Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir LAUGARDAGUR3.APRll.2004 9 Fyrrum eiginkona fer mikinn og sakar Davíð um að borga ekkert í fata- og skólakostnaði dætra þeirra Fataði dæturnar upp tvisvar lí síDasta ári Frétt DV um meðlagskröfu á hendur Davíð Þór Einarssyni hefur vakið mikið um- tal í heimabæ hans Vestmannaeyjum. Þurftu sjoppueigendur raunar að panta aukaupplag af blaðinu. Bæjarblaðið Eyja- fréttir fjallaði um málið á fimmtudag með viðtali við Maríu Pétursdóttur, fyrrum eigin- konu Davíðs, undir fyrirsögninni „Vona að Davíð einbeiti sér að eigin lífi". Davíð er mjög ósáttur við þá umfjöllun og að hann hafi ekki fengið tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. María segir m.a. að Davíð hafi ekkert lagt af mörkum í fata- og skólakostnaði þriggja dætra þeirra. Dav- íð segir þetta rangt og bendir á að hann hafi tvisvar farið með dætur sínar í frí erlendis á síðasta ári og í báðum ferðum hafi hann fatað þær upp. „Það er hinvegar rétt að frá þvl að Marfa höfðaði mál gegn mér síðasta haust hef ég ekki borgað neitt með dætrum mínum íyrir utan meðlagið," segir Davíð. „Mér finnst að María hafi verið mjög þver í þessu máli öllu þar sem hún hefur ekki fengið sínu fram- gengt hvað varðar umgengni mína við dæt- urnar. Ég er sjómaður og á því erfitt með að taka dætur mínar heim eftir einhverju föstu plani eins og hún gerir kröfu um.“ Ekki hægt að semja í viðtalinu við Maríu segir m.a. að ekki hafi verið föst regla á umgengni hans við dæturnar og ekki hægt að semja við hann um eitt eða neitt. Um þetta segir Davíð að hann hafi skrifað bréf til Maríu sl. sumar þar sem hann óskaði eftir að þau myndu ganga frá samningi um sameiginlega forsjá dætra þeirra. í bréfinu segir m.a.: „Ég legg til að umgengni verði almennt sveigjanleg en þó þannig að dæturnar verði hjá mér að minnsta kosti 7 daga í mánuði, 4 vikur sam- fellt að sumri, til skiptis hjá okkur annað hvert ár um stórhátíðir (páska, jól og ára- mót), en þetta jafngildir 120 dögum á ári. Samkvæmt tillögum Félags ábyrgra feðra til Alþingis haustið 2002 er lágmarksum- gengni 118 dagar á ári.“ Davíð segir að hann hafi einnig boðið Maríu að auk meðlagsins myndi hann greiða helming af öllum kostnaði við upp- eldi barnanna þ.e. lækniskostnaði tóm- stundaiðkun, og svo framvegis. Davíö Þór Einarsson Ósáttur við að vera sakaður um að bera ekki sirm skerf af kostnaði vegna dætra sinna. Bervitniá mánudag Condoleezza Rice,- þjóðaröryggisráðgjafi Bush Bandaríkja- forseta, ber vitni fyrir 11. september rannsóknar- nefndinni á mánudag. Rannsókn nefndarinnar miðar að því að kanna hvort koma hefði mátt í veg fyrir hryðjuverkin og er Rice lykilvitni í málinu. Aður hafði Hvíta húsið hafnað beiðni um að þjóðarörygg- isráðgjafinn bæri eiðsvarið vitni en vegna mikils þrýst- ings var sú ákvörðun dregin til baka. Sex ára undir stýri Gavin Conrad Harris, 31 árs Sydney-búi, hefur verið sviptur ökuleyfi í fimm ár fyrir að keyra fullur. Það er reyndar spurning hvort Harris keyrði fullur því þegar bíll hans lenti harkalega framan á lögreglubíl þá sat hann með sex ára frænda sinn í kjöltunni. Litli guttinn hélt um stýrið og hafði ekki tekist mjög vel upp að halda stjórn á farartækinu. Hvorugur var í sætis- belti. Dómari lenti í smávanda við að úr- skurða um atvikið en ákvað að lokum að Harr- is skyldi sviptur ökuskír- teininu auk þess sem hann þarf að sitja í varð- haldi um hverja helgi næsta hálfa árið. Stækkun NATO fagnað Stækkun Atlantshafs- bandalagsins (NATO) var fagnað í gær. Her- menn frá hinum nýju sjö aðildar- rflcjum sambands- ins drógu þjóðfána sína að húni við höfuðstöðvarnar í Brussel í Belgíu. Nýju rfldn í sambandinu eru Búlgaría, Eistland, Lettíand, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Sló- venía og er stækkunin nú sú mesta frá stofnun sam- bandsins árið 1949. Rfld NATO eru nú 26 talsins. F JON OSKAR t 3. apríl - 25. apríl 2004 Verið velkomin á opnun sýningar Jóns Óskars í Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23, laugardaginn 3. apríl kl. 17.00. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14.00 til 18.00 Kling&Bang gallerí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.