Akranes - 01.01.1957, Page 22
Stykkishólmur:
SjúkrahúsiS á höfS-
artum.
(Ljósm.: Arni
BöSvarssan).
fyrst verzlun 1659, og var þá búsettur
í Amsterdam. Það ár komu 7 skip frá
honum til Islands og lágu 3 þeirra í
Stykkishólmi — og fengu öll nægan
farm aftur út. Trellund lagði sig sér-
staklega eftir fiskiföngum, og þá í fyrsta
lagi saltfiski. Verzlaði hann hér marga
áratugi og hafði raunar margvísleg við-
skipti og bréfaskriftir við marga beztu
menn Breiðafjarðar, þ. á . m. Skarðs-
menn, sem hann var í miklu vinfengi
við. Trellund var talinn mikill dugnað-
armaður. Hann byggði fiskmóttökuhús
í Höskuldsey, Bjarneyjum og Flatey. Þá
fékk hann sérstakt leyfi til að stunda
hvalveiðar við ísland og kaupa hrogn af
landsmönnum. Þau réttindi fylgdu þessu
leyfi, sem var óvenjulegt á þeim tím-
um, að skip Trelunds skyldu hafa
leyfi til að leita hafna hvar sem var
á Islandi — og reisa þar hús til fisk-
geymslu og til annarra nota. Samkvæmt
jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns frá 1703 voru gerðir út 50 bát-
ar frá Bjameyjum og 33 bátar úr Odd-
bjarnarskeri, eða 83 bátar frá þessum
tveim verstöðvum. Auk þess voru gerðir
út margir bátar frá Höskuldsey, þó ekki
sé tilgreind tala þeirra í Jarðabókinni.
Rætt er þó um í Jarðabókinni. að 13
búðir séu í Höskuldsey, svo að útgerð
þaðan hefir verið að nokkru ráði, auk
þess sem bátar voru gerðir út frá nær
öllum byggðum eyjum hér sunnanvert
í Breiðafirði, eins og Jarðabókin greinir
frá.
Kaupsviðið, sem lá undir Stykkishólmi
á tímum einokunarinnar, var lang víð-
áttumest af öllum kaupsviðum á Vestur-
landi. Náði það frá Berserkjahrauni allt
vestur á Barðaströnd, ásamt öllum eyjum
á Breiðafirði, þeim, er byggðar voru.
Árið 1703 voru 413 fjölskyldur og 2375
manns á verzlunarsvæði Stykkishólms.
ÍJtflutningurinn var: landbúnaðarafurð-
ir, svo sem kjöt, smjör, ull, prjónles og
vaðmál. Stykkishólmur var þó talinn
með fiskihöfnunum, því að sjávarafurð-
irnar voru þá eins og nú aðalútflutn-
ingsvörurnar. Úr eyjum og útverum
Breiðafjarðar komu alls konar sjávaraf-
urðir í ríkum mæli. Þessar afurðir voru
aðallega fiskur, lýsi og hrogn, svo og
kópskinn og æðardúnn, Stundum áskildi
22
A K R A N E S