Akranes - 01.01.1957, Page 45

Akranes - 01.01.1957, Page 45
menn til starfa sökum persónulegs kunn- ingsskapar en hæfileika umsækjenda. Hið eina, sem við höfum okkur til afsökunar í þessu máli er það, að breytingar í þjóðlífi okkar hafa orðið svo snöggar, að okkur hefur ekki unnizt tími til að laga uppeldismál okkar að hinum breyttu aðstæðum. Hins vegar er þetta afsökun, sem ekki getur gilt um aldur og ævi. Unglingarnir, sem eiga að erfa landið, eiga fulla heimtingu á því, að við, sem eldri erum, gerrnn það, sem í okkar valdi stendur til þess að þeir hefji ekki störf sín í röðum fullorðinna manna, ver und- ir þau búin en við vorum, sem slitum barnaskóm í hlaðvarpa sveitabæjanna eða í fjöru sjávarþorpsins. Vorið 1954 var gefið út lítið kver að tilhlutan Fræðsluráðs Reykjavíkur. Kver þetta heitir: „Flvað viltu verða?“, og í þvi er að finna nolckrar upplýsingar um öll helztu störf, sem unnin eru hér á landi. Unglingi, sem ekki hefur ákveðið hvað gera skuli að ævistarfi, myndi vera að nokkru gagni að lesa þetta litla kver, einkum ef foreldrar hans og kennarar fara yfir það með honum og svara eftir því, sem kostur er á, þeim spurningum, sem væntanlega vakna við iestur kvers- ins. Þótt segja megi, að kver þetta geti bætt úr brýnustu þörfinni hvað fræðslu um avinnulíf snertir, er það alltof lítið til þess að gera eins yfirgripsmiklu máli og starfsfræðslan er, full skil. Ef vel ætti að vera þyrftu forystumenn hinna ýmsu starfsgreina að hefjast handa um skrásetningu fræðsluefnis, sem atvinnu- gi'einarnar varða. Slíkt fræðsluefni ætti að vera eðlilegt lestrarefni í skólum landsins, og myndi vafalaust verða það, ef þannig væri frá því gengið, að telja mætti ])að aðgengilegt fyrir unglingana. Sumir kennarar hér í Reykjavík hafa gengið vel fram í þvi, að kenna ungl- ingunum að nota „Hvað viltu verða?“ og kann ég þeim þakkir fyrir ágætt samstarf í þvi efni. Hef ég heyrt marga kennara láta í ljós þá skoðun, að fræðsla um atvinnulifið væri eðlilegra fræðslu- efni en sumt, sem unglingunum er nú ætlað að læra, og hygg ég, að sú skoðun eigi við rök að styðjast. Við íslendingar verjum miklu fé til fræðslumála, og sýnum þannig í verki, að við viljum búa börnin okkar sem allra bezt undir þau störf, sem þeim kumia að verða falin síðar á ævinni. Ég efast ekki um, að starfsfræðsla og starfs- valsleiðbeiningar muni smám saman verða sjálfsagður þáttur í fræðslu þeirri, sem hver heilbrigður unglingur getur notið. Geti sú fræðsla aukið möguleika þeirra til þess að komast á rétta hillu í lífinu, hefur heillaríkt spor verið stigið í þá átt að auka lífshamingju einstakl- inga og þjóðar. Litið til baka. Áiið 1816 eru hér í Skaganum 89 manns — þá eru Jaðar og Presthús ekki talin með. — Ekki er þarna getið um fæðingarstað 32, en hin- ir eru fæddir sem hér segir: 39 á Akranesi, 2 a Kjalamesi, 2 í Reykjavík, 3 á Mýrum, 5 í Skilmannahreppi, 2 i Strandahreppi, 1 í Andakíl, 1 i Dalasýslu, 1 í Gaulverjabæ. „SsSendinga Experiment, í móti illhvelum, sem sækja að bátum á sjó. Þeir taka nýja kúa- eða nautamykju, og leggja hana í austrið. Þá illhvelið sækir að, og sem hún er þar blaut i austrinu, þá ausa þeir lienni út með, móti illhvelinu og í kjalfarið. Segja þeir að svo verði ekki af hans aðsókn meir í það sinn, exitus acta probat“. (Bréfabók Brynjólfs biskups, XIV. b. bls. 574). I sama bindi bréfabókarinnar bls. 569, er einnig getið um róð Færeyinga til þess að fæla burt illhveli. AKRANES 45

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.