Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 19
DV Fókus LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 1 9 Sjálfur sagðist Gilles de Rais um ævina hafa séð voðalegri hluti en nokkur maður á þessari plánetu. Átti hann við reynslu sína úr hundrað ára stríðinu; opinberar orrustur og frístundir? Frakkakóng og aðra veraldlega valdhafaf biskupa og annað andlegt yfirvald: Svikin við Jóhönnu aförk? Svikin við sig? Barnamorðin og meiðingarnar? Eða kannski bara sjálfan sig? Kastali de Rais Þarna reyndi hann að særa fram Belzebúb og bar - að sögn - fram barnablóð við seremónlurnar. Carmes að beiðni fjölskyldu sinnar. Vitorðsmennirnir tveir, meintir starfsmenn skrímslisins, voru hins vegar brenndir á báli að hengingu lokinni. Munkurinn uppflosnaði og aðrir úr sauðahjörð Gilles de Rais, sem borið höfðu vitni gegn honum og játað ýmislegt á sig í leiðinni, voru lausir allra mála og hurfu á braut. Sjálfur sagðist Gilles de Rais um ævina hafa séð voðalegri hluti en nokkur maður á þessari plánetu. Átti hann við reynslu sína úr hundrað ára stríðinu; opinberar orustur og frí- stundir? Frakkakóng og aðra verald- lega valdhafa, biskupa og annað andlegt yfirvald; Svikin við Jóhönnu af Örk? Svikin við sig? Barnamorðin og meiðingarnar? Eða kannski bara sjálfan sig? Heimsmynd miðalda Þessar myrku aldir gátu bæði afsér málverk Hieronymusar Bo'sch og glæpi Gilles de Rais. Rauðhetta, Öskubuska og kvennamorðinginn mikli Franska skáldið Charles Perrault var uppi á sautj- ándu öld og gaf 1697 út bók- ina Sögur frá gömlum tíma. Þar hafði skrifað upp átta gamlar þjóðsögur sem þar með má segja að hafi tekið á sig nokkuð endanlegt form. Meðal • sagnanna eru Rauðhetta, Mjall- hvít, öskubuska, Stígvélaði kött- urinn, Tumi þumall og svo sagan um Bláskegg sem talin er styðjast við sögur af Gilles de Rais. Þar sagði frá riddaranum Raoul sem gekk að eiga sjö- undu eiginkonu sina, Fatimu, og bjó henni heimili í drunga- legum kastala sínum. Þar kom að hún slysaðist til að opna læstar dyr og fann þar lík fyrri kvennanna sex sem Raoul eða Bláskeggur hafði myrt. Hann hyggst bæta henni í safnið en bræður Fatimu mæta á svæðið á síðustu stundu og bjarga lífi hennar. Thorsararnir Auður, áhrif og öfund Á fyrri hluta tuttugustu aldar var Thors-fjölskyldan, Thorsararnir svo- kölluðu, umtalaðasta fólk á íslandi. Og það að vonum. Thorsarar voru ríkir, áhrifamiklir, voldugir og sam- heldnir. Öfundaraugu Á þessum árum var því miður ekkert Séð og heyrt gefið út. Fólk varð að láta sér nægja söguburð Gróu á Leiti og umtalið á Kjaftaklöpp og símalínum bæja og sveita. En af nógu var svo sem að taka því Thors- arar komu víða við í þjóðfélaginu, áttu glæsivillur, sumarhús, flotta bíla og auður þeirra, sambönd og völd skapaði fjölskyldunni margvísleg tækifæri sem aðrir fengu ekki. Margir horfðu öfundaraugum á Thorsarana. Sú skoðun átti hljóm- grunn víða að velgengni þeirra bitn- aði á almenningi sem hefði minna til skiptanna fyrir vikið. Lesendur Al- þýðublaðsins, Tímans en þó einkum Þjóðviljans fengu reglulega skammta af stóryrðum og svigurmælum um „Nauðmannakhkuna" sem hugsaði um það eitt að skara eld að eigin köku. Var Thorsurum iðulega kennt um margt það sem aflaga fór í þjóð- félaginu. Morgunblaðið og Vísir töl- uðu aftur á móti máh fjölskyldunnar. Brautryðjandinn Ættfaðirinn Thor Jensen bjó fjöl- skyldunni árið 1908 veglegt heimili við Tjörnina í Reykjavík. Við Frí- kirkjuveg reistí hann stærsta íbúðar- hús þeirra tíma á íslandi og þykir það enn veglegt; er um 400 fermetrar að stærð, auk þess að vera einkar glæsilegt að sjá og setur svip á mið- borg Reykjavflcur. Löngu eftir að fjöl- skyldan var horfin af sviði þjóðh'fsins áttu margir vinstri sinnaðir rithöf- undar og kennarar svefnlausar næt- ur þegar þeir báru saman í huganum „höll” Thorsaranna og „hreysi” al- þýðunnar í bænum um aldamótin. Myndir af þessum hrópandi and- stæðumi voru á tímabili ekki óal- gengar í kennslubókum og sögurit- um rauðra penna. Nú á dögum viðurkenna flestir að Thor Jensen hefði engum gert greiða með því að búa sér og börnum sín- um tólf og vinnufólki lágreistar og þröngar vistaverur. Enn síður mund- um við minnast hans í dag ef hann hefði tekið sér fjöldann að fordæmi í stað þess að gerast athafnasamur brautryðjandi í viðskiptum og