Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 27

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 27
stærra píslarvætti en þótt líkami hans hefði verið píndur til dauða. En um hann hefði mátt segja líkt og um Brján konung. Brjánn féll og hélt velli. — Þessar síðustu hugleiðingar hafði ég þó fyrst er ég frá hátíðinni kom niður í Péturskirkjuna og hélt afmæli mitt við eitt af hliðarölturunum. Að þvi loknu gekk ég að súl- unni, þar sem hin stóra bronsmynd af Pétri postula stendur. Ég stóð þar alllengi og virti fyrir mér hina mörgu, sem komu og kysstu tána á postulalikneskinu. Ég gaf gætur að tilhurðum þeirra, sem það gjörðu. Það var mjög mismunandi. Sumir gjörðu það með sælh andagt og lotningu; sumir fremur til málamynda. Ein- staka tóku vasaklút sinn og brugðu honum milli táarinnar og varanna. Ég sá lítinn, radíilslegan og óhreinan drengsnáða koma, og með þvi að hann var svo lítill, að hann náði aðeins með fing- urgómunum upp á fótstallinn, gjörði hann margar árangurslaus- ar tilraunir að hoppa upp, en hann vildi ekki gefast upp. Ég var rétt að þvi kominn að fara og hjálpa honum, en þá kom einhver háttsettur herforingi, það gat maður séð á einkennisbúningi hans. Hann kyssti hispurslaust á tána, og þá sá hann drenginn, beygði sig niður og lyfti honum brosandi upp að tánni, og þar fékk postulinn ósvikinn koss, svo að small i. — Ég stóð þarna alllengi, og í sálu minni steig upp stórfengileg mynd. Ég sá fyr- ir mér hinn fátæka fiskimann frá Galíleuvatninu í einum af útkjálkmn Rómverska veraldarríkisins, sem mætti farand-predik- ara og slóst í för með honum, og eftir að meistari hans hafði ver- ið tekinn sem óbótamaður og orðið að líða hinn smánarlegasta dauðdaga, ferðaðist hann um og kom með nýja kenningu, sem var Gyðingum hneyksli og Grikkjum heimska, og var að síðustu lílflátinn á hinn sama smánarlega hátt þarna í Róm; þessi fiski- maður á sér nú yfir gröf sinni eina hina stórfengilegustu bygg- ingu i heimi, og þúsundir manna koma árlega, nú eftir 19 aldir, og þykir það sómi og sæla að fá jafnvel að kyssa á tána á stand- mynd fiskimannsins. Og allt þetta stafar af því, að hann hafði séð hinn krossfesta meistara sinn, lifandi, risinn upp frá dauð- um, og i umboði hins upprisna farið ásamt hinum öðrum vitn- um upprisunnar út og boðað, að hinn upprisni væri sannur Guð og sannur maður, sem seinna kæmi að dæma lifandi og dauða. Og allir, sem heiðra þennan boðbera fagnaðarerindisins, heiðra hann eingöngu af þvi, að hann var lærisveinn Jesú Krists. — Þetta varð svo stórt líyrir mér og -svo sterkur vitnis- burður um Jesúm Krist, að það fyllti sál mána með fögnuði og gleði að mega vera lærisveinn Jesú Krists eins og Pétur. Svo kvaddi ég þessar minningarríku slóðir og fór heim á hó- telið mitt með lyftingu og gleði. — Þar beið mín óvænt gleði. Þar lágu fyrir mér tvö símskeyti. Annað var frá Reykjavik, frá stjóm KFUM, og hitt frá aðalstjórn alþjóðabandalags KFUM, undirskrifað af John R. Mott og dr. Karli Fries. Það var hamingjuósk með afmælisdaginn, og svo var í skeytinu leiðbeining um ferðalagið. Skyldi ég fara til Triest og þaðan norður um Alpafjöllin. Ég sendi þakkarskeyti til John R. Mott og heillaósk til hans um leið, þvi að þetta var líka fæð- ingardagur hans. Næsta dag varð ég að fara frá Rómaborg, því að ég ætlaði mér að vera eina nótt og heilan dag i Assisi að sjá borg hins heil. Frans frá Assísi. Ég kvaddi svo Iflólkið á hinu góða hóteli, þar sem mér hafði liðið svo vel. Allt þjónaliðið fylgdi mér til dyra og kvaddi mig vinsamlega, ekki samt til þess að fá meiri drykkjupeninga, þvi að þá hafði ég gefið áður. Sérstaklega hafði ég fengið hlýja vináttu lyftudrengsins, sem hét Luigi, 14 eða 15 ára. Ég hef fengið tvö bréf og kort frá honum. Svo ók ég á járn- brautarstöðina. Þar stóð lest ein afar löng. Ég keypti mér miða á fyrsta farrými og settist inn. Lestin átti að fara til Perugia, og koma við í Assisi. I’að, sem ég tók ekki eftir, var það, að aðeins helmingurinn a’f lestinni átti að fara til Perugia, en helmingurinn til Ancona. Ég settist inn og sýndi farseðil minn, og var engin athugasemd gjörð við það. Ég naut lífsins og uggði ekki að mér. Svo var komið til Foligno. Þar var alllöng viðstaða.