Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 35
DV Sport LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 35 ------------------------*■ n Helena Sverrisdóttir er líklega mesta efni sem komið hefur fram í íslenskum kvennakörfubolta. Hún er 16 ára og náði fjórfaldri tvennu að meðaltali með Haukum í 2. deildinni í vetur og skoraði mest 86 stig í einum leik. Fjórföld tvenna að meðaltali „Ég get ekki sagt annað en ég sé ánægð með tímabilið,“ segir hin 16 ára Helena Sverrisdóttir, íyrirliði 2. deildarmeistara Hauka í kvennakörfunni. Helena hefur þrátt fyrir ungan aldur leitt Hafn- arfjarðarliðið aftur upp í efstu deild en Haukar unnu alla 16 leik- ina með samtals 1002 stigum í plús eða hvern leik með 62,6 stig- um að meðaltali. markmið Hauka í 1. deild kvenna næsta vetur. „Það er erfitt að setja niður markmið okkar £ dag þar sem ég veit ekki hvemig liðið verður. Við gefum það þó strax út að það er stefnan að halda sér uppi.“ Vonast eftir tækifæri „Ég vona að ég fái tækifæri með landsliðinu en ég veit þó ekki hvern- ig það verður," segir Helena um A- landsliðið, sem fær nóg af verkefn- um í sumar en Helena verður einnig á fleygiferð með yngri landsliðuh- um. „Eg er búin að vera r' körfunni síðan ég var sex ára og ég fylgdi fjöl- skyldunni út í körfuna. Ég man þó ekki lengur hvort það var bróðir minn eða foreldrarnir sem smituðu mig af körfunni. Mamma og pabbi em hins vegar rosalega dugleg að styðja við bakið á mér og mæta á alla leiki. Ég var í fótbolta þangað til fyrir tveimur ámm þegar ég hætti í fót- bolta og valdi körfuna. Þegár ég var yngri ædaði ég mér að æfa báðar íþrótt- en svo valdi ég körfu- bolt- „Það var frekar erfitt að ná upp góðri einbeitingu fyrir þessa leiki í deildinni en við reyndum okkar besta," segir Helena, sem náði ótrú- legu afreki með því að vera með fjór- falda tvennu að meðaltah í leik. Hel- ena er fjölhæfur leikmaður, með boltatækni og leikstjórnunarhæfi- lega bakvarðarins í takt við stærð og hreyfingar stóra mannsins. Helena skoraði 37,6 stig,.tók 13,3 fráköst, gaf 11,6 stoðsendingar og stal 10,2 bolt- um að meðaltali í deildarleikjunum 16 og skoraði alls 601 stig, 74 stigum meira en andstæðingar Hauka skor- uðu samtals. Þrátt fyrir þessa einstöku tölfræði vora það þó tveir síðustu leikirnir sem stóðu upp úr. í öðrum skoraði hún 86 stig gegn Ármanni/Þrótd og í hinum gegn Hrunamönnum náði hún tvöfaldri þrefaldri tvennu - skoraði 45 sdg, tók 20 fráköst og gaf 20 stoðsendingar - sem era bæði einstök afrek í meistaraflokki kvenna hér á landi. Fáránlegur munur „Það kom aldrei til greina að fara frá Haukum og spila í 1. deild- inni,“ segir Helena en að margra mati átd hún að spila í hópi þeirra bestu í vetur og hún sjálf fann líka fýrir miklum við- brigðum frá vetrinum á undan. „Það er alveg fá ránlega mikill munur á 1. og 2. deildinni. Það var mikil upplif- un að spila með Haukum í efstu deild og þetta var allt |§g| annaö en ég var vön. Allir ,i leikir vora þvflíkt erfiðir jl \ ||. og aldrei neinn léttur leikur,“ sagði Helena, sem var valinn besd ungi leikmaður deildarinnar en hún skoraði þá 17,1 stíg, tók 9,5 fr áköst og gaf 4,3 stoðsendingar að meðaltali. Það dugði ekki Haukum en ekkert lið hefur fallið áður á jafn- mörgum stigum. „Við klúðruðum þessu í lokin,“ segir Helena og það er ekkert klúður á dagskrá næsta vetur þegar hún mætir með Hauk- unum í 1. deildina, sem verður væntanlega síðasta tímabil hennar hér á landi í langan tíma. „Á maður ekki alltaf að stefha á það að vinna?“ segir Helena um ann af því mér fannst miklu skemmtilegra í körfunni," segir Hel- ena, sem varð í lok ársins 2002 yngsti A-landsliðsmaður íslands í hópí- þrótt er hún spilaði með landsliðinu á æfingamóti £ Lúxemborg. Helena stefnir hátt Helena stefnir hátt og atvinnu- mennskan er ekki úr myndinni. Hún ætíar að reyna að komast út í skóla sem fyrst og klára því ekki stúdents- prófið hér heima. „Ég ætía að fara í skóla til Bandaríkjanna þarnæsta haust, vera eitt ár í framhaldsskóla þar og reyna að ná það góðum ein- kunnum að ég komist áfram inn í háskóla," segir Helena, sem hefur þó ekkert ákveðið ennþá hvað hún ætí- ar að læra. Tímabilið er þó ekki búið hjá Hel- enu, sem er að spila til úrslita um ís- landsmeistaratítílinn í tveimur flokkum um helgina með unglinga- flokki í dag og í 10. flokki á sunnu- daginn. Sumarið verður einnig mjög viðburðaríkt, fullt af landsliðsverk- efnum í gangi, en Helena er ekkert að verða leið á körfunni þó að ekki sé mikið um frí á næstunni. „Ég æfi á bilinu 6 til 10 sinnum í vildi og mér finnst það ekkert erfitt. Ef ég verð líkamlega þreytt tek ég mér frí frá æfingum en ég hef aldrei orðið leið á körfubolta. Þegar ég tek mér frí er ég líka alveg við- þolslaus og það er því ekki hægt að halda mér frá körf- unni." ooj@dv.is IP „Ég ætlo að fara í skóla til Bandaríkjanna þar- næsta haustr vera eitt ar í framhaldsskóla þar og reyna að ná það góðum einkunnum að ég komist áfram inn i háskóla.JJ i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.