Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 29
DV Fréttir LAUGARDAGUR 3. APRlL 2004 29 " ' og krónprinsinn var krýndur reyndi eigin- konan að þvinga sér leið að krýningunni, en án árangurs. Prinsinn, sem varð Georg IV, ákærði hana fyrir framhjáhald, en almenn- ingur stóð með henni og fannst koma vel á vondan. Hinn nýi konungur var ekki vel að sér í stjómkænsku, en hafði mjög gaman af hinu ljúfa lífi. Hann lét endurbyggja Windsor-kastala og Buckingham-höll í nú- verandi mynd, og átti mesta málverkasafn Evrópu. Hann kaus að dveljast í Brighton með frú Fitzhebert og einkakokki sínum sem útbjó allt að 900 rétta máltíðir, og end- aði ævina þar í rúmi sínu, spikfeitur og íklæddur austurlenskum páfuglsskrúðklæð- um. Dóttir Georgs hins IV og eina lögmæta afkvæmi hafði látist við barnsburð, og við ríki tók yngri bróðir hans, nú Vilhjálmur IV. Vilhjálmur hafði • ekki búist við ríkiserfðum, og hafði átt feril í sjóhernum. Hann átti tíu börn með dóttur írsks dómara, hinni fögru frú Jordan, en þar sem prinsinn var stöðugt skuldugur þurfti hún reglulega að yfirgefa börnin til að leika á sviði svo þau hefðu í sig og á. Þegar það varð ljóst að hann myndi taka við ríki þurfti hins vegar að finna handa honum viðeigandi kvonfang. Prins- inn varð nú ástfanginn af konu sem nefndist ungfrú Wykeham, en lét undan og yfirgaf hana grátandi tU að giftast þýskri prinsessu. Prinsessan, Adelaide, var á allan hátt fyr- irmyndareiginkona og stjúpmóðir hinna 10 óskilgetnu barna, nema hvað henni mistókst að geta erfingja, þar sem báðar dætur hennar létust börn að aldri. Vilhjálm- ur lést árið 1834, ekki á klósettinu eins og fyrirrennari hans, heldur í miðri ræðu þegar hann ávarpaði biskupaþing Bretlandseyja. Þar sem Vilhjálmur átti engan lögmætan erfingja gekk krúnan nú til bróðurdóttir hans Viktoríu. Viktoría var aðeins 18 ára gömul, en hún átti eftir að sitja í bresku hásæti lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi og náði ríki hennar yfir um fjórðung mann- kyns. Var Kobbi kviðrista prins? Viktoría varð vinsæl strax við krýningu. Eins og Vilhjálmur hafði spáð fyrir um voru sjóliðar reiðubúnir til að berjast fyrir unga og ógifta drottningu, og tattóveruðu andlit hennar á hendurnar. Viktoría giftist þýskum prins, Albert, árið 1840. Hann reyndist fyrir- myndar drottningarmaður, og var hjóna- band þeirra hamingjusamt þrátt fyrir að hafa verið ákveðið af foreldrum þeirra. Þau sáust saman í göngutúr snemma morguns daginn eftir brúðkaupið, sem fékk suma til að hafa áhyggjur af því hvort erfingi myndi verða getinn. En það kom ekki að sök, þau eignuðust fjóra syni og fimm dætur, og voru dugleg við að gifta börn sín inn í erlendar kóngafjölskyldur. Prinsinn lést skyndilega árið 1861, og drottning tók andlát hans mjög nærri sér. Hún forðaðist að koma fram opinberlega þar eftir og byggði minnisvarða um mann sinn víðs vegar um rflci sitt. Er Royal Albert Hall í London með þeim þekktari. Þó að Viktoría hafi verið dáð átti hún, eins og flest- ir í ættinni, í erfiðleikum með börn sín. Elsti sonur hennar, Játvarður, sem var rfldserf- ingi, þótti almennt til fyrirmyndar, en þegar hann átti í ástarsambandi við írska snót sama ár og Albert prins dó kenndi drottning honum um dauða eiginmanns síns. Arið 1863 giftist hann danskri prinsessu, Al- exöndru, og þykir hennar ásjóna sú fegursta sem nú hangir í Westminster-höll. Hún var heimakær og hugsaði vel um sex börn þeirra, en hann hafði mest gaman af veð- reiðum og fjárhættuspilum og áttu þau fátt sameiginlegt. Játvarður var sextugur þegar móðir hans dó, og var hann konungur í aðeins níu ár áður en hann lést. Sonur Játvarðar, kallaður Eddy, hefði átt að taka við krúnunni, þrátt fyrir að vera á mörkum þess að vera þroska- heftur og hafa einnig erft