Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 43

Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 43
vinnur ábyrgðarmikil störf, sem reyna á lipurð og stillingu. Ég skal nú gera nokkra grein fyrir, hvernig starfsfræðslu og starfsvalsleið- beiningum er háttað á Norðurlöndum, og mun ég þá einkum dvelja við fyrir- komulag Svía, sem er fullkomnast. Starfsfræðsla er veitt í öllum skólum í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, og vel- flestum bæjaskólum á Finnlandi. Kennsl- an sjálf er meira miðuð við atvinnulifið í þessum löndum heldur en hjá okkur, þar sem bóknámið er nærri því allsráð- andi. 1 Svíþjóð er nú níu ára skóla- skylda og hefst starfsfræðslan í 7. bekk og er þá fólgin í sýningu kvikmynda og hópheimsóknum á vinnustaði. 1 Oslo og Árósum í Danmörku, er það einn liður í starfsfræðslunni, að fagmenn eru fengnir til þess að svara fyrirspurnum unglinga einu sinni á ári, er þessi fræðsla skipulögð á þann hátt, að fagimönnum er safnað saman í stór- an sal, þar sem þeir fá sér sæti við smáborð, en á borðinu fyrir framan þá er skilti, þar sem heiti starfsins, sem þeir ætla að segja frá, er prentað með stórum bókstöfum. Unglingamir ganga síðan frá einu borði til annars og athuga hvað komi til greina fyrir þá, að spyrja mn. Einn leitar upplýsinga um iðnað, annar um verzlmi, þriðji um siglingar, fjórði um landbúnað o. s. frv. Fagmenn- irnir leysa fljótt og vel úr öllum spurn- ingum, sem oft snúast um möguleika til framhaldsnáms og um það, hvemig þeim, sem kunna störfin, falli þau. I Árós- um er svona starfsfræðsla höfð bæði bæði fyrir fólk, sem er að ljúka námi í mið- og gagnfræðaskólum, og eins fyr- ir þá, sem eru að ljúka stúdentsprófi og ætla að velja sér eitthvert háskólanám. 1 Oslo er sams konar fræðsla enn þá sem komið er bundin við stúdentana eina, en mun bráðlega einnig verða lát- in ná til unglinga, sem eru að ljúka námi í unglingaskólum. Fræðslu eins og þeirri, sem ég hef bent á hér, getur hvaða unglinga- eða framhaldsskóli sem er komið á, ef um nokkurn áhuga á þessum málum er að ræða. Allt, sem til þess þarf, er að fá nokkra fagmenn til þess að fórna einni kvöldstund fyrir þetta góða málefni, og slíku munu fáir menn neita. Þá er á öllum Norðurlöndunum hafð- ur sá háttm' á, að bekkjarkeimarar leggja fyrir unglingana að skrifa stíl mn starfs- valsóskir sínar þegar þeim hefur verið veitt starfsfræðsla um hrið, geta þeir i sambandi við stílinn borið fram ýmsar fyrirspurnir. Kennarinn safnar öllum stílunum saman, og annað hvort svarar hann síðan spurningunum sjálfur, eða hann leitar aðstoðar vinnusálfræðings. Ef seinni leiðin er valin, kemur vinnu- sálfræðingurinn í heimsókn í bekkimi og heldur erindi, sem felur í sér svör við því, sem um er spurt, en að erindi hans loknu geta unglingarnir komið til hans annað hvort eirrn og einn, eða fleiri í einu, og spurt um það, sem þeim liggur mest á hjarta. Svo aftur sé vikið að sænska fyrir- komulaginu, þá er þess að geta, að starfs- fræðslan eykst mjög i áttunda bekk og í níunda bekk fer helmingur kennslunnar fram úti á vinnustöðum. Kennslunni er þannig fyrirkomið, að rmglingarnir ganga í skóla þrjá fyrstu daga hverrar viku, en þrjá seimii skóladagana eru þeir að störf- um hjá hinum og þessum atvinnurekend- um. Störf þeirra þar, eru liluti af nám- inu, svo að ekki er ætlazt til þess að þeim séu greidd nein laun, nema livað gert er ráð fyrir því, að atvinnurekendur sjái þeim fyrir morgunverði, en í sænsk- um borgum þekkist ekki það fyrirkomu- AKRANES 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.