Akranes - 01.01.1957, Síða 19
Sigurður Ágústsson:
Upphnf
ver^lunor í
jStgkltishólmi
Sigur'Sur Ágústsson, alþingismaSur.
1 þessari grein mun ég ræða nokkuð
verzlun Islendinga — þó að það verði
aðallega í sambandi við sögu verzlunar-
innar í Stykkishólmi.
Um og eftir 1400 var öll íslandsverzl-
unin komin í hendur Björgvinjarkaup-
manna — en þá var málum þannig hátt-
að í Björgvin, að Hansastaðirnir, sem
svo voru kallaðir — Hamborg, Bremen,
Lúbeck, Altona o. fl. staðir, réðu yfir
allri verzlun i Björgvin. Þessir þýzku
kaupsýslumenn náðu allri Islandsverzl-
uninni í sínar hendur og héldu henni að
mestu til 1602. Eins og sögur herma
höfðu Englendingar þó töluverða verzl-
un við Islendinga á þessum öldum, og
var talið að Islendingar hefðu yfirleitt
verið ánægðir með viðskiptin, þó á stund-
um hafi kastast i kekki með þeim og
hinum ensku kaupsýslumönnum.
Árið 1602 hófst einokunarverzlun
ÍJaiia á Islandi. Hefir mikið verið rætt
ritað um verzlunareinokunina á öll-
um tlmum og hefir danska þjóðin orðið
AKRANES
fyrir mikilli gagnrýni frá íslendingunum
— og ekki að ástæðulausu. Danska þjóð-
in hafði takmarkaðan skilning á högum
og þörfum Islendinga á þessum öldum
•—- og má segja með sanni, að einokunar-
verzlun Dana á Islandi í nær tvær aldir
hafi valdið þjóðinni meira tjóni, efna-
hags- og menningarlega séð, en nokkur
önnur frelsisskerðing í sögu þjóðarinnar
frá fyrstu tíð. Það er vitað, að skerðing
á frelsi manna til athafna og eðlilegra
starfa, með hvaða þjóð sem er, hlýtur á
öllum tímum að hafa í för með sér niður-
lægingu og ófamað fyrir þjóðarheild-
ina.
Seinni hluta 15. aldar var Islandsverzl-
unin orðin það stór liður í atvinnulifi
Hamborgar, að smnarið 1482 urðu upp-
hlaup í borginni út af korni, sem átti
að senda til Islands. Vofði hungursneyð
yfir borgarbúum, vegna uppskerubrests
sumarið áður. Ut af þessu urðu æsingar
miklar og blóðsúthellingar. Borgin var
öll í uppnámi og hótuðu uppreisnarmenn
19