Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 31
DV Fókus LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 Éé ; Á fslandi er aðeins einn framleiðandi sem eitthvað kveður að en það er að sjálfsögðu Sigurjón Sighvats. Maðurinn sem hangir eina vikuna með stjörnunum f Hollywood en gerir í vikunni á eftir mynd um íslenskt rokklff hlýtur bara að vera sá rétti í verkið. Og svo mikla trú hefur DV á þessari mynd og þessu verkefni að blaðið ætlar sér að vera meðframleiðandi. Hér er því verið að tala um DV/Sighvats production. Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson Jón Tryggvason er kjörinn f að leikstýra þessari mynd. Er hann líklega okkar reyndasti á sviði hasar- mynda. Hann gerði ógleymanlega mynd með Karli Óskarssyni sem hét Foxtrott. Reyndar þótti hann heldur missa flugið þegar hann gerði myndina Nei, er ekkert svar sem var Ifklega of undir áhrifum frá kvikmyndagerð Jonna Sigmars. Jón mun ná sér á strik á nýjan leik með leikstjórn sinni á „Með lík f far angrinum." Leikstjóri Jón Tryggvason Karl Óskars er á lausu eftir að hafa yfirgefið Lata bæjar-skútuna. En hann er einmitt einn okkar allra snjallasti tökumaður og gerði Foxtrott með Jóni Tryggvasyni sællar minningar sem gerir hann að einum helsta hasarkvikmyndatökumanni sem fs- lendingar eiga. Ef alit fer að óskum væri hugsanlega hægt að ianda konu hans Telmu Tómasson sem kynningarfulltrúa myndarinnar. Kvikmyndataka Karl Óskarsson Ævar Örn er sá eini sem til greina kemur við að setja saman handrit að þeirri atburðarrás sem reyndar er fyrirliggjandi. Ævar hefur reynt fyrir sér sem glæpa- sagnahöfundur auk þess sem hann hefur til að bera reynslu af fjölmiðlum, sem óneitanlega blönduðust f málið á sfnum tfma. Handritið er nánast fyrirliggj- andi en fara þarf fagmannlegum fingrum um at- burðarrásina. Reyndar segir sagan að Ævar Örn hafi verið með ákaflega líkt plott í huga að nýrri sögu en svo greip raunveruleikinn frammf fyrir hendur hans. Handritshöfundur Ævar Örn Jósepsson inger L. Ingrid Jónsdóttir Jónsdóttir Með hlutverk sýslumannsins sem hafði f nógu að atast þegar málið stóð sem hæst fer Ingrid Jónsdóttir. Svo Ifkar eru þær að þeirri kenningu er hér með slegið fram, fullkomlega ábyrgðarlaust, að þær séu systur. Ingrid hefur ekki fengið nóg að gera í leikhúsinu, og alls ekki sé miðað við hæfileika. Þessi mynd, Með Ifkið f farangrinum, gæti orðið hennar tækifæri til að koma sér rækilega á stjörnukortið og þá í hlutverki systur sinnar. Þetta má heita Ijóm- andi skemmtileg tilviljun. Til að túlka stjörnulögmanninn Svein Andra þarf stjörnuleikara. Stjarna stjarnanna á fslandi er Hilmir Snær Guðnason. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Hilmir Snær getur leikið hvað eina. Þetta vita allir kvikmyndagerðar- menn og keppast við að fá hann í sínar myndir. DV/Sighvats production er engin undantekning þar á. Hilmir Snær er svokallaður method actor, hann kann að lifa sig inn í sínar persónur. Og hér þyrfti hann, Ifkt og Robert de Niro gerði þegar hann túlkaði ftalska folann, boxarann Jake LaMotta, að fita sig ei- Iftið. Hilmir Snær fer létt með það. Það er fyrst þegar kemur að hlutverki dómsmálaráðherrans í málinu sem sér- fræðingar DV rekur f vörðurnar. Hver hefur til að bera hinn kostulega mynd- ugleika sem Björn sýndi af sér þegar hann stal senunni og setti ofan f við þá fjölmiðla sem honum er ekki að skapi en hampaði þeim sem hann á í eða tengist? Þetta kostaði mikil heilabrot en lausnin var við nef manna þegar bet- ur var að gáð. Þarna fetar Björn f fótspor félaga sfns, Kjartans Gunnarssonar, hvað kvikmyndaleikinn varðar. Kjartan lék reyndar ekki sjálfan sig heldur prest í Myrkrahöfðingja Hrafns Gunnlaugssonar - og gerði þeirri persónu þau skil að eftir var tekið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.