Akranes - 01.01.1957, Side 5
Verzlunar- og íbúSarhús á Bíldudal. Myndin er tekin urn tfiyo.
unnt væri að halla því á hvora hlið eft-
ir þörfum. Var „útmokstur“ skipa bæði
seinlegt og hættulegt starf, og bar við að
slys hlutust af, þótt aldrei yrði það á
Bildudal.1)
Fyrirkomulag þetta líkaði Thorsteins-
son illa, og tók að draga skipin upp eftir
„sliskjum“, og með gangspili, og stóðu
þau þá skorðuð uppi á þurru landi á
klossum með lofti undir kjölinn. Tók þá
uppsetning og framsetning hvort um sig
aðeins eitt sjávarfall. Hvort Thorsteins-
’) Sjónarvottur sagði mér frá því, að eitt sinn
er hann var við útmokstur skips á önundarfirði
bilaði eitthvað, svo að skipið kastaðist á öfuga
lilið. Varð }>á einn maðurinn of seinn að forða
sér og varð undir skipinu. Þegar búið var að
rétta skipið við aftur sást aðeins klessa af líki
mannsins.
son hefur verið upphafsmaður þessarar
nýbreytni eða ekki er mér ókunnugt um.
Hitt er vist að hann mun hafa verið
fyrsti maður, eða með þeim fyrstu, sem
tóku hana í notkun.
Thorsteinsson hafði nú þegar í byrjun
stigið allstórt spor í áttina til framfara
þeirra, er hann hafði í huga. En átök
þessi urðu verzluninni ofraun, svo að
hún komst í talsverða fjárþröng. Að henni
hafði einnig stutt illt áferði, lágt verð
á íslenzkum vörum o. fl. Tók nú hinum
dönsku félögum Thorsteinssons ekki að
lítast á blikuna og vildu losast við verzl-
unina. Varð það nú úr að þeir seldu
Thorsteinsson verzlunina við lágu verði,
og tók hann að reka hana fyrir eigin
reikning árið 1886.
Nú var Thorsteinsson orðinn einráð-
AKRANES
5