Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. APRlL 2004 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Rltstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar: ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: - dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um páskanafr m 1. Hvað kallast sunnudag- urinn á morgun? 2. Hvað kallast næsti fimmtudagur? 3. Til minningar um hvað héldu gyðingar upphaflega páskahátíð? 4. Hvað eru margar vikur milli páska og hvítasunnu? 5. Hvað ræður því hvaða dag páskadagur er? Svör neðst á síðunni Dýrar kartöflur Leiðarahöfundtlr Mirror í Bretlandi undrast það hve kartöflur hækka í. verði við að þær séu skornar niður, saltaðar og settar í poka. „Við getum keypt kartöflu fyrír nokkur pens en þegar henni er breytt í flögur, fer verðið upp úr öllu valdi,“ segir Mirror. Svo hækkar verðið enn meira þegar flögupokar eru seldir á kram. „Við vitum að þetta er óhollt en okkur virðist vera sama hvað við borgum," segir blað- ið. Páskar Orðið„páskar" er komið úr arameísku og öðrum tungumálum Miðaustur- landa og þýðir einfald- lega„páskalambið" sem gyðingar neyttu á sinni hátíð sem varð að hinum kristnu páskum. Gyðingar nota (á ensku) orðið Passoveryfir sina hátíð, sem þeir halda vita- skuld ennþá hátíðlega, og merkingin er komin frá því að engill drottinsjór framhjá" Lpassed over'j dyrum gyðinga í Egypta- landi þegar frumburðir allra Egypta voru drepnirí tilraun til að fá gyðinga lausa úr Egyptalandi. Orðið„dym bilvika “ sem notað er um dagana fyrir páska mun vera dregið af þvíað á páskum var sett- ur trékólfur - svokallaður „dymbill" - í kirkjuklukkur til að gera hljóðið úrþeim lágværara og sorglegra en ella. Því þótt boðskapur páskanna eigi að heita gleðilegur hefur löngum þótt við hæfi að vera dapur þessa daga. Málið Svörvið spurningum: 1. Pálmasunnudagur - Z Skírdagur - 3. Brottför þeirra frá Egyptalandi - 4. Sjö - 5. Páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl eftir vorjafndægur. Skrautfjaðrirnar skornar af RÚV Stjórnvöld í landinu verða að gera einhverjar ráðstafanir til þess að losa Ríkisútvarpið úr þeirri spenni- treyju fjársveltis og stjórnsýsluvesens sem plagað hefur stofnunina mörg undanfarin ár. Nii er Rfldsútvarpinu ætlað að skera nið- ur kostnað um hundrað milljónir og í DV í gær var skýrt frá því að meðal þeirra þátta sem ættu að fjúka úr sjónvarpsdag- skránni væru unglingaþátturínn At, fréttaskýringaþátturinn í brennidepli og ef til vilf Af fíngrum fram þar sem Jón Ólafsson ræðir við tónlistarmenn. Nú þegar hefur Pressukvöldið verið lagt af. Ég hef ekki á hraðbergi neinar töfra- lausnir á þeim vanda sem Rfldsútvarpið á í. Vel er sennilegt að einhvers staðar í því stóra bákni megi finna leiðir til hagræð- ingar og sparnaðar sem ættu að liggja beinna við heldur en að hætta útsending- um á nokkrum af helstu skrautfjöðrum stofnunarinnar. En eftir mun sitja enn hærra hlutfall af erlendu sjónvarpsefni, sem ekkert er at- hugavert við að sé inn á milli innlendra dagskrárliða, en beinlínis út í hött að rfldsrekið sjónvarp sé nálega ékkert nema erlent efni, nánast eins og sú vídeó- leiga sem sumar aðrar sjónvarpsstöðvar eru gjarnan gagnrýndar fyrir að vera. Tilverugrundvöilur Ríkisútvarpsins, bæði útvarps og sjónvarps, felst vitaskuld í innlendri dagskrárgerð og svona aðfarir duga einfaldlega ekki. Olugt Jökulsson Sönn íslnnsk sakamál „[LJögreglan hafði nokkrar vonir um að þáttagerðin gæti orðið tíl að ýta við hinum seku og stuðla að því að málið leystist Sam~ kvæmt greinfDVJ gekk það eftir. Fyrst og fremst EINKAVIDTAL DV við Jónínu Bald- ursdóttur, sem birtist í blaðinu á fimmtudaginn var, vakti mikla at- hygli enda sagði hún þar dramatíska og jafnvel átakanlega sögu. Hún hafði um skeið búið með einum af þeim, þremur mönnum sem frömdu á sínum tíma hið svo- kallaða Skeljungsrán árið 1995 og hann sagði henni ffá hlut sínum að ráninu, rétt eftir að það var framið. Hún átti þá við peningavandræði að stríða og þáði hluta af ránsfengnum en hefur alla tíð síðan þjáðst af sam- viskubiti vegna þess. Nú er hún búin að segja lögregl- unni sögu sína og sagði þjóðinni hana í DV. Ljóst er að hún hefur ekki auðgast þótt hún hafi látið freistast til að þiggja fyrrnefndan hluta af ránsfengnum. Og það er lögregl- unni og yfirvöldum til sóma að hafa í ljósi þess sem á undan er gengið ákveðið að höfða ekki mál á hendur henni. Raunar er vafasamt - þótt við eftirlátum þá