Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 3. APRlL 2004 Fókus DV Munkur sekur um kynferðis- lega misnotkun Kaþólskur prestur og fyrr- verandi munkur hefur í vik- unni verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðislega misnotkun á þremur drengj- um. John Kinsey, sem starfaði í Belmont-klaustri í Hereford, framdi brot sín á miðjum ní- unda áratug síðustu aldar en drengirnir voru á aldrinum 14 til 16 ára þegar brotin fóru fram. Hann lokkaði þá til sín í þeirri trú að hann ædaði að kenna þeim á kirkjuklukkurn- ar. Einnig borgaði hann fyrir tvo þeirra í flug til sín, annan heim til foreldra sinna en hinn til sín þar sem hann dvaldi í Róm. Dómarinn sagði Kinsey hafa brodð gegn trausti drengjanna og að þeir hefðu hlotið varanlegan skaða af. Árið 2002 bar einn drengjanna fyrst á hann sakir, sem leiddi til þess að hann var rekinn úr starfinu, en í fyrra var Kinsey síðan handtekinn. Það tók rétt- inn fimm daga að úrskurða í málinu. 15áraí4ára fangelsi í vikunni var 15 ára drengur dæmdur í 4 ára fangelsi í Newcasde fyrir að drepa jafn- aldra sinn. Michael Temperley var gabbaður ofan í gám sem félagi hans kveikd síðan í. Að sögn Iækna lést Michael vegna . reykeitrunar, brunasára og losts. Móðir morðingjans skrifaði bréf til dómarans þar sem hún bað hann um að sýna miskunn því sonur hennar hefði ekki gert sér grein fyrir alvarleika prakk- arastriks síns. Dómarinn tók með í reikninginn að dreng- urinn hefði reynt að hjálpa Michael upp úr gámnum og hringt í neyðarlínuna eftir hjálp þegar hann gat ekki bjargað honum. „Ungur drengur hefur skemmt líf sitt en annar drengur er dáinn. Vegna alvarleika brotsins er ekki um annað að ræða en fangelsi," sagði dómarinn í úrskurði sínum. Kynfærin skorin af Maður sem handtekinn var í tengslum við mannslát ná- lægt Chester í Bretlandi hef- ur verið látinn laus. Stephen Prudhoe fannst látinn á heimili sínu eftir að hafa fengið hjarta- áfall. Lögreglumennirnar sáu að kynfæri Prudhoe vantaði og því álita þeir að um morð væri að ræða. 21 árs gömlum karl- manni, sem tekinn var í tengsl- um við málið, hefúr verið sleppt gegn tryggingu til loka maí á meðan á rannsókn máls- ins stendur. Lögreglan hefur ekki getað tengt hann við mál- ið og líkamshlutarnir hafa aldrei fundist. Þrátt fyrir aö hafa enga ástæðu til að vilja Tammy Lohr illt hefur Patrick Bradford verið dæmdur í 80 ára fangelsi fyrir að drepa hana. Lögreglan átti erfitt með að trúa morðinu upp á fyrrverandi félaga sinn en nú eru allar efasemdir horfnar. Gat lögreglupnn drepiö ástina í lífi sínu? Patrick Bradford var eitt sinn stoltur lögreglumaður í Indiana en í dag situr hann í fangelsi fyrir hryllilegt morð. Glæpurinn skók samfélag Evansville og ekki síður þegar í ljós kom hver morðing- inn var. í ágúst árið 1992 var Tammy Lohr drepin en hún hafði átt í sambandi við Patrick. Bradford hefur alltaf haldið ffam sakleysi sínu og rann- sókn leiddi í ljós takmarkaða mögu- ieika hans til að ffemja morðið vegna tímaleysis. Tammy var 24 ára vinsæl kona sem starfaði sem fangavörður en þau Patrick höfðu átt í ástarsam- bandi í 4 ár. Eiginkona Bradfords vissi um samband þeirra en hjónin ákváðu barnanna vegna að skilja ekki. Þrátt fyrir að vera ánægð í starf- inu hafði Tammy hugsað um að gefa það upp á bátinn vegna