Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 3
W Fréttir
LAUQARDAGUR 3. APRÍL 2004 3
Einkaréttur kirkjunnar á hugtakinu terming
Fyrsta borgaralega fermingin á íslandi
vakti mikla athygli. Þetta var árið 1989
og fór athöfnin fram í Norræna hús-
inu. Alls fermdust sextán en sjálfur
menntamálaráðherra þáverandi, Svav-
ar Gestsson, flutti ávarp í tilefni atburðarins
auk einnar þeirra sem fermdist - Sunnu Snæ-
dal. Drífa Snædal, nú fræðslu- og kynningar-
stýra Kvennaathvarfsins, er systir Sunnu og
fermdist einnig við þetta sama tækifæri. „Já, auðvit-
að man ég vel eftir þessu," segir Drífa sem þá var 15 ára en
Sunna var 17. Ein algengasta spurningin sem þær þurftu að
svara í tengslum við ferminguna var: Er þetta ekki bara aðferð
fyrir trúlaust fólk að fá gjafir? „Við vorum ákveðnar í að halda
ekki stóra veislu til að gefa því ekki undir fótinn að við værum
í þessu gjafanna vegna." En hvaö fengu þær svo í fermingar-
gjöf? Drífa man það ekki svo glöggt en segir
veisluna hafa verið eins og rausnarlega af-
mælisveislu.
Drífa man vel að fermingin sætti nokkurri
gagnrýni, einkum af kirkjunnar mönnum.
„Kirkjan hafði náttúrlega slegið einkarétti sín-
um á hugtakið ferming. Sem gengur varla upp.
Að ganga í fullorðinna manna tölu er áfangi sem
vert er að halda upp á og tíðkast í öllum trúar-
brögðum."
Þó svo að gustað hafi um þessa fyrstu borgaralegu ferm-
ingu segist Drífa ekki hafa séð eftir því eitt andartak að ganga í
gegnum hana. Hún segir að ýmis fræðsla sem ekki var í boði í
skólum þess tíma en tengdist þessari athöfn, svo sem um borg-
araleg réttindi, siðfræði, sagnfræði og slíkt hafi verið afar gagn-
leg.
Drífa Snaedal áriO 1989 Tekur við staðfest-
ingarskjali en Drífa segir þessa fyrstu borg-
araiegu fermingu hafa sætt nokkurrí gagn-
rýni, einkum fettu kirkjunnar menn fingur
út í gjörninginn, en þeir töldu sig eiga
einkarétt á hugtakinu.
Spurning dagsins
Hvað ætlarðu að gera um páskana?
Rokkað á hverju kvöldi
„Það er auðvelt að segja frá því. Ég er á
tónleikaferðalagi með Mínus og mun
verða um páskana i Bretlandi. Planið er
að standa sig í rokkinu og spila á hverju
kvöldi."
Frosti Logason,
gítaleikari Mínus
„Ætli ég reyni
ekki að nýta
tímann I vinnu
og afslöppun.
Við fáum viku
frí frá Alþingis-
störfum og er
planið að koma
heimasíðunni minni, gunnar-
orn.is, í loftið. Svo er bara njóta
páskanna.
Gunnar Örlygsson,
alþingismaður
„Ég ætia að
fara að skoða
lendurmínar
austur við Úlf-
Ijótsvatn og
væntaniega
verðurmikið
um að vera í
fjölskyldunni. Karl faðir minn
liggur fyrir dauðanum og ég þarf
að undirbúa komu útlendinga
sem eru að kíkja í heimsókn til
sáiarrannsóknarféiagsins."
Magnús Skarphéðinsson,
formaður sálarrannsóknar-
félagsins
„í besta falli
skrepp ég til
Vestmanna-
eyja. Annars er
ég mjög upp-
tekin því ég er
að fara að
sýna úti í port-
inu við hliðina á Gráa kettinum
enda hæg heimatökin."
Hulda Hákon,
myndlistarkona
„Ég ætla að
fara út í sum-
arbústað, sem
er í eigu fjöl-
skyldunnar.
Hann er á frá-
bærum stað -
rétt hjá Vatna-
skógi. Ég er eiginlega orðin hálf-
þreytt eftir mikla vinnu undan-
farið og ætla að slappa afmeð
tærnaruppí
loftið."
Ólöf Ásta Farestveit,
uppeldis og afbrotafræð-
ingur
Nú nálgast páskarnir og landsmenn flykkjast í sumarbústaði eða
skíðaferðir.
Hringekja lögMinganna
Blaðamaður DV var að leita að
fangelsismálastjóra í gær. Þar feng-
ust þær upplýsingar að til bráða-
birgða sæti í því embætti Valtýr
Sigurðsson héraðsdómari í
Reykjavík. Valtýr sinnti
erindi blaðamannsins
greiðlega. Þannig má
segja að hringnum sé
lokað. Fyrst auglýsti
dómsmálaráðj
eftir hérað
í Reykjavi
skipaðir tveir nýir dómarar, annar
þeirra Símon Sigvaldason sem hef-
ur verið skrifstofustjóri Hæstaréttar
undanfarin ár. Þá losnaði hans
stóll sem var auglýstur laus.
Margir sóttu um en það
var Þorsteinn A. Jóns-
son fangelsismála-
stjóri sem fékk stól-
inn. Nú situr í honum
ómari í
Skemmti-
Snillingurinn
&
lt
,6
f
Orson Welles kvikmyndaleikstjóri er þekktastur fyrir myndina Citizen Kane og
útvarpsleikgerð eftir Innrásinni frá Mars sem hræddi líftóruna úr Bandaríkja-
mönnum rétt áður en síðari heimsstyrjöldin skall þar á. Þótti hann gífurlegur
snillingur en náði aldrei að standa fyllilega undir þeim væntingum sem
við hann voru bundnar.
Yul Brynner er. kunnastur fyrir rakaðan skallann sem hann skartaði
löngu áður en slíkt komst í tisku.
Hann er frægastur fyrir leik sinn i
myndinni The King and I.
Brynner fæddist í Vladivostok
í Rússlandi, faðir hans var
Rússi, móðirin svissnesk-
mongólsk.
Þeir fæddust með
tveggja mánaða
millibili - Welles 6.
maí 1915 en Brynn-jl
er 7. júlí. En þeir
dóu sama dag, 10.
október 1985.
Á þrjátíu ára valdatíma
Borgiaættarinnar á Italíu
geisuðu stríð og skelfingar,
morð og blóðsúthellingar. En um
i leið sköpuðu Italir Michelangelo, Leonardo i
| da Vinci og endurreisnina. f Sviss ríkti bróð-
! urleg eindrægni, þar var lýðræði í fimm
i hundruð ár og friður. Og hvað bjuggu Sviss- !
; lendingartil á þeim tíma? Gauksklukkuna.
- Orson Welles i hlutverki Harry Lime í kvik-:
myndinni The Third Man sem Carol Reed leik-
stýrði eftir handriti Graham Greene og Alex-
anderKorda.!
■-
Glæsilegt úrval
SisaL og Kókos
gólfteppa
100% náttúruefni
20%
afsláttur
Heimilis-
gólfdúkar
Tilboðsverð
Teppamottur
Stigateppi
Teppi horn í horn
GÓLFBUNAÐUR
KJARAN EHF • SlBUMÚLI 14 • 108 REYKJAVÍK
SlMAR 510 5510 • 510 5500
OPIÐVIRKA DAGA KL. 8-18.