Akranes - 01.01.1957, Síða 32
gerðarmanna og verksmiðjueigenda. Þann
tíma hafa sjómenn ekki fleytt þar neinn
rjóma, og þessi ár hafa skiljanlega orðið
íbúum og bæjarfélagi Siglufjarðar þung
í skauti. Bæ, sem svo til eingöngu byggði
líf sitt og afkomu á síldveiðunum einum.
Síldveiðum, sem frá sumra sjónarmiði,
áttu ekki að geta brugðizt frá ári til árs
svo að neinu næmi, hvað þá um 12 ára
skeið, eða jafnvel fyrir fullt og allt.
Það þarf engan að undra, þótt þessi
12 ár væru búin að gera marga íbúa
bæjarins vonlitla á framtíð ba:jarins. Af
þeim sökum hefur fólkinu fækkað nokk-
uð á síðustu árum og var 1955 2744
manns, en um 3060 þegar flest var.
Þetta útsog hins vinnandi fólks, og ef
til vill sæmilega stæðra borgara, svo og
algert atvinnuleysi, a. m. k um 10 ára
skeið, frá 1945—1955, hlýtur að hafa
haft, ekki aðeins lamandi áhrif á bæjar-
reksturinn sjálfan, heldur beinlínis vald-
ið honum búsifjum, sem erfitt hafi verið
að yfirstíga.
Því er ekki að leyna, að þessa verður
auðvitað vart i rækilegu samtali, er ég
átti við Jón Kjartansson bæjarstjóra um
málefni bæjarins þessi erfiðu ár. Af
þessum 2800 ibúum bæjarins eru um
1200 skattþegnar, sjómenn, verkamenn
og bílstjórar að meirihluta. Þar eru eng-
ir ríkir menn til að leggja á, né mikill
einkarekstur heimamanna eða félaga. Jón
segir, að árin 1945—1955 hafi hér bein-
linis verið hörmungaár, og mjög litlar
tekjur manna, að fráteknum vetrinum
1947—1948, þegar hið furðulega magn
Hvalfjarðarsíldarinnar var flutt norður
á Siglufjörð til vinnslu. Var mér sagt, að
þá hafi þetta verið slíkur hvalreki eða
búbót fyrir hinn aðþrengda bæ, að þess
gæti enn, bæði hjá bæ og einstaklingum.
Eftir 1950 sáu menn, að þetta mátti
ekki svo til ganga lengur. Sneru Siglfirð-
ingar þá bökum saman og hófu skipu
lega sókn í leit að nýjum úrræðum, svo
og vörn við flótta fólks úr bænum, með
því m. a. að telja kjark í það.
Með hliðsjón af framansögðu, hefur
bæjarsjóði verið þröngur slakkur skor-
inn á þessu tímabili, jafnvel um brýn-
ustu þarfir í nútíma bæjarfélagi. Allt til
þessa hefur V3 af niðurjöfnuðum útsvör-
um farið til tryggingamála og fátækra-
framfæris. öll útsvör togarasjómanna
ganga til tapreksturs togaranna, en auk
þess nokkur skuldasöfnun, vegna þess
geysilega afhroðs, er Siglufjörður hefur
goldið við það, að síldin lagðist frá landi
um svo langan tíma. Enda sagði Jón
Kjartansscn, að það væri eins og lífæð
hefði hartt að slá. Ekki aðeins fyrir
Siglufjarðarbæ, heldur rikið, og fjölda
útgerðarstaði á landi hér. En vegna þessa
vandræða ástands hefur ba:rinn fengið
verulega aðstoð af atvinnubótafé ríkis-
ins, sem þeim hefur orðið drjúgt, fyrir
velvilja þeirra, sem þar hafa ráðið.
Þrátt fyrir allt þetta, hefur þarna ver-
ið unnið að byggingu Gagnfræðaskóla,
stækkun barnaskólans, sundlaug endur-
bætt, og hafin bygging nýrrar vatnsveitu
i Hóladalsbotni, sem kosta mun um 1 1/2
milljón króna. Þar eru leiddar saman
þrjár ár í eina uppistöðu. Þaðan er vatnið
leitt í pipum í dælustöð neðar í dalnum
— móts við Hól — og dælt þaðan í bæ-
inn. Með þessu eru fullvirkjaðir neyzlu-
vatnsmöguleikar hér, en það er talið,
að þetta muni nokkurn veginn nægja
þörfum bæjarins.
Enn hafa þeir svo hug á að ljúka við
byggingu innri-hafnar, og eru þegar
byrjaðir á því verki. t>að má því segja,
að ekki séu Siglfirðingar dauðir úr öllum
æðum eða alveg að gefasl upp. Maður
hefur og orðið þess var — og fær það
staðfest hjá Jóni — að forráðamenn bæj-
32
AKRANES