at- vinnuvegum. Hann tók satt að segja ekki neitt frá neinum heldur lagði grundvöll að auðsköpun allra lands- manna og má með réttu kallast einn af helstu höfundum hagsældarþjóð- félags okkar nú á dögum. Kveða má fest að orði um þetta: Án athafna- manna aldamótanna síðustu er ólík- legt að hér byggi sjálfstæð þjóð. Nú á dögum viður- kenna flestirað Thor Jensen hefði engum gert greiða með því að búa sér og börnum sínum tólfog vinnu- fólki lágreistar og þröngar vistaverur. Enn síður mundum við minnast hans í dag efhann hefði tek- ið sér fjöldann að for- dæmi i stað þess að gerast athafnasamur brautryðjandi í við- skiptum og atvinnu- vegum. Úr fátækt til auðlegðar Thor Jensen var Dani. Hann kom hingað unglingur að aldri með tvær hendur tómar, kvæntist íslenskri al- þýðustúlku og hóf sig upp með iðju- semi við verslun og útgerð. Það skiptust á skin og skúrir í atvinnu- rekstri hans; um aldamótin varð hann gjaldþrota, en áður en áratugur var liðinn var hann orðinn stórauð- ugur kaupmaður í Reykjavík. Hann varð einn af frumkvöðlum togaraút- gerðar hér á landi, en það var hún sem öðrum atvinnugreinum fremur gerði fsland rflct og íslendingum kleift að komast út úr torfhúsunum og timburhjöllunum í mannabústaði nútímans. Thor var einn af frum- kvöðlum að stofnun Eimskipafélags- ins 1914 og á fjórða áratugnum reisti hann stærsta framleiðslubýli ís- lensks landbúnaðar, Korpúlfsstaði í Mosfellssveit. Mikill völlur var á útgerðarfélag- inu Kveldúlfi sem Thor stofnaði 1912 og synir hans ráku næstu áratugina. Það sinntí jöfnum höndum veiðum (aðallega þorskveiðum og sfldveið- um), vinnslu og sölu afurða erlendis. Er talið að það hafi um tíma ráðið yfir allt að þriðjungi af öllum fiskafla landsmanna. Fyrirtækið var árum saman bitbein í stjórnmáladeilum, einkum á fjórða áratugunum, þegar póhtíkin var hatramari en nú á dög- um. Pólitísk undiralda Afstaðan til Thorsaranna og fyrir- tækja þeirra markaðist öðrum þræði af togstreitu um ólflcar leiðir í at- vinnurekstri á fýrri hluta síðustu ald- Guðmundur Magnússon skrifarum ThorJensen og ætt hans Söguþræðir ar; samvinnumenn, sem boðuðu kaupfélagarekstur, og sósíalistar, sem boðuðu þjóðnýtingu, voru öfl- ugir á þessum árum; vildu þeir einkaframtakið feigt. Flokkastjóm- mál áttu einnig hlut að máh því tveir sona Thors sátu á Alþingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, Ólafur, sem fimm sinnum gegndi embættí forsætísráð- herra, og Thor, sem seinna varð sendiherra vestanhafs. Þegar fram liðu stundir áttu fleiri, sem tengdust fjölskyldunni, eftír að leggja stjóm- málin fyrir sig; nefna má að Jóhann Hafstein, tengdasonur Hauks, eins Thorsbræðra, varð forsætísráðherra, og Pétur Benediktsson (bróðir Bjarna forsætisráðherra), tengda- sonur Ólafs, varð alþingismaður, sendiherra og bankastjóri. Thorsarar blönduðust einnig inn í kjarabarátt- una, því einn af sonum Thors Jen- sen, Kjartan, var formaður Vinnu- veitendasambandsins frá stofnun þess á kreppuárunum og fram undir lok sjöunda áratugarins. Og Thorsar- ar tengdust gömlum valdaættum: Soffía Lára, ein dætra Hannesar Haf- stein ráðherra, var gefin Hauki Thors. Eiginmenn Thorssystra létu einnig að sér kveða. Þannig var Guð- mundur Vilhjálmsson, maður Krist- ínar, forstjóri Eimskipafélagsins í meira en þrjátí'u ár. Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, maður Margrétar Þor- bjargar, var forstjóri oh'ufélagsins Skeljungs. Tengdasonur þeirra er Björgólfur Guðmundsson núverandi formaður og aðaleigandi Lands- bankans, en sonur hans er athafha- maðurinn Björgólfur Thor, sem lýst hefur áhuga á að kaupa hið gamla hús langaafa sfns við Tjörnina, svo sem lesa máttí í blöðunum fyrr í vik- unni. Nýtt blómaskeið? Thor Jensen lést háaldraður árið 1947, en valda- og áhrifaskeiði fjöl- skyldunnar í íslenskum stjórnmálum og atvinnuh'fi lauk að mestu á sjö- unda áratugnum. Telja verður þó ólfldegt að það hafi skaðað einhvem á þeim ámm, sem síðan em liðin, að geta rakið ættir sínar til þessa jnikla athafnamanns og brautryðjanda. En hvort Thorsarar sem ættarveldi muni ganga í endurnýjun h'fdaga með hinni nýju kynslóð, sem Björgólfur Thor Björgólfsson fer fyr- ir, eins og ýmsir em að velta fyrir sér þessa dagana, verður reynslan ein að skera úr um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.