Akranes - 01.01.1957, Qupperneq 18
þetta lögmál er brotið í lífinu eða í nátt-
úrunni, þá myndast ósamra.'mi, tví-
drægni, ófriður, í tónlistinni illa látandi
eða ómstríðir samhljómar. Menn spyrja,
ef til vill: Er ekki öll músik okkar mann-
anna byggð upp bæði af ómstriðum og
ómblíðum samhljómum? Jú, það er rétt.
En óskemmt eyra þráir ómblíðu. Allir
finna þá fróun, sem það veitir þegar
ómstríðir hljómar leysast upp í ómblíða
hljóma. öll tónlist er í sem fæstum orð-
um sagt, spurningar og svör við þeim.
Þessu til skýringar mætti nefna lagið:
„Þú sæta heimsins svalalind11, sem allir
kunna. Þessar spurningar krefjast svars,
og við erum ekki ánægð fyrr en svörin
eru komin.
Ég er sannfærður um, að í hinum
syndlausa alheimi er ekki einn einasti
ómstríður eða illa látandi samhljómur,
heldur aðeins ómblíðir samhljómar, því
að þar er fullkominn friður, hvíld, ein-
ing. Þannig er ég einnig fullviss um að
verður á hinni nýju jörð. — Er ekki
þetta líf í hinum synduga heimi okkar
eins og ómstriður hljómur, sem við þrá-
uin innst inni að leysist upp i ómblíðan
hljóm. Er það ekki kall eða spuming,
sem við þráum að fá svar við?
Þegar Ritningin lýsir hugtakinu har-
moni, eða það, sem ég vil kalla ómblíðu,
þá notar hún aðeins eitt orð — hið
yndislegasta orð eða hugtak, sem ág
þekki, nefnilega orðið friður. Biblian er
tónfræði Guðs. Hún er bókin um tón-
listina, hátíðasönginn — lofsönginn. Hún
talar um básúnuhljóma, klingjandi skála-
bumbur, strengjaleik, gígjunnar, hljóm-
fagrar hörpur. H.ún talar inn söngkóra,
útvalda musterissöngva, englakóra, söng
hinna endurleystu, sem er eins og niður
margra vatna, o. fl. Ég trúi því ekki að
á hinni nýju jörð verði um að ræða
nokkra ómstríða hljóma, heldur ómbliða.
18
ekki neina truflun, eða ófrið, heldur frið,
ekki þreytu, heldur fullkomna hvíld í
öllu og hjá öllum. í þessu sambandi verð-
um við að hafa það skýrt fyrir okkur, að
Guð er kœrleikur. Frá honum, sem allt
hefir skapað, streymir líf og ljós, gleði og
friður í öllum alheiminum. Á hinni nýju
jörð munum við finna, að sameiginlegur
hjartsláttur bærir alla tilveruna. Allt frá
hinu minnsta ódeili til hins stærsta
hnattar, dautt og lifandi, í skuggalausri
fegurð sinni og fullkomnu gleði lýsir yf-
ir því, að Guð sé kærleikur. Þar sem
kærleikur ríkir er ekkert ósamræmi, eng-
inn ófriður, eða óeining — enginn illa
látandi tónn.
Friður. Er ekki þetta orð á hvers
manns vörum og í hvers manns hjarta
nú á tímum? Er það ekki einmitt friður,
sem hið mannlega hjarta þráir og þarf.
Þenna frið finnum við þegar við erum
í samræmi við reglur Guðs og í samfé-
lagi við hann. Við finnum þenna frið
einnig þegar við iðkum sanna og göfuga
tónlist, sem ég endurtek, er ein stærsta
náðargjöf Guðs.
Leiðrétting:
I minningarorðum um sira Þorstein Briem
á bls. 111 i siðasta blaði, var sú leiða prentvilla,
að 3. júli s. 1. hafi verið liðin 70 ár frá fæðingu
hans. En átti að vera 3. júlí 1955, því að hann
var fœddur 3. júlí 1885.
Kæri vinur!
Þú, sem sendir mér elskulegt bréf í desember
s. 1. og nokkuð af frimerkjum, mikið þætti mér
vænt um, ef þú vildir skrifa mér nokkrar linur
undir fullu nafni og gefa mér heimilisfang þitt,
svo að ég eigi þess kost, að ræða við þig um
tillögu þá, er þú talar um í bréfi þínu.
Með Jiakklátum huga.
Vinsamlegast,
Ól. B. Björnsson.
A K R A N E S