Akranes - 01.01.1957, Page 3

Akranes - 01.01.1957, Page 3
Ingivaldur Nikulásson, frá Bíldudal. Pétur J. Thorsteinsson FYRRUM KAUPMAÐUR Á BÍLDUDAL. ★ Æviágrip. - Pétur og Ásthildur íS8t. Fyrsta myndin, sem tekin var af þeim. Pétur Jens Thorsteinsson var fæddur í Otradal við Arnarfjörð 4. ;úní 1854, sonur Þorsteins Þorsteinssonar og Höllu Guðmundsdóttur. Var Þorsteinn um hríð kaupmaður á Patreksfirði og Dýrafirði. Hann var sægarpur mikill og hákarla- formaður. Síðar varð hann bóndi í Æðey og drukknaði þaðan. Kona hans var Hildur Guðmundsdóttir Scheving er um hríð var sýslumaður í Barðastrandar- sýslu, en síðan kaupmaður í Flatey á Breiðafirði. Var Pétur því hálfbróðir Þorsteins kaupmanns Thorsteinsson í Liverpool, Davíðs Scheving læknis, og Guðmundar Scheving kaupmanns í Kaupmannahöfn. — Pétur J. Thorsteins- son ólst upp á Hallsteinsnesi í Suður- Barðastrandarsýslu hjá Samúel Arnfinns- syni bónda þar, og konu hans Helgu Einarsdóttur (er var systir Guðmundar prófasts á Breiðabólsstað og Þóru móður Matthíasar skálds Jochumssonar). Systir Samúels, Helga Arnfinnsdóttir var fóstra Thorsteinssons, og dó hjá honum á Bíldudal 1894. Þegar Pétur fór að verzla á Bíldudal tók hann Helgu að sér, og var hún hjá honum á Bildudal til dánardægurs, en hann setti minnisvarða á leiði hennar i kirkjugarðinum í Otradal. Um uppvöxtu og æsku Péturs er fátt kunnugt. Mun hann hafa vanizt flestri algengri vinnu er unglingar á hans aldri þóttu nothæfir til á sveitabæjum. Um fermingaraldur komst hann sem verzlun- armaður að verzlun, er N. Chr. Gram rak á Dýrafirði. Veitti henni þá forstöðu maður einn af þýzkum ættum, Fr. Wendel að nafni, hinn mesti reglumað- ur. Tók Pétur nú að skrifa sig Thor- AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.