Akranes - 01.01.1957, Qupperneq 27

Akranes - 01.01.1957, Qupperneq 27
! Stykkishólmi á þessu tímabili. Áður en ég lýk máli mínu, vil ég geta Bjarna Jóhannssonar, sem var mikill athafna- maður i Stykkishólmi i lok 19. aldarinn- ar. Rak hann bæði útgerð og verzlun. Var hann í senn útgerðarmaður og skip- stjóri um mörg ár — og talinn mikill aflamaður. I arfleiðsluskrá sinni lagði hann fram fé til stofnunar Framfara- sjóðs Stykkishólms, auk þess sem hann Daníel Thorlacius SigurSur Jónsson. gaf fé til að reisa vita á Elliðaey. Bjarni var giftur Maríu Sigurðardóttur, mestu heiðurs- og dugnaðarkonu. Eftir að Bjarni féll frá giftist María Árna P. Jónssyni, sem enn er á lífi hér í bæ. Rak Ámi einnig verzlun og útgerð í Stykkishólmi eftir aldamótin — og byggði hér verzl- unarhús, er síðar var breytt í gistihús og nú er eign Sigurðar Skúlasonar gestgjafa. Um og eftir miðja 19. öld var Stykkis- hólmur orðinn miðstöð allra viðskipta við Breiðafjörð — og einnig samgöngu- miðstöð. Þar var amtmaðurinn í Vestur- amtinu búsettur. Páll Melsteð, amtmað- ur, sat í Stykkishólmi, svo og Bergur Thorberg, sem síðar, eftir að hann var fluttur til Reykjavíkur, varð landshöfð- ingi. Sigurður Jónsson sýslumaður, fóst- ur- og systursonur Jóns forseta, sat í Stykkishólmi. Prófastur, Eiríkur Kúld, átti heimili í Stykkishólmi í 43 ár. Var hann fyrst prestur í Flatey og byggði sér þar íbúðarhús. Er honum var veitt Helgafellsprestakall flutti hann ibúðar- hús sitt frá Flatey að Þingvöllum í Helgafellssveit. Er hann svo færði byggð sína frá Þingvöllum til Stykkishólms, tók hann enn íbúðarhús sitt með sér. Erfitt þætti það í dag fyrir embættis- menn og aðra, að hafa þennan hátt á, að flytja íbúðarhús sín, í hvert sinn, er þeir flytja byggð sina. Kúldshús er enn stórt og reisulegt íbúðarhús í Stykkish. Sonur ÁrnaThorlaciusar var Daníel Thorlacius, verzlunarstjóri (fyrir norska samlagið), í Stykkishólmi 1870—1874. Hann var þingmaður Snæfellinga 1869. Fyrsti héraðslæknir i Stykkishólmi var danskur maður, Lind að nafni og síðan Hjörtur Jónsson. Næstu héraðslæknar sátu, að norðan á ísafirði, og að sunnan í Stafholtsey i Borgarfirði. Eins og áður er sagt var lyfjabúðin stofnuð í Stykkis- hólmi 1838 — og var Jakobsen fyrsti lyfsalinn. Amtsbókasafnið var stofnað 1844, og risu miklar deilur af, milli Isfirðinga og Snæfellinga um síðustu aldamót, þar sem Isfirðingar töldu sann- girni mæla með því að það yrði flutt til Isafjarðar. Urðu töluverðar deilur um þetta mál á Alþingi, en þeim lauk með því, að ákveðið var, að Amtsbókasafnið skyldi vera áfram í Stykkishólmi. , Ég hef leitt hjá mér að ræða sögu Stykkishólms eftir síðustu aldamót, þó að mér sé hún að sjálfsögðu kunn af eigin raun. Margt hefir skeð í okkar bæ á s.l. 50 árum, eins og að líkum lætur, sérstak- lega þegar þess er gætt, að kauptúnið byggja nú um 900 manns, en um alda- mótin 1800 aðeins 10/20 manns. Síðustu 50 árin koma margir ágætis menn og konur við sögu þessa kauptúns, bæði í verzlunar- athafna- qg menningarmálum þess. Skráning þeirrar sögu verður þó að bíða betri tima. AKRANES 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.