Akranes - 01.01.1957, Page 11

Akranes - 01.01.1957, Page 11
Verzlunarmenn og verkstjórar hjá P. J. Thorsteinsson á Bíldudal. — Fremri röð frá vinstri: Jón Eiríksson, Simon Bjarnason, Hermann Thorsteinsson, Hannes B. Stephensen. — Aftari rö?i: Árni Kristjánsson, Jón Sigurðsson, Sigfús Bergmann, Bjarni Loftsson. Sumarið 1902 var sildveiði mikil >á Bíldudal og komu þar þá mörg skip norsk og stunduðu sildveiði. Tvö norsk síldveiðifélög hugðu að stunda síldveiði á Bíldudal í framtíðinni, og byggðu i því skyni sitt húsið hvort i Naustabót- inni vorið eftir. En það sumar (1903) kom engin síld. Félögin hættu þá við, en Thorsteinsson keypti húsin. Um haustið fluttist Thorsteinsson með fjölskyldu sina til Kaupmannahafnar og settist þar að, en kom þó jafnan til ís- lands á sumrum og hafði eftirlit með ver7.1ununum. Árið 1905 varð sú breyting á að verzl- unarstjórarnir á öllum 3 verzlunarstöð- unum urðu meðeigendur verzlananna hver á sínum stað. Verzlimarstjóri á Bíldudal var þá Hannes Stephensen Bjarnason bónda á Reykhólum, Þórðar- sonar. Nefndist verzlunin þá Hannes B. Stephensen & Co. Ekki var Thorsteinsson nema fá ár 1 Kaupmannahöfn, en fluttist þá til Reykjavíkur og byggði þar vandað og fallegt íbúðarhús. Árið 1907 var í Kaupmannahöfn stofu- að félag til verzlunarreksturs á Islandi. Var Thorsteinsson með í félagi þessu og seldi því verzlanir sinar, en varð sjálfur forstjóri félagsins. Félagið var nefnt P. J. Thorsteinsson & C., en var í daglegu tali kallað „Milljónafélagið“. Sumarið 1908 var allmikið um að vera á Bíldudal. Lét Thorsteinsson þá 2 tog- ara leggja afla sinn upp á Bíldudal, og byggja þar allstórt hús til fiskþvottar, og var sjó dælt með vélarafli upp í hiis- A K R A N E S 11

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.