Akranes - 01.01.1957, Page 29
sem Rotaryfélagi í þjóðfélagsþjónustu
sinni, starfsgrein sinni, afstöðunni til
klúbbfélaga sinna, þ. e. a. s.: Gera eins
vel og hann getur, og e. t. v. dálítið
meira, ef bann er ekki allur í starfi sínu,
né magnaður innri kraftur í þjónustu-
gleðinni? Slíka menn eigum vér að sjálf-
sögðu. Skylduræknu mennina, sem vinna
starf sitt vegna þess, að það er skylda.
Þeir leysa störfin af hendi af vana, óað-
finnanlega og skynsamlega. En þeir gera
það án tilfinningar og hjartahlýju — og
— þetta vil ég leggja áherzlu á, — gleði-
laust. Slíka menn hittrun vér hvarvetna,
og fjan’i sé það mér að lasta þá. En
ég held, að betra mundi starfið verða,
ef þeir sýndu ekki einungis lofsverða
skyldurækni við framkvæmd starfs síns,
heldur legðu í það meiri tilfinningu og
hjartahlýju.
Og hér kemur mergurinn málsins:
Það er hið innra líf einstaklingsins,
sem öllu máli skiptir, sálarlífseinkenni
manns og konu. Spurningin er: Hvaða
kröfur geri ég til sjálfs mín? Er ég
heiðarlegur gagnvart sjálfum mér? Eða
lýg ég að sjálfum mér, þegar tækifæri
býðst? Hvernig framkvæmi ég boðorð
Rotary: Þjónusta ofar sjálfshyggju?
Hver einstakur verður að svara. Ég
er hræddur um, að ekki sé allt í sóman-
um, ef við eigum að svara hreinskilnis-
lega.
En það, að vera hreinskilinn við
sjálfan sig, veitir mönnum þrótt til þess
að vera heiðarlegur í Rotarystarfi sínu og
öllum greinum Rotaryfélagsskaparins.
Vér verðum að byrja á oss sjálfum,
heiðarlega og hreinskilnislega — horfast
í augu við galla vora og veikleika — og
bæta úr þeim eftir beztu getu. Ella fá-
um vér aldrei samþýðzt þeim hóp
manna, sem sameinast hefir í þjónustu-
hugsjóninni um hið háa markmið Rotary.
Einstaklingurinn er grundvöllur Ro-
tary. Afstaða hans sker úr.
Niðurstaðan er þvi: Vér verðum áÖ
byrja á oss sjálfum.
Og kjörorðið: Þjónusta ofar sjálfs-
hyggju, er fáorður útdráttur úr gamla
boðorðinu: Allt það, sem þér viljið að
mennirnir geri yður, það skuluð þér
og þeim gera.
En meðan mennirnir skilja ekki þetta
þúsund ára gamla boðorð og vilja ekki
lifa samkvæmt því, þá er lítil von um
frið, skilning og góðvild meðal þjóðanna.
Þess vegna ber oss öllum að reyna að
breyta boðorði þessu í raunveruleika og
framkvæmd, láta þau verk vor setja svip
á samfélagið, sem sýna vorn innri mann.
Ekki harSstjórn heldur framkvæmd.
(Elias Sandvig umdœmisstjóri, á þingi
í Bodö).
Tilkynning.
Af óviðráðanlogum orsökum var ekki hægt að
birta ævisöguþætti sira Friðrik Friðrikssonar í
þessu hefti. Heilsa hans er þó sæmileg eftir
atvikum, og hann heldur enn ófram að lesa fyrir
þætti sina eins og ekkert hafi ískorizt, þótt sjón-
ina vanti algerlega.
0. B. B.
Úr nýju bréfi.
Gáfaður og menntaður landi, (heimsborgari),
sem lengi hefur dvalið með öðrum þjóðum, skrif-
ar ritstjóra AKRANESS m. a. svo:
„Beztu þakkir fyrir AKRANES. Ég las heft-
ið spjaldanna á rnilli, — og fannst þaS hiS
lœsilegasta og fróSlegasta í alla staSi. Svona
tímarit kemur ekki út í neinum öSrum bæ
í viSri veröld, af stœrS Akraness, — og er
þér og bœnum til stórsóma“.
A K R A N E S
29