Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 25

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 25
fyrir óteljandi sorgir og erfiðleika, sem hún átti við að búa. Það vissu þeir, sem þekktu hana bezt, og nutu ástar hennar og umhyggju, að ekkert annað en trúin gat gefið henni þennan kraft og þetta Öryggi, til að standast eða brjóta á bak aft- ur alla erfiðleika, sem hún svo oft varð að mæta og reyna. Ekkert annað en trú- in gat fyllt hug hennar og hjarta þeirri göfgi og þeim kærleika, sem einkenndi líf hennar, sem án tillits til þess, hvort ég eða aðrir, gætu eða vildu, endurgreiða það í einhverri mynd. Slík fórnarlund sem hennar spyr ekki að launum, heldur leit- ar hún sifellt að nýjum verkefnum, til þess að eyða sorgum, lina þrautir, og gera samferðamönnunum lífið fegurra og inni- haldsrikara. Hún átti oft erfitt, og frá mannanna sjónarmiði nóg með sjálfa sig og sína. Samt gat hún verið veitandi af auðlegð hjarta sins, og létt öðrum byrðar. Þegar ég var nauðuglega stödd, átti hvergi höfði mínu að að halla, gat hún hýst mig og bam mitt og gefið okkur mat. Ég man þetta svo lengi sem ég lifi. Þó ég hafi aldr- ei verið þess megnug að endurgjalda það í nokkurri mynd. Ég vildi óska, að trú hennar og dreng- lyndi, kjarkur hennar, dugnaður og fórn- arlund, ætti í mörgum svo djúpar rætur. Það mundi fæða af sér mikla blessun, og okkar tímar þurfa slíkrar blessunar við, ekki síður en oft áður. Ég get ekki goldið neinum neitt. En ég blessa minningu hennar, og það gera vafalaust fleiri. Akranesi 7. apríl 1936, SigrtSur Helgadóttir. Börn þeirra Margrétar Kristjánsdóttur og Sveinbjamar Þorvarðarsonar vom þessi: A. Símon, skipstjóri, tvikvæntin-. Fyrri kona hans var Sigríður, Jónsdóttir jám- smiðs í Reykjavik, elskuleg kona. Þau gift- ust 23. nóvember 1907, en hún andaðist 9. janúar 1908. Dóttir þeirra er Sigríður, gift Ólafi Friðrikssyni bókara. Þeirra böm: Margrét, gift Orra Gimnarssyni, Halldórs- sonar i Reykjavík. Þau eiga einn son, er heitir Ólafur. Ásta og Friðrik, sá sem nú stendur einna fremst í taflíþróttinni og hefrn- margsinnis verið sendur á erlend taflmót til keppni þar, þótt segja megi, að enn sé hann barn að aldri. Símon átti og barn milli kvenna, með Þóru Þórarinsdóttur, það er stúlka, og heitir Svava. Hún er gift Sigurði Þorvalds- syni, Ólafssonar frá Bræðraparti, en þau eru búsett hér á Akranesi. Síðari kona Símonar var Ingibjörg Sig- urást Hallsdóttir, tannsmiður í Reykjavík. Þeirra börn: 1. Kristján, stýrimaður á Tröllafossi, akranes kvæntur Herdísi Símonardóttur, kaup- manns í Reykjavík. Þeirra böm: Ása, Margrét og Ingibjörg. 2. Gunnar, loftskeytmaður, kvæntur El- inu Runólfsdóttur frá Sandi. Þeirra börn: Ásta, Gunnar, Björk og Rúnar. 3. Hallur, blaðamaður, kvæntur Stefan- iu Runólfsdóttur frá Sandi. Þeirra börn: Símon, Valgarður, Ómar og Hallur. 4. Símon, nýlega útskrifaður úr Verzlun- arskóla íslands. Ásta Hallsdóttir -—- en svo skrifar hún sig venjulegast — missti Simon mann sinn 7. júlí 1935, frá börnum þeirra öllum ungum. Hún er vel gefin og forkur dug- leg og hefur rækt sínar móðurskyldur af mikilli prýði. B. Þóra, gift Sighvati Brynjólfssyni toll- þjóni, ættuðum úr Rangárvallasýslu. Þeirra börn: 1. Sveinbjöm, kvæntur Jarþrúði Jóns- dóttur frá Sandi. Þeirra börn: Erla, Þóra, Svana, Ingveldur og Eðtvarð Daði. 2. Lilja, gift Magnúsi Björnssyni, vél- stjóra og verzlunarmanni, Hallgríms- sonar frá Sandgerði. Þeirra böm: Bjöm, Unnur, Stefanía, Magnús og Sjöfn. 