Akranes - 01.01.1957, Síða 7

Akranes - 01.01.1957, Síða 7
GufuskipiS „Laura“ viS bryggju á Bíldudal. tízku jámsmíðatæki. Þá var og byggt gistihús að miklu leyti fyrir atbeina Thorsteinsson, }ió ekki hefði hann sjálfur rekstur þess á hendi. Á næsta sumri (1894) gengu 10 fiski- skip frá Bíldudal. Það sumar byggði Thorsteinsson hús það, sem nefnt var Bryggjuhús. Var saltgeymsla og vöru- geymsla niðri, en uppi á loftinu voru smáherbergi eða stúkur til beggja hliða. Voru þar geymd segl og annað, er til- heyrði skipunum og hafði hvert skip sína stúku. Hús þetta stendur enn, og er nú verzlunarbúð h.f. Maron. Þá lét hann lengja búðina að miklum mun, og lióf nú byggingu nýs tvilyfts íbúðarliúss, er fyllti í sundið milli búðarirmar og gamla hússins. Nokkru síðar lét hann rífa gamla húsið, en lengja hið nýja, og varð A K R A N E S þá húsalengja þessi um 40 rnetra löng að búðinni meðtaldri. Kjallari var undir norðurenda hússins og vatnsleiðsla þang- að. Við neðri hlið hússins var tirnbur- garður 7 m breiður og jafnlangur hús- inu. Skyldi það verða skrúðgarður, og var gosbrunnur í garðinum. Á miðri hlið hússins voru loftsvalir aloettar gler- gluggum. Þótti ferðamönnum um nokk- urt skeið hús þetta vera fegursta og vandaðasta íbúðarhús á landinu. Thorsteinsson jók nú skipaútveg sinn ár frá ári. Hafði hann einnig 2 eða 3 skonnortur á leigu, er sóttu vörur til útlanda og fluttu út fisk. Lét hann þær stundum fara á fiskiveiðar á vorin, og bætti á þær íslenzkum mcnnum, en ekki mun það mikið hafa nukið fisk- framleiðslu hans, því dönskum siglinga-

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.