Akranes - 01.01.1957, Qupperneq 4
steinsson eins og hann gerði æ síðan.
Mun reglusemi og skapfesta Wendels
hafa haft áhrif á hann, og tók skjótt að
hera á góðum verzlunarhæfileikum hans.
Var hann síðan nokkur ár við verzlun
þessa, ýmist á Dýrafirði eða á skrifstofu
Grams í Kaupmannahöfn. Tók nú brátt
að vakna löngun hjá honum til þess að
verzla sjálfur, en efnin vantaði.
Á Bíldudal hafði þá Hákon Bjarna-
son (prests á Söndum, Gíslasonar) verzl-
að um nokkurra ára skeið, en var nú
dáinn. Átti því Jóhanna, ekkja hans,
verzlunina og vildi selja. Bundust nú
nokkrir danskir menn i Kaupmannahöfn
í félagsskap við Pétur Thorsteinsson um
að kaupa verzlun þessa og reka þar
einnig fiskveiðar. Voru til þess tvö skip,
Tialfe, sem var skonnorta, og gömul jakt,
sem María hét. Skyldi Thorsteinsson
stjóma verzluninni heima á Bíldudal,
en þeir félagar hans í Kauprnannahöfn
hafa á hendi kaup og sölu á vörum er-
lendis, og hafa þeir að öllum líkindum
haft aðalstjórnina í sínum höndum, enda
lögðu þeir féð til að mestu leyti. Tók
Thorsteinsson nú við verzluninni árið
1880. Sama ár giftist hann Ásthildi Guð-
mundsdóttur prófasts á Breiðabólsstað,
Einarssonar. Var hún hið mesta val-
kvendi og sannur bjargvættur fátækra
og nauðstaddra manna þeirra, er hún
náði til. Var og gestrisni mikil á heim-
ili þeirra hjóna þótt oft væri margt um
manninn.
Þegar Thorsteinsson kom að Bíldudal
var fremur eyðilegt um að litast. Voru
þar aðeins tvö verzlunarhús. Var annað
íbúðarhús kaupmanns, en hitt verzlunar-
búð fremur lítil (9X6 m). Var hún þrí-
skipt. Nyrst var krambúð, vörugeymsla
í miðið, en saltstía í suðurenda. Hafði
danskur kaupmaður Ölsen að nafni rifið
einokunarhúsið gamla og byggt hús þessi.
Auk þess var gamalt hús frá einokunar-
tímanum, sem kallað var Beykishús. Lít-
ill fiskhúskofi og hjallur stóðu nokkru
neðar á plássinu. 1 fjörunni var lítil
bátabryggja sem 4—6 menn gátu borið
á milli sin. Þetta voru öll þau mann-
virki, sem Thorsteinsson tók við, þá er
hann kom að Bíldudal.
Thorsteinsson sá nú fljótt, að ef um
einhvern verulegan verzlunarrekstur ætti
að verða að ræða í framtíðinni yrði að
hefjast handa með ýmsar endurbætur.
Lét hann nú gera bryggju 60 m langa og
tveggja m breiða ofan til, en 7 m brciða
fyrir endann, og lá trappa breið og mikil
upp á bryggjuna. Gat milliferðaskip leg-
ið við bryggjuhausinn, en sitt fiskiskipið
hvoru megin í einu. Járnbraut lá eftir
bryggjunni upp að búðinni og síðan út-
eftir eyrinni að fiskreitunum. Einnig
byggði hann tvilyfta búð um 12 m á
lengd og 8 m á breidd. Stóð hún í beina
línu suður af íbúðarhúsinu og var 9
m breitt sund á milli. Auk þess byggði
liann fiskhús allstórt á reitnum utan til
við Oddalækinn sem svo var nefndur.
Þar er nú Niðursuðuverksmiðjan.
Þegar þilskip voru sett upp á þeim
tímum voru þau „mokuð upp“ sem kall-
að var. Var það gert þannig, að gryfja,
sem var rúmlega jafnbreið skipinu, var
mokuð lárétt framan úr framfjöru og
um skipslengd upp fyrir stórstraums-
flæði. Var skipinu síðan fleytt með flóði
upp í gryfjuna svo hátt sem komizt varð.
Bar sjórinn síðan sand og möl upp i
hrófið, svo að skipið sat þar fast. Var
þetta þó leikur einn hjá því að ná skip-
inu út aftur með vorinu. Varð þá að
grafa niður fyrir kjöl skipsins báðum
megin, svo að það gæti sigið sem lengst
niður í gryfjuna, svo að unnt væri að
fleyta þvi út. Voru hafðar taugar um
toppinn og langt út frá skipinu, svo að
4
A K R A N E S