3. Brynjólfur, kvæntur Þóru Benedikts- dóttur. Þeirra börn: Haukur Sighvat- ur og Brynjólfur. 4. Steinunn, gift Stanley Raff. Þeirra börn: Arnold, Una Stefany og Bragi. Áður en Steinunn giftist, átti hún eitt barn, það er drengur og heitir Þórir, og er Pálsson. 5. Unnur, dáin. 6. Haukur Sigurður, dáinn. 7. Margrét, gift Haraldi Sigurðssyni. Þeirra börn: Gunnar og Þóra. Áður en Margrét giftist, átti hún barn með norskum manni, Petersen, er það drengur og heitir Haukur Már. C. Margrét, giftist Benjamín Gislasyni, skipstjóra, úr Reykjavík. Þeirra börn: 1. Þórunn, gift Jens Konráðssyni, stýri- manni, frænda sínum frá Isafirði. Þau systrabörn. Hann drukknaði af tog- aranum Max -Pemberton. Þau bam- laus. 2. Magnús, ókvæntur, en átti eina dótt- ur, er heitir Hjördís. 3. Kjartan, kvæntur, 1. Helgu Stefáns- dóttur, 2. Lilju Guðmundsdóttur. Þeirra dóttir Sóldís. 4. Gísli, kvæntur Guðlaugu Ólafsdóttur. Þeirra dætur: Lára Margrét, Dagný Ólafía og Helga Jenny. 5. Birgir, ókvæntur. D. Þorvarður. Hann nam prentaraiðn, fór uppkominn til Ameríku, ókvæntur, og er þar liklega enn á lífi, þótt lítið fréttist af honum. E. Þorbjörg, gift Konráð Jenssyni, veit- inga manni á Isafirði. Þeirra börn: 1. Elín, gift Garíbalda Einarssyni, sjó- manni á Isafirði. Þeirra böm: Áslaug, Gunnlaug, Jenny, Einar Þorbjörn. 2. Þórir bakarameistari á Siglufirði, kvæntur Hrönn Jónsdóttur. Þeirra börn: Fylkir, Helga, Jens og Jón. 3. Jens, stýrimaður, kvæntist Þómnni frænku sinni sem fyrr segir. 4. Ólöf, gift Petter Vilberg, norðmanni. Þeirra börn: Ragnheiður Ásta, Ás- geir, og drengur óskírður. 6. Rannveig, gift Einari Sigurðssyni vél- stjóra frá Vestmannaeyjum. Þeirra böm: Arnar, Þorbjörg, Konráð og Sig- urjón. 7. Unnur, gift Eyjólfi Bjarnasyni. Þeirra dóttir Birna. 8. Edda, ógift. Eins og fyrr var frásagt, drukknaði með Sveinbirni, systir hans Rannveig, mjög myndarleg stúlka og elskuleg. Eftir hana og Sveinbjörn eru þessi eftirmæli í Isa- fold 27. janúar 1892, eftir einhvern Þ.V.G. „Rannveig Kristin Þorvarðardóttir og Sveinbjörn Þorvarðarson 8/12—1891. (á að vera 9. des.). Fártrylltir stormar æða um hafið auða, Aflramir boðar rísa hátt frá djúpi, Og dauðans engill skrýddur skýja-hjúpi. Að skipun Alvalds boðar harðan dauða; Lítið er fley í fári sárra nauða. Formaður sveigir stýrið hraustum armi. Systir hans andlit hylur fullt af harmi. Hásetar sex við bráðan stríða dauða. Mannanna kraftur megnar ekki hót. Máttugar höfuðskepnur krafta reyna. Ei dugar nein mót vindi og sjónum vörn. Skipinu hvolfir hafsins öldurót. Hér mega börn og ekkja sáran kveina. Og margþjáð gráta móðir tvö sín böm. Á síðustu stundu systir kæran bróður Sveipaði armi — nú er lífið tapað Og auðsætt báðum dánardægur skapað. Þá bað hún Guð að annast sina móður, Þau litu upp bæði: Guð, þú sem ert góður. Þér, Guð minn fel ég, sagði hann, mina konu. Og ungar dætur, óuppkomna sonu. Og enn hún bað Guð fyrir sinni móður. Hin síðustu andvörp flugu leiftur fljót Fyrir Drottin upp, sem blessun lagði Yfir þau, sem andláts-háðu stríð. En boði reis — þau horfðu himni mót Og hurfu þá á sama augabragði, Dóu — en sáu sælli byrja tíð. Þ. V. G.“ Árið 1889 kemur að Skuld Ingjaldur Jón Ingjaldsson frá Nýlendu og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Skálpastöðum í Framhald d síSu 141. 133

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.