Akranes - 01.01.1957, Qupperneq 41

Akranes - 01.01.1957, Qupperneq 41
háskólanám. 1 sambandi við háskólanám er skylt að gera sér ljóst, að miklu meiri hæfileika þarf til þess að ljúka háskólanámi heldur en t. d. námi við verzlunarskóla, kennaraskóla eða iðn- skóla. Iðinn nemandi getur tekið glæsi- leg próf við gagnfræðaskóla, þótt honum sé háskólanám alger ofraun. Með tilliti til þeirrar megin stefnu, sem felst i sjónarmiðum vinnusálfræðinnar, að reynt skuli að koma hverjum manni á sem réttasta hillu í lífinu, má ljóst vera, að vinusálfræðingur myndi alltaf vera and- vigur því, að unglingi yrði haldið lil langskólanáms nema því aðeins, að eng- um efa sé undirorpið ,að hæfileikar hans réttlæti þetta. Ég skal nú gera nokkra grein fyrir því, hvernig vinnusálfræðingar telja heppilegast að veita unglingum starfs- fræðslu og starfsvalsleiðbeiningar. Sjón- armið þeirra má í stuttu máli segja að felist í því, að þeir telji ráðlegt að val ævistarfs sé ekki ákveðið of snemma, ekki of snögglega og ekki þannig um hnútana búið, að þar verði engu um þokað, ef unglingnum sjálfum kynni að verða ljóst, að hann hefði valið ranga leið. Við skulum athuga fyrsta atriðið ör- lítið nánar. Flestir foreldrar munu kann- ast við það, að börn fara oft á unga aldri að tala um það, hvað þau ætli að verða þegar þau verði stór, enda er það, að verða stór, allt að því framtíðartak- mark í hugarheimi bamanna. Þegar á 6—7 ára aldri geta bömin farið að tala um, hvað þau ætli að verða, og stundum fyrr. Slíkar óskir nefnast leikja- óskir. Á aldrinum g—13 ára fer oft að bera á svonefndum ævintýraóskum. Það er á þeim árum, þegar drengirnir ætla að verða flugmenn, slökkviliðsmenn eða bílstjórar, og stúlkurnar flugfreyjur. Hin- ar eiginlegu óskir um val ævistarfs birt- ast sjaldan fyrr en unglingurinn er orð- inn 14—17 ára og oft hefjast þær með þvi, að unglingurinn fer að hugsa um starfsval á breiðum grundvelli. T. d. tal- ar hann þá um að fara til sjós, læra iðn, eða fást við verzlun. Hann segir sjald- an, ég vil verða vélstjóri á strandferða- skipi, plötusmiður í járniðnaði eða aðal- bókari hjá innflutningsfyrirtæki. Ástæð- an til þess, að óskir unglingsins beinast frekar að atvinnuvegum en einstökum greinum þeirra er sú, að þeir liafa sjaldn- ast haft svo raunhæf kynni af atvinnu- lífinu að þeir geti í raun og veru gert sér grein fyrir, hvaða grein þess þeir eigi að velja. Einmitt með tilliti til hinnar takmörkuðu þekkingar ungling- anna hafa vinnusálfræðingamir myndað annað boðorðið í sambandi við val ævi- starfs, að það megi ekki gerast of snögg- lega, með öðrum orðum, að það megi ekki láta kylfu ráða kasti í þessu efni. Sá, sem ekki þekkir atvinnulífið nema að litlu leyti, getur aldrei verið viss um, að hann velji það, sem honum hentar bezt, það getur eins vel verið, að hann hafi aldrei heyrt eða séð einhver störf, sem myndu eiga vel við hæfileika hans og áhugaefni. Þá er þriðja meginreglan sú, að valið megi ekki vera óumbreytan- legt. Finni unglingurinn tiltölulega fljót- lega, að hcnum hefir skjöplast í vali, er alveg sjálfsagt að leyfa honum að breyta til. Og þá komum við að viðkvæmu efni i sambandi við val ævistarfs. Hvorir eiga að ráða um valið, unglingarnir eða for- eldramir. Margir vilja ef til vill segja sem svo, að það eigi foreldrarnir að gera, þar eð þeir séu eldri og reyndari, og þurfi auk þess oftast að kosta nám barna sinna. Enginn myndi verða seinni til þess að neita því en ég, að vafasamt geti verið að láta alltof mikið eftir börn- um, en eigi að síður myndi ég aldrei A K R A N E S 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.