Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 47
D*V Síöast en ekki síst LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 Pakkið fætt 1990 DavíðÞórJónsson skrifar um fermingar og fertugsafmæli Kjallari Um þessar mundir dynur á mér hrina af fertugsafmælum, en þau eru eitthvert mesta hræsnissukk sem fyrirfinnst. Hvað veldur því að einhver kýs að fagna þessu? Getur verið að veisla, gjafir og hópþrýst- ingur skipti þarna einhverju máli? Græðgin er auðvitað eðlilegur part- ur af sálarlíft þeirra sem verða fer- tugir í ár í allsnægtalandi. Mesta samfélagsmeinið er þó auðvitað þau óheyrilegu fjárútlát sem 1964 ár- gangurinn er að kalla yfir heimilin í landinu með þessari veislugleði. Fermingar verri en fertugs- afmæli? Þessar fullyrðingar eru vitaskuld allar út í hött og ekki nokkrum heil- vita manni samboðið að setja annað eins fram. Að gefa sér að maður geti lesið hug og hjörtu heils árgangs ís- lendinga og ekki séð þar annað en græðgi og lygar er ekkert annað en fordómar af verstu sort. En hvað ef við umorðum þennan inngang og höfum hann svona: Fermingar eru eitthvert mesta hræsnissukk sem fyrirfinnst. Hvað veldur því að einhver kýs að fagna þessu? Getur verið að veisla, gjafir og hópþrýstingur skipti þarna ein- hverju máli? Græðgin er auðvitað eðlilegur partur af sálarlífi íjórtán ára unglinga í allsnægtalandi. Mesta samfélagsmeinið er þó auðvitað þau óheyrilegu fjárútlát sem kirkjan er að kalla yfir heimilin í landinu. Siðblind fermingarbörn? Þá er þetta af einhverjum ástæð- um ekki lengur fordómahlaðinn þvættingur heldur meginuppistað- an í meintri vitrænni umfjöllun um fermingar eftir Birgi nokkurn Bald- ursson sem í vikunni birtist á vefn- um vantru.net, en hann er alls ekki ur og fá mörg hundruð þúsund krónur í fermingargjöf. í heifum ár- gangi af íslendingum eru auðvitað margir hræsnarar, en þar er líka mikið um heiðursfólk sem á betra skilið en að sitja undir ærumeiðing- um Birgis og hans líka fyrir það eitt að vera kristinn og fjórtán ára. Það að bjóða nánustu fjölskyldu og vinum til samsætis í tilefiii af fermingu manns er jafneðlilegt og að vilja seinna á ævinni fagna brúð- kaupinu og fertugsafmælinu í góðra vina hópi. Enginn hefur rétt til að gera manni upp annarlegar forsend- ur fyrir því. einn um að hafa gagnrýnt fermingar og fermingarveislur. Þessi söngur er reyndar fyrir nokkru orðinn fastur liður um hverja páska, en kirkjulegar athafnir sem dreifast betur yfir árið verða ekki fýrir barðinu á honum. Ég minnist þess til dæmis ekki að hafa heyrt fullyrt að öll brúðhjón stjórnist af græðgi og ást þeirra sé uppgerð. Hins vegar virðist Birgir og reyndar margir aðrir halda að á fjórtánda aldursári verði tímabundin stökk- breyting í haúsnum á hverju einasta mannsbarni sem geri það að verk- um að rétt yfir páskana það árið verði það siðblint og stjórnist sem félagsvera eingöngu af lævísi og undirferli. Lög gegn sleggjudómum Til allrar hamingju hafa íslend- ingar á undanfömum ámm upp til hópa tamið sér ákveðna háttvísi í opinberri orðræðu. Jafiivel eru í gildi lög sem gera það refsivert að fella sleggjudóma um heilu þjóðfélags- hópana, svo sem nýbúa, samkyn- hneigða, múslima og þar fram eftir götunum. Lögin era með öllu óþörf því enginn heilvita maður tekur mark á þeim sem ekki fylgir þeirri reglu af sjáfsdáðum að brjóta ekki í bága við þau. Hins vegar virðist þetta ekki gilda um unglinga. Um unglinga má alhæfa fram og til baka, jafnvel bera þá hinum þyngstu sök- um um illt innræti og skídegt eðli, án þess að ástæða þyki til að gera menn ábyrga orða sinna. Ef þú ert kristion og fæddur árið 1990 ertu réttlaus. Það er fullyrt í fjölmiðluqi að þig geti ekki langað að hitta ætt- ingja þína og vini nema til þess að græða á þeim og að persónuleg trú- arsannfæring þín sé uppgerð og hræsni. Vondir kapítalistar Víst gera margir meira úr ferm- ingunni en mér sjálfum þykir ástæða til og óneitanlega hafa vond- ir kapítalistar migið miskunnarlaust utan í hana til að græða peninga. En það má ekki gleyma því að það halda ekki öll böm 100 manna veisl- • Morgunblaðið hljóp fyrsta apríl 2. apríl á vefsíðu sinni. Á vef sínum sagði Morgunblaðið frá fornminjafúndi í Skutulsfirði og byggði þar á frétt sem birst hafði í Bæjaiins besta á ísa- firði daginn áður. Þar var um aprílgabb að ræða sem Morg- unblaðið gleypti hrátt og setti á veraldarvefinn. Sem betur fer var fréttin fljótlega tekin af vefnum því þetta grín var aðeins til eins dags ætlað... • Bankagjaldkerar víða um land hafa áhyggjur af nýja 5000 króna seðlinum. Þykja pappírsgæði hans ekki eins góð og vera þyrfti og hafa gjald- kerarnir áhyggjur af að hann eyðist upp. Jafhvel í vösum fólks og því eins gott að spara þá ekld of lengi og eyða frekar sem fyrst. Þykir það ekki góð lenska í fjármálum almenn- ings sem kunnugt er... • Eins og DV hefur greint frá vakti nokkra athygli að á stórgóða blaðaaug- lýsingu frá frétta- stofu Stöðvar 2, þar sem gat að líta mynd af hinum föngulega og fríða hópi fréttamanna stoðvarinnar, vant- aði hinn smáa en knáa hauk Þór Jónsson. Mun Þór gefa þá skýr- ingu að hann hafi ekki sést því hann stóð á bak við Gissur Sig- urðsson, þann gamla og reynda fréttaref. Þessi skýring Þórs þykir ekki trúverðug því glöggir menn tóku eftir því að Gissur vantaði einnig á myndina. Ætíar þetta mál varðandi auglýsinguna að reynast hið dularfýllsta... Mótaðu verðlaunasætið! mazDa Mazda 3 T1,6 I kostar aðeins 1.795.000 kr Bfil órsins í Danmörku, Finnlandi og Tékklandi. Rnnað sætið fvali ó bfi órsins f Evrópu ósamtVWGolf. flukahlutir ó mynd: ólfelgur og vindskeið ó afturhlera Skúlagötu 59, %fmí 540 9400 www.raeslr.is Mazaaö ervel búinn og kraftmikill bfil sem þú verður að skoða. Opið fró kl. 12-16 laugardaga hmbhmhi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.