Akranes - 01.01.1957, Síða 42

Akranes - 01.01.1957, Síða 42
samþykkja það sjónarmið, að foreldrar eigi að taka endanlega ákvörðun um val ævistarfs barna sinna. Ástæðan er ósköp einföld: Við getum aldrei gert okkur grein fyrir afstöðu annars manns til starfs, nema að litlu leyti. Við get- um að vísu mælt afköst hans, en við getum ekki enn lesið það, sem i huga hans býr, við tölum að vísu oft um það, að við finnum til með öðrum, en við höfum samt aldrei hugmynd um, hvern- ig tilfinningar annarra eru, nema hvað við ímyndum okkur, að þær séu eitthvað svipaðar okkar, en í því efni rennum við allblint í sjóinn. En tilfinningalifið er sá hluti persónuleikans, sem við vitum minnst um. Hið rétta í þessu máli hlýt- ur því að vera það, að foreldrarnir leið- beini börnum sínum eftir því sem kostur er á, ræði við þau um óskir þeirra og áform, en láti þau sjálf bera ábyrgð á því, hvemig þau velja að lokum. Hvernig er þá hægt að búa sem bezt í haginn fyrir bamið, þannig, að það renni ekki alveg blint í sjóinn um val ævistarfs? Vinnusálfræðingar leggja mikla áherzlu á starfsfræðsluna, sem for- eldrar geta að nokkru leyti séð um sjálfir, en að nokkru leyti verður að treysta á aðstoð skólanna í því efni. Hlutur foreldranna er einkum sá, að segja hörnum frá atvinnulífinu, fara með þau á vinnustaði ef tækifæri býðst, leyfa þeim að vinna að hugðarefnum sínum heima fyrir, hvort sem þau em nú fólgin í lestri um störf eða fram- kvæmd þeirra. Þá er það afarmikið at- riði, að foreldrar leggi kapp á að útvega börnum sínum sumarstarf, sem þroskað geti þau á sem flestum sviðum. Er þá aðalatriðið, að börnin vinni að eðlilegum störfum, sem í raun og vem þarf að leysa af hendi, öll tilbúin vinna er frá 4->- sálfræðilegu sjónarmiði minna virði, þótt hún sé vitanlega betri en iðjuleysi. Hlutur skólanna í þessu efni myndi vera sá, að sýna unglingum kvikmyndir, sem lýsa atvinnulífinu, láta þá lesa um það og skrifa stíla um ýmiss störf. Þá er eðlilegt, að kennarar fari með ungl- inga á vinnustaði og sýni þeim, hvemig unnið, er. Er þá ráðlegt að fara fyrst í smáhópum, helzt ekki fleiri en 10 sam- an, en síðan að útvega unglingunum að- gang að þeim vinnustöðum, sem þá lang- ar mest til að kynnast. Sé vinnusálfræð- ingur starfandi i sambandi við skólana, er eðlilegt, að hann leiðbeini kennurum eitthvað i þessu efni, en einlcum er nauðsynlegt, að hann geti hæfniprófað unglingana, þegar þeir kynnu að vera í vafa um, hvort þeim muni henta að velja sér það starf, sem þeim leikur hugur á. Nú er það að visu svo, að flestir menn geta orðið margt í lífinu, og fer þá það mest eftir áhugaefnum og atvinnumöguleikum, hvað skynsam- legt er fyrir þá að velja. En verið getur þó, að áhugaefni og hæfileikar fylgist ekki að, og úr því á hæfniprófu að geta skorið. Hæfniprófun er framkvæmd með alls konar hæfniprófunartækjum og skrifleg- um prófum, sem á engan hátt má bendla við hin venjulegu námsefnispróf skól- anna. Það, sem hæfniprófunum er ætlað að mæla er, hvemig maðurinn er frá náttúrunnar hendi, en ekki h ^að hann hefur lært í skóla. Með prófum þessum má t. d. mæla ahnenna greind, ein- beitingarhæfni, formskynjun, andsvars- hraða, handflýti, handlagni, krafta, taugastyrkleika o. fl. Þá eru einnig lil sérstök skapgerðarpróf, er þeim sums staðar beitt við val hjúkrunarkvenna, kennara, flugmanna og fleira fólks, sem AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.