sífells áreitis Sérstæð sakamál vinnufélaga sfns, Finis Vincent Jr. Sá hafði áreitt Tammy kynferðislega og auk þess lent í slagsmálum við aðra fangaverði. Þegar hann var rekinn úr starfinu kenndi hann Tammy um og lét hana ekki í friði með hótunum. Aðeins nokkrum dögum áður en Tammy fannst láún hafði hún kært Finis fyrir að sitja um sig. Morð á 65 sekúndum Þann 1. ágúst var Patrick Bradford einn á vaktinni. Áður en hann byrjaði að vinna leit hann til Tammy og 20 mínútum seinna talaði pabbi hennar við hana í símann svo hún var greini- lega á lífi eftir að Patrick fór fr á henni. Mikið var að gera þessa nótt og í reynd kom aðeins einn klukkuúmi til greina fyrir Patrick til að fremja glæp- inn en tíminn milli 23 og miðnætús var ekki skráður í lögregludagbókina. En jafnvel á þeim stutta tfma hafði Tammy Lohr Tammy hafði verið áreitt og elt affyrrverandi vinnuféiaga sínum. Patrick stöðvað eiturlyfjasaia og vitni sá hann fjarri heimili Tammy þannig að líkurnar voru liúar. Þau vitni sem Bradford hafði hitt um nóttina sögðu hann rólegan og kurteisan og að öll hans hegðun hefði verið hin eðiileg- asta. f lok vaktarinnar keyrði Patrick ffarn hjá húsi Tammy eins og af vana. Að hans sögn rauk reykjarsúókur upp úr húsinu og því hljóp hann inn en vegna mökksins fann hann ekki Tammy. „Vegna reyksins sem kom úr svefnherberginu var ég viss um að Tammy væri látin," sagði Paúick. Sá tími sem leið frá komu hans að hús- inu og þar til hann hringdi í hjálp var65 sekúndur. 20 stungusár Eftir að slökkviliðið hafði slökkt eld- inn fannst lík Tammyar. Hún hafði ver- ið stungin yfir 20 sinnum, olíu heilt yfir Lfldð og kveikt í. Hundur hennar hafði einnig verið stunginn tii dauða. Þegar líkið fannst fór Bradford beina leið og gaf skýrslu og skilaði búningi sínum til rannsóknar. Þegar hann var spurður út í hver gæú hafa viljað Tammy iilt mundi hann súax eftir Finis. Bradford gaf þrisvar sinnum skýrslu í viðbót en hafði aldrei lögfræðing með sér því hann vildi ekki hægja á rannsókn máls- ins, sem gæú hjálpað morðingjanum að komast undan. Rannsóknarlög- reglumenn vildu alls ekki trúa mörðinu upp á Patrick enda var hann félagi þefrra og vel liðinn í starfi. Þeir útilok- uðu einnig konu hans þar sem hún hefði ekki getað ráðið við Tammy vegna stærðarmunar. Öil sönnunar- gögn á líkinu vom ónýt vegna reyks og Deborah Nolan Fyrrverandi kennarinn trúði á sakleysi Bradfords. vegna mistaka lögreglunnar hafði hræi hundsins verið hent án nánari rann- sókna. Patrick hafði enga sérstaka ástæðu til að drepa Tammy, konan hans vissi um framhjáhaldið og Tammy var stóra ástin í lífi hans. En sönnunargögnin hlóðust upp þótt margir efuðust um gildi þeirra. Sér- fræðingar sögðu eldinn ekki geta hafa logað lengur en 10 mínútur og því óraunhæft annað en Patrick hefði kveikt hann eða séð manneskjuna sem gerði það. Nágranni sem gengið hafði í grenndinni hafði ekki tekið efúr nein- um reyk og eina manneskjan sem tii- kynnú hávaða um kvöldið var talin ótrúverðug. Þegar Bradford féll á lyga- mælisprófi fóm félagar hans í lögregl- unni að efast um sakleysi hans og álitu að Bradford hlyú að hafa misst stjórn á sér efúr rifrildi við kæmstu sína. Sak- sóknarinn gekk nú út frá því að Paúick hefði drepið Tammy daginn áður en kveikt í líkinu kvöldið sem Tammy fannst. Hann