Akranes - 01.01.1957, Page 47
Mynd þessi, tekin viS skriSjökulinn milli Kerlinga í vesturbrún Vatnajökuls, sýnir hve jökullinn
hefur hörjaS. I nærsýn eru gamlar jökulurSir langt frá brún jökulsins. (Ljósm.: Magnús Jóh.)
kosti þegar okkur bar upp að Gunnars-
hólma. Þar hafði ég líka farið á meðan
grjótið og leirinn grettu sig framan í
hvem mann. Nú hlógu þar við höfuð-
bólstún. Við þá sjón gat ég glaðzt. Hún
var mér sólskins ígildi að minnsta kosti
upp að Sandskeiði.
Sandskeið! Það greip mig óyndi. Gam-
an væri nú að hafa góðan fola, þótt
glettinn væri, til að snúa þar í kring
um hrossarekstur — og þó —; þetta var
rytjuveður og líklega bezt að njóta þess,
er ég náði: þaksins og veggjanna. Og
billinn leitaði hvorki haga né vatns.
Leiðin bráðsóttist.
Mig fór að syfja. Ég var nýlega kom-
inn af 12 tíma næturvöku og hafði ekki
fengið nema stuttan svefn. Ekki var held-
ur svifflug við Sandskeið þennan daginn
til að vekja mann. Grámygglu úrkoma
stal einnig bæði blæ og fegurð af öllu
útsýni, svo að ekki var við það að dunda.
Ég heyrði að ferðafélagarnir voru farnir
að ráðgast um að heita á Strandakirkju
til betra veðurs. En ekkert mun þó hafa
orðið ákveðið um það nema þá að mér
AKRANES
47