heyrnargalla frá móður sinni. Hann hafði dálæti á vændis- konum og fékk sýfilis, og ýmsar kenningar eru uppi um að hann og fjöldamorðinginn Kobbi kviðrista hafi verið að hylma yfir hneyksli tengd prinsinum, eða jafhvel að þeir hafi verið einn og sami maður. Eddy lést þó um aldur fram. Bróðir hans Georg hafði ekki búist við því að taka við af föður sínum og starfaði sem sjóliðsforingi, en varð krýndur Georg V árið 1910. Hann var giftur þýskri prinsessu, Maríu, sem hafði áður verið trúlofuð bróð- ur hans Eddy. Ólíkt flestum öðrum með- limum ættarinnar átti hann gott og náið samband við föður sinn. Hann var konung- ur þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út, og til að sýna samúð með þjáðri þjóðinni bannaði hann allar vínveitingar í höllinni meðan á stríðinu stóð. Þegar hann fór á veiðar var bráðin gefm sjúkrahúsum, og hann var einnig duglegur við að heimsækja hermenn. Þegar Bretland og Þýskaland áttu í stríði þótti ekki lengur nógu gott að kon- ungsfjölskyldan héti hinu rammþýskanafni Hannover, og breytti hún því nafninu í Windsor, eftir Windsor-kastala, sem hún hefur heitið síðan. María Englandsdrotting þótti kaldlynd, og töldu sumir að hana hafi skort getuna til að veita eðlilega móðurást. Konungur segir af sér fyrir ástina Elsti sonur hennar, Játvarður, átti eftir að leita þeirrar ástar sem hann skorti í æsku í faðmi kvenna. Bræður hans giftu sig allir ungir, en hann spilaði golf og dansaði fram á nótt og ferðaðist víða, enda talinn ákjósanlegasti piparsveinn í heimi. Hann átti í ástarsamböndum við giftar konur og varð loks ástfanginn af hinni tvígiftu og bandarísku Wallis Simpson. Bresku blöðin gættu þagmælsku, en frönsku blöðin fluttu reglulega fregnir af sambandi þeirra. Hann varð konungur þegar faðir hans dó árið 1936, og skömmu síðar skildi Simpson við seinni eiginmann sinn. For- sætisráðherra kallaði konung á sinn fund og réði honum frá því að giftast henni, en allt kom fyrir ekki. Einn hertogi stakk upp á að hann giftist henni borgaralega, sem myndi þýða að hún yrði ekki drottning, en fáir gátu sætt sig við slíka lausn. Þann 10. desember lýsti hann því yfir að hann treysti sér ekki til að vera konungur án konunnar sem hann elskaði. Hann sagði af sér og þau giftust ári síðar. Hann fékk í staðinn titilinn hertoginn af Windsor, en eiginkonu hans var bannað að taka sér tit- ilinn hertogaynja. Leiddi þetta til illdeilna innan fjölskyldunnar, og hertoginn og eig- inkona hans bjuggu til æviloka í Frakk- landi. Hertoginn, sem bar titilinn Játvarður VIII þann stutta tíma sem hann ríkti, hefur verið talinn óforbetranlegur rómantíker, maðurinn sem fórnaði kongungsríkinu fyrir ástina, en sumir hafa viljað meina að hann hafi verið látinn segja af sér vegna dálætis á Hitler. Yngri bróðir Játvarðar, sem nú varð Georg VI, tók við krúnunni. Pabbi hans hafði strítt honum í æsku, sem leiddi til þess að hann var feiminn og stamaði. Hann giftist lafði Elísabetu, enskri hefðarkonu, og bæði gegndu þau skyldum sínum með sóma, hvort sem um var að ræða hina erfiðu tíma seinni heims- styrjaldarinnar eða upplausn breska heimsveldisins sem fylgdi í kjölfarið. Kon- ungur dó úr krabbameini árið 1952, en kona hans lifði hann um 50 ár, og lést árið 2002, þá 102 ára að aldri. Elísabet, núver- andi Englandsdrotting, tók við af föður sínum og ríkir enn. valur@dv.is W£.\j m |n £ (■i é'ist' \ jHj Flfel Mm / l iVi í i haldi i Ehsabet hefur haft litia ástæðu tií að brosa eftir að börri henrtar komust á fegg. Ceorg HL Var Uúr konu sinni en úrskuróaöur geöveikur. Konungur skoðar flotastöð i seinni heimsstyrjöldinni. Með honum er eiginkona hans Elísabet, sem lést 2002. Játvarður Vlt var var giftur hinni norsku Maud, en rikti aðeins i áratug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.