spurningu öðrum - hvort höfða eigi mál á hendur ræn- ingjunum sjálfúm eftir öll þessi ár. Einn þeirra virðist þegar hafa goldið fyrir ránið með lífi sínu þar eð hann mun hafa svipt sig lífi þegar hlutur hans í ráninu var í þann veginn að komast upp. ATHYGLISVERÐUR VAR eftirfarandi kafli í viðtalinu við Jónínu: V, „Kveikjan að þessu [játningunni] J var þátturinn Sönn íslensk sakamál ^ ífyrra. Það var nákvæmlega þá sem c þetta gaus allt upp hjá mér og ég S fann aðégþurfti að segja frá þessu. “ _ Á forsíðu var lagt út frá þessum orðum hennar á ~ þessa leið: „Hún tók ákvörðunina « [um að ljóstra upp \ um málið] eftir að ~ hafa horft á sjón- „ varpsþátt Sigur- - steins Mássonar, ~ Sönn íslensk saka- *> ‘ mál.“ ™ Hér var raunar ekki hárnákvæmt £ farið með. Nafn Sigursteins er að ^ vísu og verður ævinlega mjög tengt - fyrrnefndum sjónvarpsþáttum um Z „sönn íslensk sakamái". Hann skrif- aði handritið að fyrstu þáttaröðinni ~ og var l£ka þulur á svo eftirminnileg- ai an hátt að þótt Sigursteinn hafi síð- an ekki komið nálægt handritagerð í frekari þáttum, þá hefur hann ætíð verið fenginn til að lesa textann. Handritið að þættinum ' um Skeljungsmálið skrifaði hins vegar Kjartan Björgvinsson og Sævar Guðmundsson var leikstjóri. En Sigursteinn las sem sagt textann. Sigursteinn hafði getið sér gott orð fyrir þætti um Geirfinnsmálið sem mikla athygli vöktu á sínum tíma. SÖNN ÍSLENSK SAKAMÁL voru all- nokkur nýlunda á íslandi þegar þættirnir hófu göngu sína, en hug- myndina að þeim fékk Björn Brynj- úlfur Björnsson og hefur hann framleitt alla þá sextán þætti sem þegar hafa verið gerðir og leikstýrt mörgum þeirra. Allir þættirnir nema einn hafa fjallað um mál sem upplýst eru, og þátturinn um Skelj- ungsránið sker sig því vandlega ffá hinum. í þeim þætti var auk ráns- ins á peningunum frá Skeljungi fjallað um bíræfið banka- rán sem framið var sama ár í Búnaðar- bankanum ’á Vest- urgötu en þessi rán áttu það sameigin- legt að vera óvenjuvel skipulögð af íslenskum ránum að vera. Björn Brynjúlfur Björnsson sagði í gær um þáttinn: „Það athyglisverða við þáttinn um Skeljungsránið er að það er eini þátturinn í seríunni sem fjallar um óupplýst mál. Þar var um tilraun að ræða og lögreglan hafði nokkrar vonir um að þáttagerðin gæti orðið til að ýta við hinum seku og stuðla að því að málið leystist. Samkvæmt grein [DV7 gekk það eftir." DV HEFUR RAUNAR heimildir fyrir því að lögreglan hafi verið sannfærð um að sömu mennirnir hafi staðið bæði að Skeljungsráninu og Búnað- arbankaráninu og vonir lögreglu- manna um að sjónvarpsþátturinn yrði til þess að málið leystist hafi verið svo ríkar að lögreglan hafi meira að segja fengið leyfi til að hlera síma hjá þeim sem hún grun- aði um báða verknaðina um það leyti sem þátturinn var sýndur í þeirri von að þeir hlypu beint í sím- ann til að skeggræða efni þáttarins. Ekki gekk það eftir þá en þó hef- ur sem fýrr segir þátturinn greini- lega orðið til þess á endanum að málið leystist. Kona Adams eða næturgrýla Þegar flállað var í þessum dálld fýrir fáeinum dögum um þá mikilvægu spumingu hvort kettir séu nefiidir í Biblí- unni, þá birtum við m.a. kafla úr enskri Biblíuþýðingu á Jesaja 34:14 sem hljóðaði svo: „Wildcats and hyenas will hunt together / demons and devils dance through the night, / The night-demon Lflith, evil and rapacious, / will establish permanent quarters." Þama var hebreska orðið „tsijjim" þýtt sem „villikettir" og í fslensku BibKunni er orðið þýtt „urðarköttur" en eins og sýnt var fram á er varla um neins konar kött að ræða heldur frekar einfaldlega „eyðimerkurdýr" af einhveiju tagL En „næturdjöfullinn Lilith" sem sagt er frá í enska textanum er í fslensku þýðingunni „næturgrýla" og Gunnlaug- ur A. Jónsson prófessor sem við leimöum til lét fylgja medálegar hugleiðingar um Lilith þessa sem við komum hér á framfæri: „Þess má geta til gamans að á einum staðnum þar sem hugtakið [urðarkötturj kemur fyrir (Jesaja 34:14) er einnig aö finna hebreska nafiúð Lilit sem í gyðinglegri hefð er stundum sögð hafá verið fyrri kona Adams. Því hefur verið haldið fram að í kvikmyndinni the Passion of the Christ sé hún fýrirmyndin að hinni sérkennilegu satanfaku vera í myndinni Þetta er eini staðurinn í Biblíunni þar sem Lilit er nefiid og hefur hún í íslenskum Biblíuþýðinguni gjaman verið nefnd næturgrýla enda engan veginn ljóst að þama sé um sémafn að ræða."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.