áleit Paúick hafa hlaupið inn í húsið, hellt bensíni yfir lflcið og í rúmið og kveikt í, hiaupið svo út í bílinn og beðið um hjálp. Allt á 65 sekúndum og án þess að skíta sig út með bensín- inu né blóðinu á líkinu. Verjandinn fann tvö vitni sem sögðust hafa fúndið reykjarlykt áður en Bradford kom að húsinu. Hrokinn kostaði hann frelsið Bradford steig í vitnastúkuna gegn ráðum verjanda síns og með hroka og fyrirlitningu svaraði hann spurningum saksóknarans enda viss um að vera sýknaður af öllum ákær- um. Þessi framkoma kostaði hann líklega freisið. Eftir 18 klukkustunda umhugsun kviðdóms var hann fundinn sekur um morð og íkveikju og fékk 80 ára dóm. Vinir og fjöl- skylda Bradfords stóðu með honum allan tímann og gömui bekkjarsystir hans, Deborah Nolan, sagði starfi sínu sem kennari lausu og settist á skólabekk, staðráðin í að læra lög- fræði og ná Patrick út. Deborah hef- ur eytt mörgum árum í rannsókn á málinu og hefur sett út á hvert ein- asta vitni saksóknarans. Deborah fékk annan sérfræðing til að rann- saka eldsupptökin og sá telur eldinn hafa logað í 20 mínútur í stað 10 en það, segir Deborah, sannar að eldur- inn hafi logað þegar Bradford renndi í hlaðið. Þrátt fyrir þrjár óskir um áfrýjanir hefur henni ekkert gengið né tekist að fá önnur réttarhöld. For- eldrar Tammyar eru viss um sekt Bradfords. „Hann hefur aldrei sýnt iðrun né samúð vegna missis okk- ar.“ En fjölskylda Patricks, Deborah og fleiri telja sönnunargögnin sýna fram á sakleysi hans. „Það var ekkert blóð né bensín á Patrick, fötum hans né bíl og hann hafði enga ástæðu til að drepa Tammy. Hinn raunveru- legi morðingi gengur ennþá laus.“ Morðingi nauðgaði 70 konum og börnum Olöglegur innflytjandi sem dæmdur hefur verið fyrir morðið á hinni 12 ára Katerinu, nauðgaði 70 konum og börnum í heimalandi sínu, Póllandi. Andrezej Kunowski, sem komst á ólöglegan hátt inn í Bretland, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að kyrkja Katerinu á heimili hennar. „Eg myndi bregðast skyldu minni ef ég gerði ekki allt sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyr- ir að þú fáir einhvern tfrnann frelsi aftur," sagði dómarinn við Andre- zej við úrskurðinn. Kunowski flúði frá Póllandi eftir að lögreglan leit- aði hans vegna fjölda kynferðis- brota. Níðingurinn hafði platað Katerinu til að hleypa sér inn og drap hana síðan efúr að hann hafði nauðgáð henni. Þegar faðir hennar kom að Kunowski var hann á leið út um gluggann en faðirinn náði að hlaupa hann uppi þar sem hann áleit Kunowski inn- brotsþjóf. Eftir nokkurn barning tók Kunowski upp hníf og stakk föðurinn, sem enga hugmynd hafði um dóttur sína deyjandi heima. Mánuði seinna var Kunowski handtekinn fyrir þjófn- að en losnaði fljóúega út. Hann fékk starf í nágrenninu en missti fljóúega vinnuna vegna kynferðis- Katerina Hið 12ára fórnarlamb hleypti Kunowski ínn á heimili sitt. legra úl- burða við viðskipta- vinina. Kunowski var laus í sex ár en var tekinn fyrir að nauðga 21 árs stúlku og dæmdur í 9 ára fangelsi. Þar voru DNA-sýni tekin úr hon- um og þau pössuðu við þau sem Andrezej Kunowski Ólöglegur innflytj- fundust á Katarinu, sem hann andi sem drepið hafði litla stúlku og hafði drepið rúmum sex árum fyrr. nauðgað 70 konum og börnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.