Akranes - 01.01.1957, Page 36

Akranes - 01.01.1957, Page 36
ÓLAFUR GUNNARSSON, sálfræðingur: Starfsfreðsla 09 starfsval Þegar unglingar eru í þann veginn að ljúka skyldunámi sínu, munu þeir og foreldrar þeirra taka framtíðarmöguleik- ana til ýtarlegrar athugunar, enda bíð- ur þeirra þá það val, sem mestu máli skiptir fyrir framtíð þeirra og lífsham- ingju, val ævistarfs. Hvernig þetta val tekst getur haft úrslitaþýðingu fyrir unglinginn, bæði að því er varðar ör- ugga lífsafkomu og lífshamingju. Sá, sem velur rétt, og lendir á réttri hillu í lífinu, hefur þar með skapað sér traust- an grundvöll, hinn, sem ekki finnur sjálf- an sig, en hvarflar frá einu til annars, verður alla jafna gæfusnauður. Ef til vill er unglingunum sjálfum ekki full- komlega ljóst, hversu miklu máli skipt- ir, að þeir velji rétt, þegar halda skal beint út í atvinnulífið eða velja sér fram- haldsnám með fi'amtíðarstarf fyrir aug- um, hins vegar er öllum foreldrum þetta vel ljóst og þeir láta sér því annt um, að aðstoða börn sína eftir því sem ástæður þeirra leyfa. Til þess að geta valið sér ævistarf af nokkru viti, verða unglingarnir að þekkja skil á þeim störfum, sem unnin eru í þjóðfélaginu. Þeir þurfa að kynn- ast vinnustöðum og vita hvað er unnið á hverjum stað, hvaða menntunar og hæfileika er krafizt til þess að vinna þetta eða hitt starfið, hvar hægt er að afla sér menntunar til þess að geta tekið að sér að leysa hin ýmsu störf af hendi, hvað sú menntun kostar, hversu langan tíma hún tekur og loks hvernig at- vinnumöguleikar eru að skólamenntun lokinni, Það er siðferðileg skylda skóla og heimila að veita unglingum eins full- komna starfsfræðslu og kostur er á og í þeim tilgangi ber að nota hver þau hjálpartæki, sem að gagni mega koma, svo sem fræðslukvikmyndir, leiðbeining- arkver um starfsval, heimsóknir á vinnu- staði og ítarlegar umræður um þessi mál í kennslustundum, þar sem kenn- arinn er leiðbeinandi unglinganna. Fyrr á tímum var ekki ýkja mikil þörf fyrir slíka fræðslu í okkar þjóðfé- lagi. Atvinnuvegirnir voru þá svo fá- breyttir og unglingarnir í svo lífrænu sambandi við þá, að varla varð hjá því komizt að læra störfin þegar á barns- aldri, án þess að til sérstakrar starfs- fræðslu væri kostað. I því sambandi má minna á sveitastörfin, sem hvert einasta barn, sem ólst upp í sveit, hlaut að læra með því að horfa á fullorðna fólkið vinna og létta undir með því strax þegar kraft- ar leyfðu. Jafnvel leikir sveitabarnsins voru eðlilegur undirbúningur undir störfin. Myndi t. d. nokkur sveitadreng- ur hafa slitið barnaskónum án þess að gera kjúkur, kjálka og leggi að kindum, kúm og hestum, sem gætt var af sömu samvizkuseminni og hinir fullorðnu gættu lifandi dýra. Þá var og keppikefli margra drengja að fá leyfi til sjóróðra sem allra fyrst, og hófu sumir drengir róðra 12—13 ára gamlir, þegar vel viðr- aði. Enn er það svo, að drengir, sem al- 36 A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.