þér. — En ég veit ekki. — Naustið er opið og tveggjamannafar sýslumanns- ins er þar fremst við dyr. Seglið og allur farviður er í bátnum. Nú er leiði inn um allt Djúp — kannske í við hvass í mestu þotunum, en þú átt að kunna til verka. Þú getur kannske litið við heima hjá þér í nótt, en lengi máttu ekki stanza. Á morg- un veitir sýslumaður þér eftirför. En í nótt drukknar Þórarinn Halldórsson, galdrahundur, sem var sá bölvaður aum- ingi að láta taka sig fastan. Á morgun ert þú allt annar maður — gætir vel heitið Þorsteinn Þórólfsson eins og afi minn, sem var mesti lánsmaður alla sína ævi. — Og farðu nú. Nú flýtum við okkur. Þórarinn þaut út um opið á rjáfrinu, nam staðar á veggnum, svalg andartak að sér hið hreina loft og skyggnidist skyggn- um augum út yfir fjörðinn. — Hvað ertu að slóra. — Við förum bak við bæinn að naustinu, hvíslaði Helgi. Þeir mjökuðu bátnum hljóðlega út, báru hann svo yfir kambinn niður í flæðar- málið. Þórarinn gekk til Helga og kvaddi hann þéttu handtaki. — Komdu þér nú af stað — og þú þarft ekki að skila bátnum aftur. — Ég þakka þér Helgi......... — Þakkar — Ég geri þetta allt af því að ég fæ ekki að höggva þig. Nú verður það að minnsta kosti einhver annar en ég, sem brennir þig. Þórarinn ýtti bátnum, leit við áður en hann stökk upp í hann og hálf hvíslaði til Helga —: ■— Og þú færðir mér jólin. HVERSU AKRANES BYGGÐIST. Framhald af 133. síSu. Eundareykjadal, Jónssonar, Bjarnasonar, Hermannssonar frá Vatnshorni. Móðir hennar og kona Jóns á Skálpastöðum var Guðrún Jóhannsdóttir frá Þingnesi. Hjá þeim er þá í Skuld Ingibjörg, dóttir bónd- ans, þá 4 ára. Þetta ár er Ingjaldur talinn 26 ára, en Guðrún 29 ára. Ingjaldur and- aðist hinn 7. júlí 1890. Þau hjón áttu einn son, Ingjald Jón að nafni, og ólst hann hér upp með móður sinni. Hann fluttist héðan 1912 alfarinn til Reykjavíkur, kvæntist ÁKRANES SKIPAUTGERD RIKISINS Munið gðnr eÍQtn skip jStrAndferðdskipin Fíytjíð mcð þcím og fcrðist mcð þcim Útvarpið flytur auglýsing- ar og tilkynningar til lands manna með skjótum og á- hrifaríkum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja út- varpsauglýsingar áhrifa- mestar allra auglýsinga. — Auglýsingasími 1095 Ríkisútvarpid Blóm & Avextir FJÖLBREYTTAR JÖLA- OG TÆKIFÆRISGJAFIR Látiö blómin tala. Blóm & Avextir HAFNARSTRÆTI 5 — SÍMI 2717 141

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.