Akranes - 01.01.1957, Síða 52
Bergþór Arnason.
Bergþór Árnason, 52 ára, og kona
hans, Ingiríður Jóhaimesdóltir,
42 ára.
Árni, 23 ára.
Ingiríður, 8 ára, börn þeirra.
Þar er og Sigríður, systir Ingiríðar
30 ára.
Áður en Bergþór kvæntist og fór að
búa með Ingu (eins og hún var oftast
kölluð) var hann lengi vinnumaður njá
Hallgrimi hreppstjóra í Guðrúnarkoti, og
formaður fyrir hann. Hann var lengi
formaður, en lítið eða ekki á eigin skipi.
Bergþór var mikill að vallarsýn, greind-
ur og las mikið. Hann var stiltur mað-
ur, prúður og grandvar. Var seinn til
reiði, en þegar hann reiddist, gat hann
reiðst ofsalega.
Ingiríður, kona hans, var óvenjulega
góða kona, prúð og stillt svo að af bar.
Alltaf eins og ljós, sem öllum vildi líkna
og gera gott. Þau hjón voru óvenjulega
gestrisin enda komu þangað margir, sér-
staklega sveitamenn.
Þegar Inga fluttist fyrst í Skagann
IngiríÖur Jóhannesdóttir.
1868, var margt hér öðru vísi en nú er.
Þá var hér ekkert timburiveruhús né
steinhús. Eintómir torfbæir og flestir
þeirra litlir.
Þetta ár voru eftirfarandi nýbýli reist:
Litli-Teigur, Sandur, Kirkjuvellir og
Smiðjuvellir, og á þeim öllum reistir torf-
bæir. Þá var hér engin verzlun/ enginn
barnaskóli og engin kirkja.
Inga á Bergþórshvoli mundi vel eftir
frú Þórunni Stephensen, sem þá var á
Heynesi. Hún var dóttir Magnúsar kon-
ferensráðs og dómstjóra á Innra-Hólmi,
en giftist frænda sínum, Hannesi Step-
hensen prófasti á Ytra-Hólmi. Hjá henni
var Sigurður Jóhannesson á Sýruparti
í nokkur ár, en hann var bróðir Ingu.
I 11.—12. tbl. 1944 er nokkuð ræki-
leg grein um þau Bergþórshvolshjón.
Bergþór Árnason deyr 11. marz 1930, en
Ingiríður 25. september 1944.
Eftir að Bergþór andaðist var jafnan
eitthvert húsfólk á Bergþórshvoli. Árið
931 og 1932 voru þau þar, Guðjon
Guðmundsson og Guðný Jónsdóttir, syst-
52
A K R A N E S