Akranes - 01.01.1957, Side 13

Akranes - 01.01.1957, Side 13
eins panta það, og ekki lakara en þér fáið annars staðar“. Það var satt, að vör- ur hans voru bæði fjölbreyttar og góðar. En til þess að greiða fyrir lausakaupum gaf hann út nokkurs konar vörumerki. — Voru þau upp á 5 kr., 1 kr., 25 aura og 10 aura. 5-krónu- merkin voru úr alu- minium, en hin úr koparblendingi. Var öðru megin stimplað nafn firmans og gild- ið, en hins vegar „gegn vörum“. Merki þessi gengu við allar verzlanir hans. Síðar fór hann að greiða þriðjung vinnulauna verkamanna og sjó- manna í peningum, síðan helming, og á döguin Milljónafé- lagsins allt í pening- um. Við búskap fékkst Thorsteinsson nokkuð. Hann keypti Hól i Bíldudal, hálfa Litlu- eyri, og Auða-Hrísdal. Um 1890 rak hann búskap á Hóli, og hafði það verið all-myndarlegt bú að þeirra sógn er sáu, en ekki varð sá búskapur langvinnur. Bildudalseyrartúnið sléttaði hann og hafði afnot þess. Kýr og reiðhesta átti hann alltaf meðan hann var búsettur á Bildudal. Mesta rækt lagði hann við sjávarútveg- inn. Lagði hann ríka áherzlu á að skip Fremri röð: Aftari Pétur Thorsteinsson, Gyða og Ásthildur. röð: Katrin og Th. Thorsteinsson. sín væru sem bezt útbúin að unnt var, og að öryggi sjómanna væri sem bezt borgið, og sparaði ekkert til þess. Munu þó viðgerðir á skipum hans hafa verið ærið dýrar, eftir mælikvarða þeirra tíma. Og þótt hann, eins og fleiri útgerðar- menn kynni betur við að skip hans lægju ekki lengi á heimahöfn eftir að þau voru albúin til siglingar, var hann allra manna hræddastur um þau og áhöfn AKRANES 13

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.