Akranes - 01.01.1957, Side 57

Akranes - 01.01.1957, Side 57
með miklum ólíkindum frá hendi höf- undar og ekki tekst Herdísi Þorvaldsdótt- ur að veita þessari hefðarkonu þá reisn, sem við var að búast af svo tiginni lconu. Ástasamband hennar við Gunnstein Ól- afsson (Rúrik Haraldsson) er harla und- arlegt. Gera verður ráð fyrir, að hin glæsilega lcgmannsdóttir hafi búið yfir svo mikilli kynorku og skaphita, að hún hafi ekki í raun og veru háð lokahríð orðasennunnar við heitrofa sinn með sama jafnaðargeði og hún væri að halda líkræðu yl’ir grátitlingi. Ekki bætir það úr skák að 'hún afhendir vonbiðli sínum Agli Söngva-Dísusyni (Róbert Arnfinns- son) sjálfa sig og allt sem hún á, án þess að spyrja hann fyrst, hvort hann sé á samri stundu tilbúinn til að veita þessu öllu viðtöku. Gunnsteinn Ólafsson er flugumaðurinn í leiknum, þessi aumkunarverða mann- tegund, sem er reiðubúinn til þess að selja hvað sem er fyrir metorð og völd. Ættjörð hans og heitmey, réttur og til- finningar þjóðarinnar er allt léttvægt fundið ef hagur hans er annars vegar. Þetta er sem sagt 30 silfurpemnga mað- ur, enda á hann ekkert betra framundan að leikslokum en hengja sig, þótt ekki verði í það ráðið hvort svo muni fara eða eigi. Rúrik Haraldsson leikur flugu- mann þennan vel og skörulega, en svip- brigði hans eru ekki nógu góð. Undir gervi glæsimannsins verða leikhússgest- A K R A N E S 5 7

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.