Akranes - 01.01.1957, Qupperneq 40
meimtunar í íslenzkum skóla eða hvort
menn verði að sigla til náms. Og loks
er veigamikið atriði að athuga, hvaða
launakjör muni bjóðast að námi loknu,
og hvemig atvinnuöryggi muni vera.
Fólk verður að gera sér ljóst, að langt
skólanám tryggir ekki alltaf bezt laun-
uðu störfin, en lengsta skólanám tekur
allt að 25 árum, ef með er talinn sá
tími, sem barnið gengur í barnaskóla,
og einnig sá, sem menn nota til þess
að afla sér sérmenntunar erlendis. Það
liggur í augum uppi, að ekki er öðrum
fært en miklum hæfileikamönnum að
ráðast í svo langvinnt nám, þar eð það
er bæði erfitt og kostnaðarsamt.
Við erum þá komin að tiundu spurn-
ingunni, en hún er sú: Hvernig eru
hæfileikar unglingsins í samanburði við
annað fólk? Er líldegt, að hann geti lært
svo að segja hvað sem er, eða eiga hæfi-
leikar hans bezt við ákveðin viðfangs-
efni? Það er gamall og algengur mis-
skilningur að skipta störfum í tvo aðal
flokka, fín og ófin. Eru þá fínu störfin
þau, scm ekki óhreinka hendur manna
eða klæði nema að litlu leyti, en ófínu
störfin eru þau, sem imnin eru
hörðum höndmn. Fátt er skaðlegra en
ef unglingar læra að meta störf á þenn-
an hátt. Bæði er það, að fá störf eru
erfiðari en svo í nútímaþjóðfélagi, að
hraustir menn eigi ekki hægt með að
leysa þau af henni. f öðru lagi er það
algert aukaatriði, hvort starfið óhreink-
ar hendur manns eða ekki. Aðalatriðið
er, að maðurinn kunni vel við starfið,
þannig, að það veiti homnn eðlilega
vinnugleði og tryggi honum sæmilega af-
komu. Við getum því með góðri sam-
vizku sleppt algerlega mati á störfum
eftir því, hvort þau eru fin eða ófín.
Hins vegar verðum við að athuga vand-
lega, hvort unglingurinn hafi hæfileika
til þess að læra það, sem honum eða
okkur hefur dottið í hug að láta hann
læra. Tæpast verður unglingi gerður
meiri bjarnargreiði en ef hann er neydd-
ur til náms, sem hann hefur ekki áhuga
á og ekki hæfileika til að ljúka. Afleið-
ingin af slíku verður oftast sú, að ungl-
ingurinn gefst upp eftir marga og þung-
bæra ósigra, og hann má vera mikið
meira en í meðallagi andlega heill, ef
hann á ekki að fyllast vanmetakennd
eftir slíkar ófarir. Við þekkjum senni-
lega öll eilífðarstúdentinn, sem foreldr-
arnir hafa með ærnum tilkostnaði kost,-
að í menntaskóla. Hann lýkur lélegu
stúdentsprófi, sem kostað hefur fjölda
aukatíma og mikið erfiði. Fláskólanámið
hefst, en þá keyrir fyrst um þverbak.
Ungmennið ræður ekki við námsefnið,
og leitar þá oft annarra bragða til þess
að fjölga gleðistundum lífsins. Þau munu
ótalin ungmennin, sem hafa drekkt von-
brigðum misheppnaðra prófa í bjór og
brennivíni á gleðistöðum stórborganna.
Fólk, sem hefur nám, sem þvi er með
öllu ofvaxið, sóar miklum verðmætum til
einskis gagns, en þótt eignatjónið, sem
af slíku hlýzt, sé mikið, þá er þó hið
mannlega tjón miklu meira, þar eð það
er velflestum mönnum- ofraun að bíða
stöðuga ósigra, án þess að bíða tjón á
sálu sinni.
Þar eð háskólanám er miklum mun
erfiðara en annað nám og tekur langan
tíma, verða foreldrar að hugsa sig vel
og vandlega um, áður en þeir láta böm
sín hefja nám í menntaskóla, því að
stúdentsmenntun, er út af fyrir sig sára
lítils virði, þar eð stúdentsprófið eitt
veitir ekki réttindi til neinna starfa i
þjóðfélaginu, enda felst engin sérmennt-
un í námsefni menntaskóla. Gildi stúd-
entsprófsins er því í raun og veru það
eitt, að það veitir réttindi til að hefja
40
A K R A N E S