Akranes - 01.01.1957, Síða 31

Akranes - 01.01.1957, Síða 31
Við eftirtalin ár virðist útflutningsverð- mæti síldar vera sem hér segir: 1901 saltsíld .... 4.208.000 kg. 739.000 kr. 1910 — .... 13.474.000 — 1.608.000 — 1920 — .... i5.557-6oo — 6.444.700 — sildarlýsi . . 944.000 — 673.000 — 1930 saltsíld .... 14.348.220 — 3.829.357 — kryddsíld 3.675.250 — 1.404.555 — lýsi 5.796.326 — 1.983.682 — mjöl 6.372.560 — 1.685.148 — 1940 saltsíld .... 38.007 tn. 2.762.236 — lýsi 22.435.040 kg. 12.651.900 — mjöl 22.136.700 — 8.975-751 — 1950 saltsild .... 181.008 — 54.666.000 — lýsi 5.808.900 — 21.505.000 mjöl 2.146.500 — 4.107.000 Þegar farið er fyrir alvöru að fiska hér síld í snyrpinót 1906, eykst saltsíldar- útflutningurinn verulega, en fyrstu ár aldarinnar er útflutningsverðið lágt, eða það þætti nú a. m. k. Hér fer á eftir saltsildarframleiðslan í nokkur ár og verð pr. tunnu: Ár Afli VerS ú tn.(8$ kg.). 1905 9.117.000 kg. 20—21 kr. 1906 18.231.000 — 14—16 — 1907 19.336.000 — 13—17 — igo8 .............. 15.866.000 — 12—14 — 1909 ........ 16.694.060 — 14—18*4 kr. 1910 13.474.000 — 14—15 kr. 1911 10.488.000 — 13—14 — 1912 11.981.000 — 21-—23 — Eins og þessi skýrsla ber með sér hækkar verðið pr. tunnu verulega árið 1912, en þá hækkun má áreiðanlega fyrst og fremst þakka síldarverksmiðjun- um, sem þá eru dálítið byrjaðar að fram- leiða síldarolíu. Verksmiðjurnar gerðu því það tvennt í senni: Fyrst og fremst, að koma í veg fyrir að skemmd síld yrði söltuð, en einnig, að draga eitthvað úr söltun, sem auðvitað sagði til sín í salt- síldarverðinu. Af þessu yfirliti, þótt ófullkomið sé, til viðbótar því sem sagt var i síðasta blaði, má leggja saman tvo og tvo, og mun þá flestum sýnast, að hér sé um mikinn at- vinnuveg að ræða. Atvinnuveg, sem helg- að hafi sér ekki ómerkilegan sess i liinni mikilvægu útflutningsframleiðslu þjóðar- innar. Margþætta framleiðslu nytjafisks, sem mjög er eftirsóttur, hvern veg sem hann er „matreiddur“. Atvinnuveg, sem efla beri og nýta til hins ítrasta á sem hagkvæmastan og haldbeztan hátt. Þar ber að styðja eða verðlauna hygg- indin, en aftra öfgunum, og koma í veg fyrir þær sem víðast, hvort sem er hjá einstaklingum eða hinu opinbera. Þá þarf að styðja þá staði, sem bezt liggja við, til þessa mikilvæga reksturs, og þá al- veg sérstaklega ef hagur þeirra og til- vera byggist aðallega eða einvörðungu á þessum mjög svo stopula sjávarafla, svo að árum eða áratugum skiptir. ★ Hinn mikli síldarbær í sárum. Hér hefur nvi verið gerð örstutt grein fyrir síldveiðum og síldarútflutningi á áratuga bili allt frá siðustu aldamótiun. Langsamlega mestur hluti síldveiðanna hefur verið bundinn við Siglufjörð. Þar er mest af þessari vöru framleitt, enda hafa þar lengst af verið höfuð stöðvarnar, og mun svo lengi verða. Uppgangur Siglufjarðar var auðvitað samofinn þessum nýja atvinnuvegi Is- lendinga, og hrun hans, eða hið langa þankastrik gagnvart sæmilegum veiðiár- um, hefir auðvitað valdið ba'jarbúum og bæjarfélagi Siglufjarðar miklum búsifj- um, sena ekki hefur verið auðvelt að þola. Auðvitað hefur vei’ið misærasamt við þennan atvinnuveg, sem hvern annan af ýmsum ástæðum. Hins vegar hefur aldr- ei keyrt svo um þverbak sem síðastliðin 12 síldarleysis ár. Það hefur orðið mörg- um einstakhngi þung raun í hópi út A K R A N E S 31

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.