Akranes - 01.01.1957, Side 17
sungin. Við leitum til tónlistarinnar í
gleði og sorg. Hvað er gleðistund án tón-
listar í einhverri mynd? Varla getum
við hugsað okkur hinztu kveðju til ást-
vina okkar án tónlistar — án þess að
leita huggunar og svölunnar einmitt í
henni. Þegar okkur líður vel þá langar
okkur til að syngja. Allir kannast við
þessa löngun þegar stigið er upp úr
hressandi baði. Schiller sagði eitt sinn,
að maður gæti verið öruggur, þar sem
söngur væri hafður um hönd, því að
illmenni leggðu það ekki í vana sinn að
syngja.
Sú músik, eða það, sem ég hér hefi
kallað músik (eða tónlist), er sú, sem
kemur ofan að og leitar upp á við.
Ýmislegt, sem nú er kallað músik, svo
sem jazz og annar skyldur óþverri, á
ekki það nafn skilið. Það mætti eins
kalla það yndisþokka þegar mannýgt
naut ræðst á moldarvegg, eða nefna brölt
nautgripa á svelli „plastik“. Það er ömur-
legt til þess að vita að þessi „holdsveiki“
á sviði tónanna, sem jazzinn er, skuli
hafa hertekið blóma þjóðanna.
Einhvers staðar í gömlum ritum hefi
ég lesið það, að músik sé bót ýmissa
líkamlegra meina, t. d. að hún lækni
gigt (sjálfur hefi ég reynt þetta nýlega),
höfuðverk o. fl. Það er skýrt þannig, að
tónsveiflurnar fjarlægi það, sem sjúk-
dómnum veldur. Eins og þegar 'hefir
verið vikið að hefir músik bætandi og
róandi áhrif á sinnisveikt fólk, og eru
um það mörg dæmi. Hvað sem um þetta
mætti frekar segja, þá er eitt vist, að
músik er list, sem tekur öllum öðrum
listum fram í fegurð, göfgi, og hrein-
leika. Hún ætti því að vera iðkuð á
hverju heimili, í höll og í hreysi, og
börnunum ætti að kenna að iðka hana og
elska. Hvað er yndislegra, meira bæt-
andi og göfgandi en það, þegar fjölskyld-
an spilar og syngur saman á heimilinu?
Einhver kann að segja: Guðræknisstund-
ir. Það er rétt. En hvílíkur liður er ekki
einmitt tónlistin í slíkum stundum. Guð-
ræknisstundir eru fyrst og fremst lof-
gjörð og á hvern hátt er betur hægt að
tjá lofgjörð sína en með tónlist? Merkur
maður komst þannig að orði í hrifningu
sinni: „Ö, þú tónlist! Ert þú báran á
hafi eilífðarinnar, sem hjaðnar blíðlega
við brjóst mitt, sem stend á ströndinni
og þrái að komast yfir um? Ert þú kvöld-
blær þessa lífs, eða morgun-andvari hins
tilkomanda?“ Annar hefir réttilega sagt,
að músik sé kærleikur, því að hún á
upptök sín hjá Guði og leiðir til hans.
Meðal fornaldarmanna var sú skoðun
ííkjandi, að guðirnir gæfu mönnunum
tónlistina. Hindúarnir álitu, að guðirnir
hefðu kennt mönnunum hana gegnum
hina margvíslegu tóna og hljóð, sem
heyrast í náttúrunni. Grikkir töldu mús-
ik vera list gyðjanna. Orðið músik er
dregið af gríska orðinu Muse, sem þýðir
gyðja. Þessar gyðjur voru eiginlega per-
sónugerfingar hinnar lifandi og starfandi
náttúru. Gyðjurnar voru í læknum og
lindinni. Hver sem drakk af lindinni
eða læknum öðlaðist skáldskapargáfuna.
Þessar gyðjur voru í fossniðnum, hinu
seitlandi hljóði læksins og í hinum þung-
lyndislega og angurværa þyt skógarins.
Gríski spekingurinn Pythagóras mun
hafa kennt, að hnettir himinsins fram-
leiddu hljóð — samhljóm — þegar þeir
þytu eftir brautum sinum. Þetta kall-
aði hann söng hnattanna. Finnst mér
þetta spaklega mælt, eins og margt fleira
eftir þenna mann. Allt sköpunarverk
Guðs — að þessum hnetti undanteknum
— er harmoni — ein samræmd heild.
Heimspekin kallar þetta einingu allra
hluta. Allt sköpunarverk Guðs er har-
moni, og lýtur ákveðnu lögmáli. Þegar
A K R A N E S
17