Akranes - 01.01.1957, Qupperneq 44
lag, að stöðva að miklu leyti alla vinnu
um miðjan daginn til að fara heim og
borða. Þetta skólaár skiptir afar miklu
máli fyrir unglingana með tilliti til þess
að kynnast störfum af eigin raun; reynir
skólinn, í samráði við vinnusálfræðing-
ana, að útvega hverjum unglingi nám
i því starfi eða þeim störfum, sem hon-
um leikur mest hugur á að kynnast.
Þá daga, sem unglingarnir eru að vinnu,
er það hlutverk kennaranna að ferðast
milli vinnustaðanna og tala við vinnu-
veitendur um nemendurna, er sú kynn-
ing, sem skapast milli vinnuveitenda og
kennara, mikils virði fyrir áframhald-
andi samstarf, aufc þess kynnast kenn-
arar atvinnulífinu á hagkvæman hátt
með þessum heimsóknum, og er það vit-
anlega mikils virði. Nýju sænsku skóla-
lögin eru ekki alls staðar komin til
framkvæmda, og er því skólinn átta ára
skóli enn á mörgum stöðum í landinu,
en þar sem svo er, eru níundu bekkjar
starfsvalsleiðbeiningar látnar koma til
framkvæmda í áttunda bekk. Ef ástæða
þykir til, eru imglingamir sendir til
hæfniprófunar á sérstakar vinnusálfræði-
stofnanir, sem ekki hafa öðrum skyldum
að gegna, en hæfniprófa það fólk, sem
einstaklingar eða yfirvöld senda til
þeirra. Slíkar stofnanir eru starfandi á
öllum Norðurlöndum nema Islandi.
Norðmenn ætla að starfrækja 12 slíkar
stofnanir, en sú elzta hefur þegar starf-
að í rúm 30 ár. Auk þess gera Norð-
menn ráð fyrir 60 starfsvalsleiðbeininga-
skrifstofum, sem eklci ráði yfir hæfnipróf
um. Til þess að útiloka allan misskiln-
ing í sambandi við hæfniprófanir, er rétt
að geta þess, að ekki er hægt að beita
þeim fyrr en próf hafa verið hæfð með
því að prófa allmargt fólk og reikna út
niðurstöðu af slíkum prófunum þannig,
að hægt sé að fá hugmynd um, hvað sé
meðalárangur og eins hvað sé góður og
lélegur árangur. Með því að bera lausnir
einstaklingsins saman við það mat, sem
fengizt hefur á úrlausnum allmargra
manna, er hægt að skera úr því, hvort
lausn sé léleg, í meðallagi góð eða á-
gæt. Þar eð mikla vinnu þarf að leggja
í hæfingu hæfniprófa, leiðir það af sjálfu
sér, að menn hafa hallast að því að út-
búa próf, sem einkum henta þeim starfs-
greinum, sem fjölmennar eru í hverju
þjóðfélagi. Eru nú hæfnipróf, sem beitt
er í iðnaðinum, fullkomnust, en próf,
sem ætluð eru skrifstofufólki, eru einnig
vel unnin. Norðmenn láta hæfnipróf
skera úr því, hvaða stúdenar skuli fá
leyfi til þess að hefja nám í læknisfræði,
en aðgangur að því námi er mjög tak-
markaður í Noregi. Norðmenn hæfni-
prófa stúlkur, sem ætla að gerast hjúkr-
unarkonur, og þeir vinna nú að því að
útbúa fullkomið hæfniprófakerfi til þess
að prófa kennaraefni. Danir prófa alla
flugmenn, sem ráða skal í flugherinn,
mjög nákvæmlega, en nýliðar eru rann-
sakaðir á ýmsan hátt af sálfræðingum á
öllum Norðurlöndum. Má því svo að
orði kveða, að þessar þjóðir beiti hæfni-
prófum alls staðar, þar sem mikils þykir
við þurfa.
Við Islendingar erum eftirbátar ná-
grannaþjóðanna á þessum sviðum. Við
veitum börnum og unglingum mikla
bóklega fræðslu, ef til vill fullmikla, við
höfum lítið gert til þess að tengja upp-
vaxandi kynslóð atvinnulífinu á eðlileg-
an hátt. Við athugum lítt hversu margra
manna muni verða þörf í hinum ýmsu
starfsgreinum á næstu árum. Við höfum
að mjög litlu leyti gert okkur grein fyr-
ir því, hvaða hæfileika menn þurfi fyrst
og fremst að hafa til þess að vinna hin
ýmsu störf svo að vel sé.
Okkur hættir frekar til þess að ráða
AKRANES
44