Akranes - 01.01.1957, Side 39

Akranes - 01.01.1957, Side 39
reynir þó á hjálpsemi hjúkrunarkvenna, lækna, fátækrafulltrúa og starfsfólks á skrifstofum, sem margir þurfa að leita til með ýmiss konar fyrirgreiðslu. Eigin- gjarn maður á ekki heima innan þeirra starfsgreina, sem ég nefndi áðan, hon- um er hentara að skapa sér atvinnu sjálfur þannig, að hann þurfi sem allra minnst að vera öðrum háður. Sjöunda spurningin er: Er unglingun- um hætt við atvinnusjúkdómum, og þá hverjum? Atvinnusjúkdómar eru að því leyti frábrugðnir öðrum sjúkdómum, að fólk finnur oft ekki til þeirra fyrr en það fer að vinna ákveðin störf. Sem dæmi um slíka sjúkdóma má nefna alls konar ofnæmissjúkdóma, t. d. þolir sumt ckki að snerta á ákveðnum efnum, án þess að fá sár á hendurnar. Ef þannig stendur á, verða menn að forðast störf, þar sem slík efni eru notuð daglega. Þá er litblindan algengur atvinnusjúkdómur, en 6—8% allra karla eru meira eða minna litblindir, og þá vitanlega útilok- að, að þeir geti tekið að sér störf, þar sem nauðsynlegt er, að þeir þekki mun á rauðu og grænu ljósi. Litblindur maður getur t. d. ekki orðið skipstjóri, stýri- maður eða flugmaður, en alls mun vera um að ræða 27 starfsgreinar, sem lit- blindur maður getur ekki tekið að sér. Þá er sumum mönnum svimahætt og verða þeir að forðast störf þar sem svimi getur orðið þeim eða öðrum hættulegur, t. d. myndi svimasjúkum manni ekki henta að verða slökkviliðsmaður, húsa- smiður eða rafvirki. Honum myndi held- ur ekki trúandi fyrir meðferð véla, sem orðið gætu fólki að fjörtjóni, ef þeirra er ekki vandlega gætt. Þetta eru örfá dæmi af mörg- um, en atvinnusjúkdómar eru það al- gegngir, að á vinnusálfræðistofnun Kaup- mannahafnar, þar sem tugir þústmda unglinga hai'a verið hæfniprófaðir, reyndust 49% hafa einhvern atvinnu- sjúkdóm, þannig að hann varð að forð- ast ákveðin störf, eitt eða fleiri. Við komum þá að áttundu spurning- unni í sambandi við val ævistarfs, en hún er þessi. Á hverju hefurðu mestan áhuga? Það er óhagganleg staðreynd, að maður, sem vinnur verk, sem hann hef- ur lítinn eða engan áhuga á, verður aldr- ei nema hálfur maður í samanburði við það, sem hann gæti verið, ef hann hefði verkefni i samræmi við helztu hugðar- efni sín. Þegar foreldrar vilja hjálpa börnum sínum við val ævistarfs, er því mjög áiíðandi að veita frístundaiðkunum unglinganna glögga eftirtekt. Hvað gerir imglingurinn, þegar enginn skipar hon- um fyrir verkum? Les hann bækur, og þá um hvaða efni, málar hann, teiknar, eða spilar á hljóðfæri, býr hann til vél- ar og tekur þær sundur aftur, fer hann oft í kvikmyndahús, og hvaða myndir falla honum bezt í geð? Hefur liann gaman af að gróðursetja blóm og hlúa að þeim? Býr hann sér til smábáta og sækist hann eftir því að komast út á sjó? Ef unglingurinn er stúlka, hefur hún þá sérstaklega gaman af heimilis- störfum, er hún nærgætin við sjúka, er hún líkleg til að verða lipur í afgreiðslu? Um fleira má spyrja, en allt eru þetta atriði, sem skipta miklu máli í sambandi við val ævistarfs. Þá er þess að gæta, að val ævistarfs þýðir oft um leið val framhaldsnáms, þar eð mörg störf í þjóðfélaginu gera ráð fyrir einhverri ákveðinni kunnáttu, hvort sem hennar hefur verið aflað með því að læra vinnuna á vinnustaðnum, eðn með því að ganga í skóla. 1 sambandi við val framhaldsnáms verður að athuga, hversu langt námið sé, hvað það kosti, hvort hægt sé að afla sér áskilinnar 39 A K R A N E S

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.