— Síðan var lagt af stað. Ég hafði nákvæmlega sett á mig allar stöðvar milli Rómaborgar og Perugia, en mér brá í brún er nafnið á næstu stöð var allt annað en ég átti von á, og svo næstu stöð þar eftir. Nú fór mér ekki að verða um sel, og sá ég, að ég var á leiðinni til Ancona. Svo við þriðju eða fjórðu stöð steig ég út i þeirri von að fara með næstu lest, sem kæmi frá Ancona, til baka til Foligno. Klukkan var 5 síðdegis. Ég spurðist fyrir á stöðinni og fékk mér til skelfingar að vita, að þetta væri aðeins smástöð og engin lest ætti að koma þar við, fyrr en kl. io næsta morgun. Ekkert hús var þar í grenndinni, en eitthvað tveim kilóm. þaðan væri lítið sveitaþorp, en ekkert gistihús. Á stöðinni væri heldur ekki neitt að fá, ekki kaffi einu sinni. Lítil biðstofa var þar með föstum steinbekkjum, en engu borði. Það var ekki annað Ifyrir hendi en að taka þessu með ró. Ég fór að skyggnast kringum mig. Stöðin lá í afar þröngum dal með engu undirlendi. Fjöllin til beggja lianda voru snarbrött og gróðurlaus. Það minnti mig helzt á öxnadals- heiði, þar sem hrikalegast er. Snjóskaflar voru i giljum hátt uppi í hlíðunum. Með dálitlum erfiðismunum tókst mér að fá krús af vatni. Stöðvarstjórinn var mjög myndarlegur maður, og leizt mér vel á hann. Hann kunni ekki annað en ítölsku, og varð ég því að bjarga mér eins og bezt ég gat með blendingi af ítölsku og latínu. Ég náði mér i Kvæði Hórazar skálds og gekk um gólf á stéttinni og þuldi upp. Það var i mér hlátur yfir ævin- týrinu. Svo þegar ég var orðinn þreyttur á að ganga, settist ég inn á biðstofuna, setti töslcuna mína á kné mér og fór að skrifa. Ég skrifaði séra Bjarna langt bréf og lýsti kringumstæðunum. Ekki man ég, hvort ég sendi það nokkum tíma. Svo fór ég aftur að ganga um gólf. Allt í einu kemur drengur hlaupandi úr húsinu út á stéttina 5 eða 6 ára á að gizka. Það var ljómandi fallegur drengur með stór dökk og greindarleg augu. Þegar hann sá mig nam hann staðar og hodfði á mig eins og tröll á heiðríkju. Ég fór að tala við hann og urðum við góðir mátar .Svo datt mér i. hug, að ég hafði með mér landslagsspjald frá íslandi. Ég skrifaði aftan á: Vista di Islanda, patria mía, al ragazzo graziosso Italiano. Svo gaf ég homnn spjaldið. Hann hljóp inn himinlifandi. Rétt á eftir kemur stöðvarstjórmn út til mín og fór að tala um, hve þetta væri leiðinlegt að þurfa að bíða svona lengi. Síðan sagði hann, að vörulest kæmi frá Ancona um kvöldið kl. 10, og gæti verið, að hann gæti fengið hana til að stanza og taka mig nið- ur til Foligno, ef ég vildi vera í vöruvagni. Ég kvaðst verða feg- inn því. Svo setti hann símann í gang, og þetta tókst. Svo kom lestin, og var a'far löng. Stöðvarstjóriim setti mig inn í póstvagn. Þar inni var stórt autt rúm, og var þar aðeins skrifpúlt mikið og einn stóll. Þar tóku á móti mér tveir ungir menn; þeir voru dæmalaust alúðlegir og buðu mér hinn eina stól, sem þar var. Vagninn var upplýstur af einu handljóskeri, sem gjörði myrkrið í vagninum enn svartara. Piltamir voru í vinnulfötum og voru hálfsvartir af kolaryki. En þeir voru bráðfjörugir og skemmti- legir. Ég vildi, að ég ætti samtalið á plötu og helzt kvikmynd um leið. Piltarnir kunnu ekkert nema itölsku, og samtalið fór fram næstum því meira með handa og fótahreyfingum en með rödd og munni. Ég reyndi að segja þeim frá íslandi, en efast um, að þeir hafi verið nokkru fróðari á eftir. En tíminn leið fljótt, og áður en varði vorum vér komnir til Foligno. Það var langur vegur upp að stöðinni, en piltamir báru töskur mínar þangað og voru mér afar góðir. Ég ætlaði mér að vera flott og gefa þeim 5 lírur hvorum, en þeir þverneituðu að taka drykkjupeninga og sögðust hafa haft stóránægju áf samtalinu við mig og kvöddu mig með mikilli vinsemd. Hótelið þar var yfirfullt, en fyrir leiðbeiningu tókst mér að ná í nætur- gistingu á litlu gistihúsi. En svo seint var ekki unnt að fá neitt þar. Ég gekk þvi út og keypti þar á torgi tvö lítil brauð og tvær appelsínur, þvi að ég var orðinn dauðsoltinn, og át svo þetta með ríflegu vatni. Ég fékk þar sönnur fyrir þvi, hvilikt krydd AKRANES 135

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.