Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 33
arins hafa hin síðustu ár verið sóknharðir
um úrra'ði til bjargar þessum aðsteðjandi
voða. Hafa þeir komizt furðu langt í
þessum efnum, og eru nú betur búnir en
áður undir að mæta misærum vegna
dutlunga síldarinnar. Bæjarstjórnin hef-
ur auðvitað margvíslega orðið að leita
trausts og halds í þessum efnum hjá
viðkomandi ríkisstjórnum. Segir Jón, að
tveir menn liafi dugað þeim bezt í öll-
um vanda þeirra um úrlausnir, en það
eru Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra
og Ólafur Thors, fyrrv. forsætis- og út-
vegsmálaráðherra.
★ Atvinnumöguleikar Siglfirð-
inga í dag.
Á Siglufirði eru nú starfræktar 5
síldarverksmiðjur, og á ríkið 4 þeirra.
Afkastageta þeirra er 23 þúsund mál á
sólarhring.
Eins og áður er sagt á Siglufjarðarbær
síldarverksmiðjuna Rauðku, sem Goos
átti áður. 1944—'45 var hún stækkuð úr
800 mála afköstum í 10 þúsund. 1 heild
mun verksmiðjan víst upphaflega hafa
kostað 8,5 milljónir króna. Árið 1946
fékk hún til bræðslu um 90 þúsund mál,
og 1947 um 80 þúsund mál. Gekk þá
sæmilega vel með afkomuna, en síðan
hefur verksmiðjan svo sem enga síld
fengið. Með endurbótum og viðhaldi, hef-
ur hún því hlaðið svo á sig, að nú mun
hún standa í 11 milljónum króna. Má
þess þó geta, að í þessari upphæð eru
veiðarfæri, sem munu vera um 1 milljón
kr. virði. Ef nú ætti að byggja slíka verk-
smiðju, myndi hún sjálfsagt kosta 30—
40 milljónir.
Verksmiðjan hefur lýsisgeyma fyrir
5000 tonn, olíugeyma fyiár 3000 torm, og
tilsvarandi mjölgeymslu.
Þá rekur verksmiðjan dráttarbraut,
járnsmíðaverkstæði og sildarsöltunarstöð.
Verksmiðjan vann s. 1. sumar aðeins
á einni vakt, og voru þar að vinnu um
40 manns. Með hliðsjón af undanfarandi
árum, þorðu þeir ekki að ráða að henni
meiri mannskap.
Verksmiðjustjóri við Rauðku er Snorri
Stefánsson. Undrar mig sá þrifnaður, er
þarna er viðhafður utan húss og innan,
er lofar fyrst og fremst þann, er sliku
verki stjórnar. Með hliðsjón af undan-
farandi erfiðleikaárum, og þar af leið-
andi féleysi, undrar mig og stórleiga hve
húsum verksmiðjunnar er vel við haldið.
I Siglufirði er nú 21 söltunarstöð. Af
þeim eru 5 stöðvar í eigu bæjarins, en
fram að síðasta sumri hefur hin 5. verið
leigð h.f. Shell sem olíubryggja, en er nú
leigð Kaupfélagi Siglufjarðar.
Hér rekur ríkið einnig tunnuverk-
smiðju. Byrjar hún vinnslu eftir nýár,
og vinnur til maí—júní. Smíðaði verk-
smiðjan veturinn 1955—56 um 70 þús-
und tunnur, og var þó unnið aðeins á
einni vakt. Siglfirðingar vilja láta þessa
tunnugerð hefjast strax á haustin. Þeir
kunna því illa að flytja mikið af tunn-
um inn frá öðrum þjóðum, en sjá tunnu-
verksmiðjuna í bænum atvinnulausa, eða
að þar sé ekki unnið nema á einni vakt.
★ En hvað hafa allir þessir
síldarþankar að segja, ef
engin síld veiðist?
Bæjarfélag, sem búið er að reyna tólf
ára uppihald, eða bið, eftir sínum aðal
atvinnuvegi, sem átti að vera árviss og
óbilandi, verður auðvitað að staldra við
og gá til veðurs og hyggja að einliverjum
úrræðum til þess að fylla upp í slíkar
eyður, a. m. k. þegar slíkur tími fer að
skipta áratugum.
Mér fannst mönnum koma saman um
A K R A N E S
33