Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 37
3DV Sport
LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 37.
Hlynurtók 20
fráköst
Hlynur Bæringsson og
Corey Dickerson voru
mennirnir á bak við 80-76
sigur Snæfells á Keflavík í
fyrsta leik liðanna í loka-
úrslitum íslandsmóts karla í
körfiibolta. Hlynur skoraði
12 stig og tók 20 fráköst (10
sitthvorum megin) og Corey
Dickerson var með 33 stig.
Keflavík byrjaði betur en
Snæfell náði frumkvæðinu í
öðrum leikhluta, komst
mest 14 stigum yfir í þeim
þriðja og hélt út á spenn-
andi lokamínútum.
Hjá Keflavrk var Derrick
Allen með 29 stig og Nick
Bradford skoraði 20 stig, tók
13 fráköst og gaf 6 stoð-
sendingar.
Fimmti leikur-
inn á 8 dögum
Annar leikur Keflavíkur
og Snæfells um
íslandsmeistaratitil karla £
körfubolta fer fram í
Keflavík í dag og hefst hann
klukkan 17:00. Þetta verður
fimmti leikur Keflvíkinga á
aðeins átta dögum og
reynir því mikið á breidd og
styrk liðsins en einn
þessara leikja var
framlengdur.
Bárður með bikarinn Þjálfari Snæfellinga er Bárður Eyþórsson ereiniþjálfarinn sem hefur
stýrt sínu liði til sigurs i sex fyrstu leikjum í úrslitakeppninni. DV-mynd Hari
Snæfell varð í fyrrakvöld fyrsta liðið í
sögu úrslitakeppni karla í körfubolta til »
þess að vinna sex fyrstu leikina sína í
sömu úrslitakeppni.
Arangur Snæfells þetta tímabil
er löngu orðinn einstakur í
sögu Snæfells en eftir fyrsta
úrslitaleikinn gegn Keflavík
sem Snæfell vann 80-76, er
Snæfellsliðið einnig orðið
einstakt í sögu íslenska
körfuboltans. Ekkert lið hefur
unnið sex fyrstu leiki sína í
sömu úrslitakeppni í 20 ára
sögu úrslitakeppni karla.
Snæfell sló út Hamar 2-0 £ átta
liða úrslitunum og vann síðan alla
þrjá leiki sína gegn Njarðvík í
undanúrslitunum. Aðeins eitt lið
hafði komist £ gegnum átta liða- og
undanúrslitin án ósigurs, Grindavík
árið 1997, og Grindvfkingar töpuðu
þá öllum þremur leikjum sínum í
úrslitaeinvíginu gegn Keflavík.
Snæfell hefur nú unnið 18 af
síðustu 19 leikjum sínum á
íslandsmótinu og eina tap liðsins
kom á ísafirði í 22. og síðustu
umferð í leik sem skipti engu máli.
Vinni Snæfellingar næsta leik
jafna þeir annað met sem er í eigu
Keflvíkinga sem unnu sjö síðustu
leiki sína í úrslitakeppninni í fyrra.
Það er lengsta sigurganga innan
einnar úrslitakeppni.
Til þess verða þeir þó að enda 30
leikja sigurgöngu Keflvíkinga á
heimavelli sem hafa ekki tapað fyrir
íslensku liði á Sunnubrautinni síðan
í janúar 2003.
ooj@dv.is
METSNÆFELLINGA
Snæfell hefur unnið alla sex leiki
sína í úrslitakeppninni, fyrstir liða.
Flestir sigrar f röð í upphafi
úrslitakeppni:
Snæfell, 2004 6 f
Grindavlk, 1997 5
KR*, 1990 5
Njarðvík*, 1984 4
Njarðvík*, 1986 4
Njarðvík*, 1987 4
* Uðin unnu alla leikina f
úrslitakeppninni þetta tfmabll.
Flestir sigrar í röð innan einnar
úrslitakeppni:
Keflavík, 2003 7
Snæfell, 2004 6
Njarðvík, 2001 6
Grindavík, 1997 5
Njarðvlk, 1995 S
KR*, 1990 5
<JÍ iJHJDDJáil
1 / JJjLdJ J J
yj r j | ^ | j j
MYNDFORM
Myndform ehf I sími: 534 0400 I myndform.is