Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 4

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 4
að leysa það út. Einnig að útvega stað fyrir slippinn, svo að efninu verði þegar skip- að upp á sinn rétta stað, þar sem það eigi að nota. Hann skoraði því á fundar- menn, að gefa sig fram til að taka í bank- anum 4,000 kr. víxillán til handa félaginu, gegn ábyrgð hinna félagsmanna, þ. e. að þeir stæðu á bak við. „Þessir menn gáfu sig fram til að skrifa sig fyrir láninu: Sigurður Jónsson í Görðunum, Otti skipa- smiður Guðmundsson, Guðmundur Ölafs- son í Nýjabæ og Þórður Pétursson (Odd- geirsbæ) Reykjavik.“ Þá var rætt um, hvar slippurinn ætti að standa. Þessir staðir voru nefndir: 1. Kleppsland, 2. Gufunesgrandi, 3. Seilan, (Skansinn hjá Bessastöðum), 4. Sundbakk- inn í Viðey. Þó skyldi engirm þessara staða fastákveðinn, nema með ráði norska smiðsins, sem væntanlegur væri. Á þess- um fundi ákvað Otti Guðmundsson að kaupa hluti í félaginu fyrir 200 kr. Enn er fundur haldinn 21. júní, til þess endanlega að ákveða stað fyrir slipp- inn. Þar skýrir Tryggvi frá áliti hins norska fagmanns gagnvart staðarvalinu. Telur hann Rauðárvíkina bezta staðinn, „annars mætti eins setja hann upp í Hlíð- arhúsasandi. Þar var slippurinn svo byggð- ur, og þar er hann enn í dag. Til þessa hefur ekkert verið skrifað um byrjunarsögu Slippfélagsins, og nú er örð- ugra um vik, þar sem allir þeir, sem í byrjun komu mest við sögu, eða hrundu fyrirtækinu af stað, eru horfnir af sjónar- sviðinu. Enda þótt til séu fyrstu gerða- bækur félagsins, þyrfti þar að fylla marg- ar eyður eða skýra atvik, sem aðeins er tæpt á og ekki aðrir en kunnugir vita skil á. En af ýmsu, sem bókað er má ráða, að við ýmsa og óvænta erfiðleika hafi verið að etja, er þetta mikla þjóðþrifafyrir- tæki var stofnað, þótt nauðsyn þess væri auðsæ, og að þvi stæðu „mestu mektar- menn“ bæjarins. Hinn 30. september 1902 var enn hald- inn fundur í Slippfélaginu. Þar stendur 6vo: „Eftir nokkr- ar umræður, lýsti fxmdurinn þvi í einu hljóði, að halda skyldi áfram fyrirtæk- inu. Síðan var samþykkt að kjósa 4 menn í viðbót, — líklega til aðstoðar við frekari fram- kvæmdir, eða til að leysa ein- hverja óvænta erfiðleika, — og voru þessir eftir- taldir skipstjórar kosnir: Þorsteinn Tryggvi Gunrmrsson. Dönsk skonnorta í Slippnum. Þorsteinsson, Sigurður Jónsson í Görð- unum, Jón Jónsson í Melshúsum, og enn- fremur Jes Zimsen kaupmaður. Á þess- um fundi var samþ. að einn fyrir alla og allir fyrir einn, tækju þeir 15 þúsund króna lán til handa fyrirtækinu. Þessar þrjár fyrrtöldu fundargerðir, 29. marz, 21. júní og 30. september, bendir til þess, að við verulega erfiðleika hafi verið að etja. Þar gat auðvitað margt komið til greina. Eitt af því hefur liklega verið stað- arvalið, því að þegar fyrrnefnt skip kemur með efnið, er því skipað upp á allt öðrum stað en slippurinn var endanlega byggð- ur, eins og síðar mun koma hér fram. Það virðist benda til, að ekki hafi verið fullt samkomulag um staðinn, eða að hann hafi af einhverjum orsökum ekki legið laus. Þá getur kosning hinna fjögurra manna o. fl„ einnig hafa átt rót sína að rekja til nýrra og óvæntra örðugleika um lausn málsins. Það getur hafa verið í sambandi við fjárútveganir, eða af því að eitt og annað hafi reynst dýrara en gert var ráð fyrir, o. fl. væri hugsanlegt. FYRSTA STJÓRN SLIPPFÉLAGSINS Enda þótt fundurinn 15. marz 1902 sé talinn stofnfundur Slippfélagsins eins og áður segir, virðist ýmislegt benda til að enn hafi þetta allt verið nokkuð laust í reipunum og um endanlegar aðgerðir hafi ríkt nokkur óvissa, enda eru engin lög fyrir félagið samþykkt á þessum fimdi, en stjórninni falið að semja frumvarp til laga, „sem síðar skyldi lagt fyrir fund.“ Hinn 14. október, er enn haldinn fund- ur í félaginu, sem allt bendir til að hafi verið skoðaður sem framhaldsstofnfundur, þó að þess sé ekki beinlínis getið. Á þess- um fundi skýrir fundarstjóri (Tr. Gunn- arsson) frá þessum „uppástungum." 1. að fundarmenn skrifi sig fyrir hlut- um í félaginu, og að hver hlutur sé 100 kr. 2. að hluttakar borgi 10% af ákvæðis- verði hluta sinna strax við móttöku þeirra og siðan 30% af ákvæðisverð- inu á 3 árum.“ Allt þetta virðist einnig benda til vand- kvæða og erfiðleika. Eftir nokkrar umræð- ur voru þessar tillögur bomar upp og samþ. með meiri hluta atkvæða, með þeim við- auka, að hluthafar skyldu taka 15 þús- und króna ábyrgðarlán í bankanum, einn fyrir alla og allir fyrir einn, (sbr. fundar- gerðina 30. september). Þessir fundar- menn skrifuðu sig síðan fyrir 140 hlutum í félaginu, eða 14 þúsund krónum: Jes Zimsen, konsúll.......... 10 hlutum W. 0. Breiðfjörð, kaupmaður 10 — Tryggvi Gunnarsson, bankastj. 13 — Pétur Sigurðss., útvegsb. Pálsb. 10 — Runólfur Ólafss., Mýrarh., . . 15 — Jóhannes Jósepss., trésm. 7 — Guðm. Ölafss., útvegsb. Nýjabæ g -— Brynjólfur Bjarnas. Engey ... 5 — Ásgeir Sigurðsson, konsúll . . 30 — Þorst. Þorsteinss. skipst. Bakkab. g — Sig. Jónss., skipst., Görðunum g — Jón Guðmundsson, Bakka. g — Þórður Jónss., útvegsb. Ráðag. g — Þórður Péturss. útvb. Oddgeirsb. 7 -— Bjarni Magnúss. útvb., Engey 3 — Á Ásgeir SigurÖsson. Jes Zimsen. þessum sama fundi skýr- ir Tryggvi Gunn- arsson frá því, að hann hafi „útveg að félaginu 4000 kr. að gjöf úr sjóði í bankan- um, sem ætlað- ur er til styrktar þarflegum fyrir- tækjum, og hafði bankastjórnin og landshöfðingi samþykkt það. Þessi fregn var meðtekin með lófaklappi“ stend ur í fundargerð- 112 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.